Baldur er minn forseti Hjalti Vignisson skrifar 8. maí 2024 11:00 Í upphafi þessarar aldar settist ég á skólabekk við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Einn af kennurum mínum þar var Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi. Í náminu lagði Baldur áherslu á samræður. Gerði kröfur um að við greindum og skildum viðfangesefnið til fulls og kæmum því frá okkur í ræðu og riti. Hlutir æxluðust þannig að hann réð mig sem aðstoðarmann og við áttum eftir að starfa saman í nokkur ár. Frumkvöðull í fræðastarfi Á þessum árum var Baldur að undirbúa endurreisn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og stofnun sérstaks rannsóknarseturs um smáríki. Baldur var laginn í að draga til sín fræðimenn úr ólíkum greinum og löndum. Þá skipti ekki máli hvort það voru ráðstefnur, málþing eða vinnufundir um hvernig koma ætti málum áfram. Baldri var eðlislægt að leiða hópinn. Á þessum grunni var nám í smáríkjafræðum byggt upp sem enn blómstrar í dag. Jafnframt gekk fræðigreinin í endurnýjun lífdaga á alþjóðavísu. Á árunum þar á undan höfðu fáir fræðimenn beint sjónum sínum að því hvernig smærri ríki gætu best komið rödd sinni á framfæri, gætt hagsmuna sinna og haft áhrif á einstök mál. Þessu til viðbótar þá þekkir Baldur auk þess íslenska stjórnkerfið út og inn. Baldur stendur því vel að vígi í tveimur af mikilvægustu hlutverkum forseta, þ.e. skilningur á hlutverki forseta í stjórnskipun Íslands og möguleikum Íslands á alþjóðavísu. Mannkostir Frumkvæði Baldurs í fræðastarfinu ber vitni um hugrekki hans því ófáar hindranir voru í veginum Baldur er staðfastur og eljusamur. Hans helsti kostur að mínu mat er samt sá að hann hlustar á háa sem lága en getur líka tjáð skoðanir sínar hreint út við hvern sem er. Þess vegna styð ég Baldur til forseta. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi þessarar aldar settist ég á skólabekk við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Einn af kennurum mínum þar var Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi. Í náminu lagði Baldur áherslu á samræður. Gerði kröfur um að við greindum og skildum viðfangesefnið til fulls og kæmum því frá okkur í ræðu og riti. Hlutir æxluðust þannig að hann réð mig sem aðstoðarmann og við áttum eftir að starfa saman í nokkur ár. Frumkvöðull í fræðastarfi Á þessum árum var Baldur að undirbúa endurreisn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og stofnun sérstaks rannsóknarseturs um smáríki. Baldur var laginn í að draga til sín fræðimenn úr ólíkum greinum og löndum. Þá skipti ekki máli hvort það voru ráðstefnur, málþing eða vinnufundir um hvernig koma ætti málum áfram. Baldri var eðlislægt að leiða hópinn. Á þessum grunni var nám í smáríkjafræðum byggt upp sem enn blómstrar í dag. Jafnframt gekk fræðigreinin í endurnýjun lífdaga á alþjóðavísu. Á árunum þar á undan höfðu fáir fræðimenn beint sjónum sínum að því hvernig smærri ríki gætu best komið rödd sinni á framfæri, gætt hagsmuna sinna og haft áhrif á einstök mál. Þessu til viðbótar þá þekkir Baldur auk þess íslenska stjórnkerfið út og inn. Baldur stendur því vel að vígi í tveimur af mikilvægustu hlutverkum forseta, þ.e. skilningur á hlutverki forseta í stjórnskipun Íslands og möguleikum Íslands á alþjóðavísu. Mannkostir Frumkvæði Baldurs í fræðastarfinu ber vitni um hugrekki hans því ófáar hindranir voru í veginum Baldur er staðfastur og eljusamur. Hans helsti kostur að mínu mat er samt sá að hann hlustar á háa sem lága en getur líka tjáð skoðanir sínar hreint út við hvern sem er. Þess vegna styð ég Baldur til forseta. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar