Friðrik Ómar kynnir stig Íslands í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2024 11:30 Friðrik Ómar Hjörleifsson er spenntur. Vísir/Vilhelm Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Friðrik Ómar þekkir Eurovision betur en flest en hann söng framlag Íslands í keppninni árið 2008 með söngkonunni Regínu Ósk en saman kölluðu þau sig Eurobandið. Þau komust áfram með lagið This is my life í úrslitn og enduðu í fjórtánda sæti. Friðrik Ómar hefur um árabil átt sinn sess í hjörtum Eurovision aðdáenda um heim allan og hefur sungið lagið á allskonar viðburðum tengdum Eurovision á ári hverju. Þá söng hann einnig bakrödd þegar Jóhanna Guðrún lenti í öðru sæti með lagið Is it true árið 2009 og var auk þess blaðafulltrúi Gretu Salóme og Jónsa árið 2012 þegar þau kepptu með lagið Never forget. „Það er mikill heiður að fá að kynna stig íslensku dómnefndarinnar,“ segir Friðrik Ómar. Hann grínast með það að það sé nema ef hann verði ekki sáttur við 12 stigin sem dómnefndin hyggist gefa. „Ég veit nefnilega ekki hverjir eru í dómnefndinni. Ég er hvatvís að eðlisfari svo það gæti farið svo að ég gefi sjálfur einhverju landi 12 stig ef mér líkar ekki niðurstaða dómnefndar.“ Friðrik Ómar fetar í fótspor margra þekktra Íslendinga sem hafa verið stigakynnar landsins í keppninni í gegnum tíðina, meðal annars þau Jóhannes Haukur Jóhannesson, Edda Sif Pálsdóttir, Björgvin Halldórsson söngvari, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Unnsteinn Manúel, Brynja Þorgeirsdóttir og Eva María Jónsdóttir að ógleymdum Hannesi Óla Ágústssyni sem Jaja ding dong gæinn. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Svakalega erfitt en stórkostlegt Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi. 8. maí 2024 10:30 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Friðrik Ómar þekkir Eurovision betur en flest en hann söng framlag Íslands í keppninni árið 2008 með söngkonunni Regínu Ósk en saman kölluðu þau sig Eurobandið. Þau komust áfram með lagið This is my life í úrslitn og enduðu í fjórtánda sæti. Friðrik Ómar hefur um árabil átt sinn sess í hjörtum Eurovision aðdáenda um heim allan og hefur sungið lagið á allskonar viðburðum tengdum Eurovision á ári hverju. Þá söng hann einnig bakrödd þegar Jóhanna Guðrún lenti í öðru sæti með lagið Is it true árið 2009 og var auk þess blaðafulltrúi Gretu Salóme og Jónsa árið 2012 þegar þau kepptu með lagið Never forget. „Það er mikill heiður að fá að kynna stig íslensku dómnefndarinnar,“ segir Friðrik Ómar. Hann grínast með það að það sé nema ef hann verði ekki sáttur við 12 stigin sem dómnefndin hyggist gefa. „Ég veit nefnilega ekki hverjir eru í dómnefndinni. Ég er hvatvís að eðlisfari svo það gæti farið svo að ég gefi sjálfur einhverju landi 12 stig ef mér líkar ekki niðurstaða dómnefndar.“ Friðrik Ómar fetar í fótspor margra þekktra Íslendinga sem hafa verið stigakynnar landsins í keppninni í gegnum tíðina, meðal annars þau Jóhannes Haukur Jóhannesson, Edda Sif Pálsdóttir, Björgvin Halldórsson söngvari, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Unnsteinn Manúel, Brynja Þorgeirsdóttir og Eva María Jónsdóttir að ógleymdum Hannesi Óla Ágústssyni sem Jaja ding dong gæinn.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Svakalega erfitt en stórkostlegt Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi. 8. maí 2024 10:30 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Svakalega erfitt en stórkostlegt Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi. 8. maí 2024 10:30