Friðrik Ómar kynnir stig Íslands í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2024 11:30 Friðrik Ómar Hjörleifsson er spenntur. Vísir/Vilhelm Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Friðrik Ómar þekkir Eurovision betur en flest en hann söng framlag Íslands í keppninni árið 2008 með söngkonunni Regínu Ósk en saman kölluðu þau sig Eurobandið. Þau komust áfram með lagið This is my life í úrslitn og enduðu í fjórtánda sæti. Friðrik Ómar hefur um árabil átt sinn sess í hjörtum Eurovision aðdáenda um heim allan og hefur sungið lagið á allskonar viðburðum tengdum Eurovision á ári hverju. Þá söng hann einnig bakrödd þegar Jóhanna Guðrún lenti í öðru sæti með lagið Is it true árið 2009 og var auk þess blaðafulltrúi Gretu Salóme og Jónsa árið 2012 þegar þau kepptu með lagið Never forget. „Það er mikill heiður að fá að kynna stig íslensku dómnefndarinnar,“ segir Friðrik Ómar. Hann grínast með það að það sé nema ef hann verði ekki sáttur við 12 stigin sem dómnefndin hyggist gefa. „Ég veit nefnilega ekki hverjir eru í dómnefndinni. Ég er hvatvís að eðlisfari svo það gæti farið svo að ég gefi sjálfur einhverju landi 12 stig ef mér líkar ekki niðurstaða dómnefndar.“ Friðrik Ómar fetar í fótspor margra þekktra Íslendinga sem hafa verið stigakynnar landsins í keppninni í gegnum tíðina, meðal annars þau Jóhannes Haukur Jóhannesson, Edda Sif Pálsdóttir, Björgvin Halldórsson söngvari, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Unnsteinn Manúel, Brynja Þorgeirsdóttir og Eva María Jónsdóttir að ógleymdum Hannesi Óla Ágústssyni sem Jaja ding dong gæinn. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Svakalega erfitt en stórkostlegt Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi. 8. maí 2024 10:30 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Friðrik Ómar þekkir Eurovision betur en flest en hann söng framlag Íslands í keppninni árið 2008 með söngkonunni Regínu Ósk en saman kölluðu þau sig Eurobandið. Þau komust áfram með lagið This is my life í úrslitn og enduðu í fjórtánda sæti. Friðrik Ómar hefur um árabil átt sinn sess í hjörtum Eurovision aðdáenda um heim allan og hefur sungið lagið á allskonar viðburðum tengdum Eurovision á ári hverju. Þá söng hann einnig bakrödd þegar Jóhanna Guðrún lenti í öðru sæti með lagið Is it true árið 2009 og var auk þess blaðafulltrúi Gretu Salóme og Jónsa árið 2012 þegar þau kepptu með lagið Never forget. „Það er mikill heiður að fá að kynna stig íslensku dómnefndarinnar,“ segir Friðrik Ómar. Hann grínast með það að það sé nema ef hann verði ekki sáttur við 12 stigin sem dómnefndin hyggist gefa. „Ég veit nefnilega ekki hverjir eru í dómnefndinni. Ég er hvatvís að eðlisfari svo það gæti farið svo að ég gefi sjálfur einhverju landi 12 stig ef mér líkar ekki niðurstaða dómnefndar.“ Friðrik Ómar fetar í fótspor margra þekktra Íslendinga sem hafa verið stigakynnar landsins í keppninni í gegnum tíðina, meðal annars þau Jóhannes Haukur Jóhannesson, Edda Sif Pálsdóttir, Björgvin Halldórsson söngvari, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Unnsteinn Manúel, Brynja Þorgeirsdóttir og Eva María Jónsdóttir að ógleymdum Hannesi Óla Ágústssyni sem Jaja ding dong gæinn.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Svakalega erfitt en stórkostlegt Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi. 8. maí 2024 10:30 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Svakalega erfitt en stórkostlegt Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi. 8. maí 2024 10:30