Katrínu sem forseta Stefán Friðrik Stefánsson skrifar 6. maí 2024 18:31 Embætti forseta Íslands er alltaf í mótun. Mikilvægt embætti þegar á reynir. Það sást vel á örlagatímum í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Ólafs Ragnars Grímssonar. Þjóðhöfðinginn þarf að skynja hjartslátt þjóðar, hafa sannfæringu, kraft og þor jafnt á ljúfum stundum og þegar móti blæs. Það er ómetanlegt fyrir lýðræðið að geta valið úr fjölda frambjóðenda með ólíkan bakgrunn og lífsreynslu í forsetakosningum. Katrín Jakobsdóttir er hiklaust þar fremst meðal jafningja að mínu mati. Katrín hefur í senn þá reynslu og reisn sem hæfir embættinu. Hef alltaf borið virðingu fyrir Katrínu eftir að leiðir okkar lágu saman í ungliðapólitíkinni fyrir ólíka flokka í byrjun aldarinnar. Hún var einfaldlega þannig gerðar að bera af í hópi stjórnmálamanna í ungliðastarfinu með látlausri reisn. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir hef ég alltaf borið mikið traust til hennar og borið virðingu fyrir hennar verkum í stjórnmálastarfi. Það á nefnilega að vera hægt að bera virðingu fyrir andstæðingum sínum og hlusta á ólík sjónarmið. Það er eiginleiki sem allir þurfa að tileinka sér til að ná árangri. Katrín varð forsætisráðherra í þriggja flokka stjórn sem fáir spáðu langlífi en reyndist heilladrjúg og öflug þegar á reyndi. Forysta hennar og samstarfshæfileikar höfðu mikið um það að segja. Hún leiddi þá stjórn af myndugleik við krefjandi aðstæður í íslensku samfélaginu í gegnum heimsfaraldur og önnur úrlausnarefni. Fáum hefði auðnast að halda betur við stýrið á þjóðarskútunni í þeim ólgusjó. Hún er einfaldlega kona sátta á milli ólíkra sjónarmiða sem leiddi saman ólíkar fylkingar og náði farsælum árangri í samstarfi við ólíka flokka, innan og utan stjórnar. Katrín er líka hugrökk og hvetjandi. Það sást vel þegar á reyndi í samfélagsumræðunni á krefjandi tímum. Slíkur eiginleiki er mikils virði í forsetaembættinu. Hún hefur ríka réttlætiskennd og alltaf talað af virðingu og reisn til þeirra sem hafa verið henni ósammála - með því hafið sig yfir átök af ýmsu tagi svo eftir hefur verið tekið. Ég treysti engum betur en Katrínu til að sinna forsetavaktinni með sóma. Hún hefur staðið í storminum með miklum sóma gegnum árin. Kona reynslu, yfirvegunar og þekkingar á aðstæðum í samfélaginu sem mun standa sig með sóma í forsetahlutverkinu. Kona sem við getum treyst til að vera fulltrúi okkar á alþjóðavettvangi hér eftir sem hingað til. Höfundur er varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Sjá meira
Embætti forseta Íslands er alltaf í mótun. Mikilvægt embætti þegar á reynir. Það sást vel á örlagatímum í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Ólafs Ragnars Grímssonar. Þjóðhöfðinginn þarf að skynja hjartslátt þjóðar, hafa sannfæringu, kraft og þor jafnt á ljúfum stundum og þegar móti blæs. Það er ómetanlegt fyrir lýðræðið að geta valið úr fjölda frambjóðenda með ólíkan bakgrunn og lífsreynslu í forsetakosningum. Katrín Jakobsdóttir er hiklaust þar fremst meðal jafningja að mínu mati. Katrín hefur í senn þá reynslu og reisn sem hæfir embættinu. Hef alltaf borið virðingu fyrir Katrínu eftir að leiðir okkar lágu saman í ungliðapólitíkinni fyrir ólíka flokka í byrjun aldarinnar. Hún var einfaldlega þannig gerðar að bera af í hópi stjórnmálamanna í ungliðastarfinu með látlausri reisn. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir hef ég alltaf borið mikið traust til hennar og borið virðingu fyrir hennar verkum í stjórnmálastarfi. Það á nefnilega að vera hægt að bera virðingu fyrir andstæðingum sínum og hlusta á ólík sjónarmið. Það er eiginleiki sem allir þurfa að tileinka sér til að ná árangri. Katrín varð forsætisráðherra í þriggja flokka stjórn sem fáir spáðu langlífi en reyndist heilladrjúg og öflug þegar á reyndi. Forysta hennar og samstarfshæfileikar höfðu mikið um það að segja. Hún leiddi þá stjórn af myndugleik við krefjandi aðstæður í íslensku samfélaginu í gegnum heimsfaraldur og önnur úrlausnarefni. Fáum hefði auðnast að halda betur við stýrið á þjóðarskútunni í þeim ólgusjó. Hún er einfaldlega kona sátta á milli ólíkra sjónarmiða sem leiddi saman ólíkar fylkingar og náði farsælum árangri í samstarfi við ólíka flokka, innan og utan stjórnar. Katrín er líka hugrökk og hvetjandi. Það sást vel þegar á reyndi í samfélagsumræðunni á krefjandi tímum. Slíkur eiginleiki er mikils virði í forsetaembættinu. Hún hefur ríka réttlætiskennd og alltaf talað af virðingu og reisn til þeirra sem hafa verið henni ósammála - með því hafið sig yfir átök af ýmsu tagi svo eftir hefur verið tekið. Ég treysti engum betur en Katrínu til að sinna forsetavaktinni með sóma. Hún hefur staðið í storminum með miklum sóma gegnum árin. Kona reynslu, yfirvegunar og þekkingar á aðstæðum í samfélaginu sem mun standa sig með sóma í forsetahlutverkinu. Kona sem við getum treyst til að vera fulltrúi okkar á alþjóðavettvangi hér eftir sem hingað til. Höfundur er varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun