Ný nálgun í afreksíþróttum – Nýsköpun Erlingur Jóhannsson skrifar 7. maí 2024 14:30 Nýlega skilaði starfshópur á vegum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, umfangsmikilli skýrslu um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að nauðsynlegt sé að gera umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi, stuðningi og faglegri umgjörð afreksíþrótta á Íslandi. Starfshópurinn telur þetta forsendu þess að Íslendingar geti átt raunhæfa möguleika á að vera í fremstu röð í íþróttum. Þegar settar eru fram tillögur um eflingu afreksstarfs á Íslandi er mjög mikilvægt að forsendur og fagleg umgjörð þeirra hafi breiða skírskotun. Rauður þráður í þeirri hugmyndafræði sem sett er fram í skýrslunni er að komið verði á fót sterkari og faglegri umgjörð íþróttastarfs þannig að sem flest börn og ungmenni geti stundað íþróttir eins lengi og hægt er. Til að ná þessum metnaðarfullu markmiðum er mikilvægt að gæði og fagleg umgjörð íþróttastarfsins sé sem allra best. Einnig er lykilatriði í þessu samhengi að sem flestir aðilar í þjóðfélaginu vinni markvist saman að framgangi íþrótta í landinu. Í skýrslu starfshópsins eru settar fram tillögur að aðgerðum sem lúta að íþróttafólkinu og þjálfurum. Meðal annars er lagt til að komið verði á fót launasjóði afreksíþróttafólks og að komið verði til móts við kostnaðarþátttöku íþróttafólks í landsliðsverkefnum. Skoða þarf starfsemi íþróttafélaga og sérsambanda í tengslum við skipulag afreksstarfs. Efla þarf faglega umgjörð afreksíþrótta á mismunandi skólastigum og þá sérstaklega styrkja afrekssvið framhaldsskólanna. Í þessu samhengi er einnig nauðsynlegt að skoða hverjar skyldur, hlutverk og framlag ríkis og sveitarfélaga eigi að vera til framtíðar. Ein af tillögunum sem sett er fram í skýrslu starfshóps er að Afreksmiðstöð Íslands (AMÍ) verði stofnuð. Þessi tillaga er m.a. sett fram í ljósi þess að kröfur til afreksíþróttafólks hafa aukist umtalsvert á undanförnum árum og að þörf sé á sífellt meiri stuðningi, sérfræðiþekkingu og faglegri nálgun til að ná framúrskarandi árangri í íþróttum. Sambærilegar afreksmiðstöðvar eru í öllum nágrannalöndum okkar, en hlutverk og mikilvægi þeirra í framgangi afreksíþrótta er óumdeildur í þessum löndum eins og t.d. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Því er meginmarkmið AMÍ að efla faglega umgjörð afreksstarfs á sem flestum sviðum auk þess að styðja við almennt íþróttastarf. Lagt er til í skýrslu starfshópsins að AMÍ verði sjálfstæð eining innan íþróttahreyfingarinnar en starfsemi og viðfangefni AMÍ verði unnin í nánu samstarfi við íþróttafélög, sérsambönd og héraðsambönd. AMÍ munu saman standa af fagteymi sérfræðinga og ráðgjafa frá ólíkum fagsviðum íþrótta, má þar nefna fagsvið eins og líkamsþjálfun íþróttanæring, íþróttasálfræði, íþróttaþjálfarinn og meðhöndlun svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar frá þessum fagsviðum munu því mynda sterk og þverfagleg teymi á sviði afreksíþrótta og þar skapast grundvöllur að eflingu hæfileikamótunar og faglegrar umgjörðar afreksíþróttafólks á öllum stigum. Viðfangsefni fagaðila og sérfræðinga AMÍ verður að aðstoða og vinna náið með sem flestu íþróttafólki, auk þessa að vera mikilvægur bakhjarl okkar afreksíþróttafólks. Lagt er til að þróun og uppbygging þessara fræðasviða verði unnin í nánu samstarfi við háskólana, aðra fagaðila og sérfræðinga á sviði íþrótta- og heilsufræða. Mikilvægt hlutverk AMÍ verður einnig að styðja við þá framhaldsskóla sem bjóða upp á afreksíþróttasvið sem námsleið. Í því samhengi er mikilvægt að styrkja og samræma afreksvið framhaldsskólanna og einnig að efla samvinnu þeirra við íþróttafélög og viðkomandi sveitarfélag. AMÍ mun einnig hlúa að efnilegu íþróttafólki sem stundar nám í framhaldsskólum sem ekki eru með afreksíþróttasvið. Með tilkomu AMÍ og öflugu samstarfi íþróttahreyfingarinnar við háskóla, vísindasamfélagið og aðra sérfræðinga skapast gullið tækifæri til að auka þekkingu og nýsköpun á öllum sviðum íþrótta á Íslandi. Grundvöllur framþróunar og betri árangurs í íþróttum er nátengdur aukinni þekkingu og vitneskju vísindasamfélagsins. Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslu starfshóps eru byggðar á breiðri, þverfaglegri og faglegri nálgun sem eykur líkurnar á að það náist jákvæður heilsufarsávinningur fyrir íslenskt samfélag, auk þess að leiða til betri árangurs Íslendinga í íþróttum. Undirritaður telur að þessar tillögur muni hafa umtalsvert forvarnargildi, þær muni efla almenna heilsu og velferð fólks á Íslandi til lengri tíma litið og á sama tíma draga úr útgjöldum heilbrigðiskerfisins. Höfundur er prófessor í íþrótta og heilsufræði við HÍ. Erlingur var fulltrúi Íþróttanefndar Ríkisins í starfshópi á vegum mennta- og barnamálaráðherra um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Erlingur vinnu að hluta til hjá mennta- og barnamálaráðuneyti að eflingu afreksíþrótta. Erlingur á Íslandsmetið í 800 metri hlaupi sett á Bislett í Óslo 1987. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna ÍSÍ Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýlega skilaði starfshópur á vegum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, umfangsmikilli skýrslu um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að nauðsynlegt sé að gera umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi, stuðningi og faglegri umgjörð afreksíþrótta á Íslandi. Starfshópurinn telur þetta forsendu þess að Íslendingar geti átt raunhæfa möguleika á að vera í fremstu röð í íþróttum. Þegar settar eru fram tillögur um eflingu afreksstarfs á Íslandi er mjög mikilvægt að forsendur og fagleg umgjörð þeirra hafi breiða skírskotun. Rauður þráður í þeirri hugmyndafræði sem sett er fram í skýrslunni er að komið verði á fót sterkari og faglegri umgjörð íþróttastarfs þannig að sem flest börn og ungmenni geti stundað íþróttir eins lengi og hægt er. Til að ná þessum metnaðarfullu markmiðum er mikilvægt að gæði og fagleg umgjörð íþróttastarfsins sé sem allra best. Einnig er lykilatriði í þessu samhengi að sem flestir aðilar í þjóðfélaginu vinni markvist saman að framgangi íþrótta í landinu. Í skýrslu starfshópsins eru settar fram tillögur að aðgerðum sem lúta að íþróttafólkinu og þjálfurum. Meðal annars er lagt til að komið verði á fót launasjóði afreksíþróttafólks og að komið verði til móts við kostnaðarþátttöku íþróttafólks í landsliðsverkefnum. Skoða þarf starfsemi íþróttafélaga og sérsambanda í tengslum við skipulag afreksstarfs. Efla þarf faglega umgjörð afreksíþrótta á mismunandi skólastigum og þá sérstaklega styrkja afrekssvið framhaldsskólanna. Í þessu samhengi er einnig nauðsynlegt að skoða hverjar skyldur, hlutverk og framlag ríkis og sveitarfélaga eigi að vera til framtíðar. Ein af tillögunum sem sett er fram í skýrslu starfshóps er að Afreksmiðstöð Íslands (AMÍ) verði stofnuð. Þessi tillaga er m.a. sett fram í ljósi þess að kröfur til afreksíþróttafólks hafa aukist umtalsvert á undanförnum árum og að þörf sé á sífellt meiri stuðningi, sérfræðiþekkingu og faglegri nálgun til að ná framúrskarandi árangri í íþróttum. Sambærilegar afreksmiðstöðvar eru í öllum nágrannalöndum okkar, en hlutverk og mikilvægi þeirra í framgangi afreksíþrótta er óumdeildur í þessum löndum eins og t.d. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Því er meginmarkmið AMÍ að efla faglega umgjörð afreksstarfs á sem flestum sviðum auk þess að styðja við almennt íþróttastarf. Lagt er til í skýrslu starfshópsins að AMÍ verði sjálfstæð eining innan íþróttahreyfingarinnar en starfsemi og viðfangefni AMÍ verði unnin í nánu samstarfi við íþróttafélög, sérsambönd og héraðsambönd. AMÍ munu saman standa af fagteymi sérfræðinga og ráðgjafa frá ólíkum fagsviðum íþrótta, má þar nefna fagsvið eins og líkamsþjálfun íþróttanæring, íþróttasálfræði, íþróttaþjálfarinn og meðhöndlun svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar frá þessum fagsviðum munu því mynda sterk og þverfagleg teymi á sviði afreksíþrótta og þar skapast grundvöllur að eflingu hæfileikamótunar og faglegrar umgjörðar afreksíþróttafólks á öllum stigum. Viðfangsefni fagaðila og sérfræðinga AMÍ verður að aðstoða og vinna náið með sem flestu íþróttafólki, auk þessa að vera mikilvægur bakhjarl okkar afreksíþróttafólks. Lagt er til að þróun og uppbygging þessara fræðasviða verði unnin í nánu samstarfi við háskólana, aðra fagaðila og sérfræðinga á sviði íþrótta- og heilsufræða. Mikilvægt hlutverk AMÍ verður einnig að styðja við þá framhaldsskóla sem bjóða upp á afreksíþróttasvið sem námsleið. Í því samhengi er mikilvægt að styrkja og samræma afreksvið framhaldsskólanna og einnig að efla samvinnu þeirra við íþróttafélög og viðkomandi sveitarfélag. AMÍ mun einnig hlúa að efnilegu íþróttafólki sem stundar nám í framhaldsskólum sem ekki eru með afreksíþróttasvið. Með tilkomu AMÍ og öflugu samstarfi íþróttahreyfingarinnar við háskóla, vísindasamfélagið og aðra sérfræðinga skapast gullið tækifæri til að auka þekkingu og nýsköpun á öllum sviðum íþrótta á Íslandi. Grundvöllur framþróunar og betri árangurs í íþróttum er nátengdur aukinni þekkingu og vitneskju vísindasamfélagsins. Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslu starfshóps eru byggðar á breiðri, þverfaglegri og faglegri nálgun sem eykur líkurnar á að það náist jákvæður heilsufarsávinningur fyrir íslenskt samfélag, auk þess að leiða til betri árangurs Íslendinga í íþróttum. Undirritaður telur að þessar tillögur muni hafa umtalsvert forvarnargildi, þær muni efla almenna heilsu og velferð fólks á Íslandi til lengri tíma litið og á sama tíma draga úr útgjöldum heilbrigðiskerfisins. Höfundur er prófessor í íþrótta og heilsufræði við HÍ. Erlingur var fulltrúi Íþróttanefndar Ríkisins í starfshópi á vegum mennta- og barnamálaráðherra um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Erlingur vinnu að hluta til hjá mennta- og barnamálaráðuneyti að eflingu afreksíþrótta. Erlingur á Íslandsmetið í 800 metri hlaupi sett á Bislett í Óslo 1987.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun