Ákvörðun Seðlabankans sé óskiljanleg Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2024 15:57 Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) telur ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera óskiljanlega. Ákvörðunin gangi þvert á fyrri rökstuðning nefndarinnar og það sé mikið áhyggjuefni fyrir hagkerfið að þeir standi óbreyttir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Útrunninn rökstuðningur Í ályktun miðstjórnar ASÍ vill hún vekja athygli á að við síðustu hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nefndin sagt hana nauðsynlega með tilvísun til óvissu um kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og undirliggjandi verðbólgu. „Nú liggur fyrir kjarasamningur til langs tíma sem gerður er í nafni stöðugleika. Hagtölur sýna að spenna fer minnkandi í hagkerfinu og að undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sá rökstuðningur sem borinn var fram í ágúst á augljóslega ekki lengur við,“ segir í ályktuninni. Við þessar aðstæður kalli ekkert á að stýrivextir séu óbreyttir, þvert á móti blasi það við að forsendur séu til þess að byrja að lækka vexti. „Núverandi vaxtastig felur í sér skipulagðan flutning fjármagns frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga peningana. Þannig er ákvörðun peningastefnunefndar fallin til að þjóna hagsmunum fjármagnsafla og auka enn ójöfnuð í landinu,“ segir í ályktuninin. Óþolandi að launafólk beri kostnaðinn Stjórnin telur neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og telja megi víst að fasteigna- og leiguverð muni fara enn hækkandi. „Algjört getu- og úrræðaleysi ríkis og sveitarfélaga er helsta orsök húsnæðiskreppunnar. Skortstefna hvað lóðir varðar heldur uppi fasteignaverði og þar með skatttekjum sveitarfélaga. Miðstjórn ASÍ telur þá framgöngu ósiðlega. Óþolandi er með öllu að launafólk í landinu beri kostnaðinn af þeim vítahring húsnæðiskreppu, verðbólgu og vaxta sem skortstefnan veldur,“ segir í ályktuninni. Vilja grípa til neyðaraðgerða Hún telur það þurfa að grípa þegar í stað til neyðaraðgerða með aðkomu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda, stjórnvalda og samtaka í greininni til að rjúfa kyrrstöðu á húsnæðismarkaði sem er botnfrosinn sökum lóðaverðs og vaxtastigs í landinu. „Miðstjórn minnir á að verkalýðshreyfingin féllst á hóflegar launahækkanir í síðustu kjarasamningum til að stuðla að hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Launafólk í landinu krefst þess að ríki og sveitarfélög standi við skuldbindingar sínar og stundi ábyrga hagstjórn til að yfirlýstum markmiðum verði náð,“ segir í ályktuninni. Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Stéttarfélög Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Útrunninn rökstuðningur Í ályktun miðstjórnar ASÍ vill hún vekja athygli á að við síðustu hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nefndin sagt hana nauðsynlega með tilvísun til óvissu um kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og undirliggjandi verðbólgu. „Nú liggur fyrir kjarasamningur til langs tíma sem gerður er í nafni stöðugleika. Hagtölur sýna að spenna fer minnkandi í hagkerfinu og að undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sá rökstuðningur sem borinn var fram í ágúst á augljóslega ekki lengur við,“ segir í ályktuninni. Við þessar aðstæður kalli ekkert á að stýrivextir séu óbreyttir, þvert á móti blasi það við að forsendur séu til þess að byrja að lækka vexti. „Núverandi vaxtastig felur í sér skipulagðan flutning fjármagns frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga peningana. Þannig er ákvörðun peningastefnunefndar fallin til að þjóna hagsmunum fjármagnsafla og auka enn ójöfnuð í landinu,“ segir í ályktuninin. Óþolandi að launafólk beri kostnaðinn Stjórnin telur neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og telja megi víst að fasteigna- og leiguverð muni fara enn hækkandi. „Algjört getu- og úrræðaleysi ríkis og sveitarfélaga er helsta orsök húsnæðiskreppunnar. Skortstefna hvað lóðir varðar heldur uppi fasteignaverði og þar með skatttekjum sveitarfélaga. Miðstjórn ASÍ telur þá framgöngu ósiðlega. Óþolandi er með öllu að launafólk í landinu beri kostnaðinn af þeim vítahring húsnæðiskreppu, verðbólgu og vaxta sem skortstefnan veldur,“ segir í ályktuninni. Vilja grípa til neyðaraðgerða Hún telur það þurfa að grípa þegar í stað til neyðaraðgerða með aðkomu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda, stjórnvalda og samtaka í greininni til að rjúfa kyrrstöðu á húsnæðismarkaði sem er botnfrosinn sökum lóðaverðs og vaxtastigs í landinu. „Miðstjórn minnir á að verkalýðshreyfingin féllst á hóflegar launahækkanir í síðustu kjarasamningum til að stuðla að hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Launafólk í landinu krefst þess að ríki og sveitarfélög standi við skuldbindingar sínar og stundi ábyrga hagstjórn til að yfirlýstum markmiðum verði náð,“ segir í ályktuninni.
Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Stéttarfélög Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira