Þekking á naloxone nefúða getur bjargað lífi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar 6. maí 2024 14:30 Undanfarin ár hefur verið vaxandi ópíóíðavandi hér á landi og jafnvel talað um faraldur í því sambandi. Afleiðing tengd misnotkun ópíóíða er m.a. aukning ótímabærra dauðsfalla, oft vegna ofskömmtunar þeirra. En það er til lyf sem getur auðveldlega bjargað lífi þeirra sem hafa ofskammtað og það er einfalt í notkun. Allir geta bjargað lífi með naloxone Flest tilfelli ofskömmtunar eru fyrir slysni. Einstaklingar af öllum kynjum, á öllum aldri, öllum þjóðernum og af öllum stigum samfélagsins geta ofskammtað. Þeir einstaklingar sem eru í hvað mestri áhættu á ofskömmtun eru einstaklingar sem nota ópíóíðalyf sem langtíma verkjameðferð og einstaklingar sem nota ópíóíðalyf og/eða aðra ópíóíða sem vímugjafa. Flest tilfelli ofskömmtunar verða í heimahúsi og í flestum tilvikum verður einhver vitni að því. Vinir, makar eða fjölskyldumeðlimir eru líklegustu einstaklingarnir til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða. Naloxone er mótefnið við ofskömmtun á ópíóíðum. Algengasta gjafaleiðin er með nefúða og getur virknin komið strax fram og varað frá nokkrum mínútum upp í allt að 90 mínútur. Naloxone er öruggt lyf og það virkar eingöngu sem mótefni ef einstaklingur er með ópíóíða í líkamanum. Þau sem eru líkleg til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða eru í einstakri stöðu til að geta brugðist við, gefið naloxone og bjargað lífi. Ókeypis vefnámskeið um naloxone og notkun þess Rauði krossinn hefur í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið búið til vefnámskeiðið Skyndihjálp og naloxone sem er endurgjaldslaust og opið öllum. Þar getur fólk kynnt sér lykilhugtökin í skaðaminnkun og skyndihjálp og hægt er að öðlast færnina, viljann og sjálfsöryggið til að bregðast við ef grunur er um ofskömmtun ópíóíða. Í lok vefnámskeiðsins munt þú vita hvenær og hvernig á að nota naloxone nefúða til að bjarga lífi. Hægt er að nálgast vefnámskeiðið á heimasíðu Rauða krossins. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið vaxandi ópíóíðavandi hér á landi og jafnvel talað um faraldur í því sambandi. Afleiðing tengd misnotkun ópíóíða er m.a. aukning ótímabærra dauðsfalla, oft vegna ofskömmtunar þeirra. En það er til lyf sem getur auðveldlega bjargað lífi þeirra sem hafa ofskammtað og það er einfalt í notkun. Allir geta bjargað lífi með naloxone Flest tilfelli ofskömmtunar eru fyrir slysni. Einstaklingar af öllum kynjum, á öllum aldri, öllum þjóðernum og af öllum stigum samfélagsins geta ofskammtað. Þeir einstaklingar sem eru í hvað mestri áhættu á ofskömmtun eru einstaklingar sem nota ópíóíðalyf sem langtíma verkjameðferð og einstaklingar sem nota ópíóíðalyf og/eða aðra ópíóíða sem vímugjafa. Flest tilfelli ofskömmtunar verða í heimahúsi og í flestum tilvikum verður einhver vitni að því. Vinir, makar eða fjölskyldumeðlimir eru líklegustu einstaklingarnir til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða. Naloxone er mótefnið við ofskömmtun á ópíóíðum. Algengasta gjafaleiðin er með nefúða og getur virknin komið strax fram og varað frá nokkrum mínútum upp í allt að 90 mínútur. Naloxone er öruggt lyf og það virkar eingöngu sem mótefni ef einstaklingur er með ópíóíða í líkamanum. Þau sem eru líkleg til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða eru í einstakri stöðu til að geta brugðist við, gefið naloxone og bjargað lífi. Ókeypis vefnámskeið um naloxone og notkun þess Rauði krossinn hefur í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið búið til vefnámskeiðið Skyndihjálp og naloxone sem er endurgjaldslaust og opið öllum. Þar getur fólk kynnt sér lykilhugtökin í skaðaminnkun og skyndihjálp og hægt er að öðlast færnina, viljann og sjálfsöryggið til að bregðast við ef grunur er um ofskömmtun ópíóíða. Í lok vefnámskeiðsins munt þú vita hvenær og hvernig á að nota naloxone nefúða til að bjarga lífi. Hægt er að nálgast vefnámskeiðið á heimasíðu Rauða krossins. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar