Ákvörðun Seðlabankans sé óskiljanleg Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2024 15:57 Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) telur ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera óskiljanlega. Ákvörðunin gangi þvert á fyrri rökstuðning nefndarinnar og það sé mikið áhyggjuefni fyrir hagkerfið að þeir standi óbreyttir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Útrunninn rökstuðningur Í ályktun miðstjórnar ASÍ vill hún vekja athygli á að við síðustu hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nefndin sagt hana nauðsynlega með tilvísun til óvissu um kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og undirliggjandi verðbólgu. „Nú liggur fyrir kjarasamningur til langs tíma sem gerður er í nafni stöðugleika. Hagtölur sýna að spenna fer minnkandi í hagkerfinu og að undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sá rökstuðningur sem borinn var fram í ágúst á augljóslega ekki lengur við,“ segir í ályktuninni. Við þessar aðstæður kalli ekkert á að stýrivextir séu óbreyttir, þvert á móti blasi það við að forsendur séu til þess að byrja að lækka vexti. „Núverandi vaxtastig felur í sér skipulagðan flutning fjármagns frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga peningana. Þannig er ákvörðun peningastefnunefndar fallin til að þjóna hagsmunum fjármagnsafla og auka enn ójöfnuð í landinu,“ segir í ályktuninin. Óþolandi að launafólk beri kostnaðinn Stjórnin telur neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og telja megi víst að fasteigna- og leiguverð muni fara enn hækkandi. „Algjört getu- og úrræðaleysi ríkis og sveitarfélaga er helsta orsök húsnæðiskreppunnar. Skortstefna hvað lóðir varðar heldur uppi fasteignaverði og þar með skatttekjum sveitarfélaga. Miðstjórn ASÍ telur þá framgöngu ósiðlega. Óþolandi er með öllu að launafólk í landinu beri kostnaðinn af þeim vítahring húsnæðiskreppu, verðbólgu og vaxta sem skortstefnan veldur,“ segir í ályktuninni. Vilja grípa til neyðaraðgerða Hún telur það þurfa að grípa þegar í stað til neyðaraðgerða með aðkomu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda, stjórnvalda og samtaka í greininni til að rjúfa kyrrstöðu á húsnæðismarkaði sem er botnfrosinn sökum lóðaverðs og vaxtastigs í landinu. „Miðstjórn minnir á að verkalýðshreyfingin féllst á hóflegar launahækkanir í síðustu kjarasamningum til að stuðla að hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Launafólk í landinu krefst þess að ríki og sveitarfélög standi við skuldbindingar sínar og stundi ábyrga hagstjórn til að yfirlýstum markmiðum verði náð,“ segir í ályktuninni. Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Stéttarfélög Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Útrunninn rökstuðningur Í ályktun miðstjórnar ASÍ vill hún vekja athygli á að við síðustu hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nefndin sagt hana nauðsynlega með tilvísun til óvissu um kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og undirliggjandi verðbólgu. „Nú liggur fyrir kjarasamningur til langs tíma sem gerður er í nafni stöðugleika. Hagtölur sýna að spenna fer minnkandi í hagkerfinu og að undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sá rökstuðningur sem borinn var fram í ágúst á augljóslega ekki lengur við,“ segir í ályktuninni. Við þessar aðstæður kalli ekkert á að stýrivextir séu óbreyttir, þvert á móti blasi það við að forsendur séu til þess að byrja að lækka vexti. „Núverandi vaxtastig felur í sér skipulagðan flutning fjármagns frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga peningana. Þannig er ákvörðun peningastefnunefndar fallin til að þjóna hagsmunum fjármagnsafla og auka enn ójöfnuð í landinu,“ segir í ályktuninin. Óþolandi að launafólk beri kostnaðinn Stjórnin telur neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og telja megi víst að fasteigna- og leiguverð muni fara enn hækkandi. „Algjört getu- og úrræðaleysi ríkis og sveitarfélaga er helsta orsök húsnæðiskreppunnar. Skortstefna hvað lóðir varðar heldur uppi fasteignaverði og þar með skatttekjum sveitarfélaga. Miðstjórn ASÍ telur þá framgöngu ósiðlega. Óþolandi er með öllu að launafólk í landinu beri kostnaðinn af þeim vítahring húsnæðiskreppu, verðbólgu og vaxta sem skortstefnan veldur,“ segir í ályktuninni. Vilja grípa til neyðaraðgerða Hún telur það þurfa að grípa þegar í stað til neyðaraðgerða með aðkomu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda, stjórnvalda og samtaka í greininni til að rjúfa kyrrstöðu á húsnæðismarkaði sem er botnfrosinn sökum lóðaverðs og vaxtastigs í landinu. „Miðstjórn minnir á að verkalýðshreyfingin féllst á hóflegar launahækkanir í síðustu kjarasamningum til að stuðla að hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Launafólk í landinu krefst þess að ríki og sveitarfélög standi við skuldbindingar sínar og stundi ábyrga hagstjórn til að yfirlýstum markmiðum verði náð,“ segir í ályktuninni.
Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Stéttarfélög Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent