„Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn“ Siggeir Ævarsson skrifar 4. maí 2024 23:16 Pétur fer yfir málin með sínum mönnum Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var mjög stóískur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir sigur hans manna í ansi dramatískum leik en Keflavík lagði Grindavík 83-84 með flautukörfu í kvöld. „Við vorum yfir meirihlutann af leiknum og ég hef oft sagt það áður. Þetta er 40 mínútna leikur og það skiptir eiginlega ekkert máli hver eru með forystuna á einhverjum tímapunkti, bara hverjir enda með hana.“ Pétur gat ekki tekið undir þá greiningu að Grindavík hefði náð að loka á Keflavík á hálfum velli. „Eiginlega þvert á móti. Við bara settum ekki skot ofan í þegar þeir settu hérna í fjórða. Þeir settu niður nokkra þrista og náðu að byggja upp smá forskot en við komum til baka og sýndum gríðarlegan karakter og náðum að landa þessu.“ Undir lok leiksins, sem var mjög harður heilt yfir, var aðeins búið að dæma tvær villur á hvort lið og það tók Keflvíkinga langan tíma að koma Grindvíkingum á línuna. Þar klikkaði Basile úr öðru vítinu sem gerði það að verkum að aðeins munaði tveimur stigum á liðunum fyrir lokasóknina. „Ef við hefðum tapað þá hefði það verið það já en mér sýnist þetta hafa verið hárrétt ákvörðun sem við tókum. Að brjóta á hárréttum tíma. Það er ómögulegt að segja hvað hefði verið ef maður hefði gert eitthvað öðruvísi.“ Pétur viðurkenndi að það hefði verið bölvað bras að koma síðustu sókninni í framkvæmd en planið hefði um það bil gengið upp. „Nei, ég tók nú leikhlé og við náðum örugglega einhverjum fjórum eða fimm innköstum því þeir brutu alltaf en í grunninn var þetta að við ætluðum að ráðast á teiginn og „kick-a“ honum út í þriggja.“ Pétur var lítið að stressa sig á stöðunni framan af leik og gat ekki bent á einhvern punkt þar sem leikurinn snérist, enda skipust liðin á forystu fram til loka. „Ég hef svo sem engar voðalegar áhyggjur þó maður sé undir þegar það eru einhverjar 32 eða 34 mínútur búnar af leiknum. Ég hef meiri áhyggjur ef við erum undir þegar það eru 40 mínútur búnar. Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn og það gekk í dag.“ Hann vildi heldur ekki meina að þessi sigur væri nein sérstök yfirlýsing frá Keflvíkingum. „Ég held að það sé engin yfirlýsing eitt né neitt. Þetta eru bara tvö hörkulið og þetta er okkar heimavöllur og við reynum að verja hann. Næsta skref er að fara inn í Smára og spila við öflugt Grindavíkurlið og gríðarlega öfluga áhorfendur þannig að það verður bara verðugt verkefni.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
„Við vorum yfir meirihlutann af leiknum og ég hef oft sagt það áður. Þetta er 40 mínútna leikur og það skiptir eiginlega ekkert máli hver eru með forystuna á einhverjum tímapunkti, bara hverjir enda með hana.“ Pétur gat ekki tekið undir þá greiningu að Grindavík hefði náð að loka á Keflavík á hálfum velli. „Eiginlega þvert á móti. Við bara settum ekki skot ofan í þegar þeir settu hérna í fjórða. Þeir settu niður nokkra þrista og náðu að byggja upp smá forskot en við komum til baka og sýndum gríðarlegan karakter og náðum að landa þessu.“ Undir lok leiksins, sem var mjög harður heilt yfir, var aðeins búið að dæma tvær villur á hvort lið og það tók Keflvíkinga langan tíma að koma Grindvíkingum á línuna. Þar klikkaði Basile úr öðru vítinu sem gerði það að verkum að aðeins munaði tveimur stigum á liðunum fyrir lokasóknina. „Ef við hefðum tapað þá hefði það verið það já en mér sýnist þetta hafa verið hárrétt ákvörðun sem við tókum. Að brjóta á hárréttum tíma. Það er ómögulegt að segja hvað hefði verið ef maður hefði gert eitthvað öðruvísi.“ Pétur viðurkenndi að það hefði verið bölvað bras að koma síðustu sókninni í framkvæmd en planið hefði um það bil gengið upp. „Nei, ég tók nú leikhlé og við náðum örugglega einhverjum fjórum eða fimm innköstum því þeir brutu alltaf en í grunninn var þetta að við ætluðum að ráðast á teiginn og „kick-a“ honum út í þriggja.“ Pétur var lítið að stressa sig á stöðunni framan af leik og gat ekki bent á einhvern punkt þar sem leikurinn snérist, enda skipust liðin á forystu fram til loka. „Ég hef svo sem engar voðalegar áhyggjur þó maður sé undir þegar það eru einhverjar 32 eða 34 mínútur búnar af leiknum. Ég hef meiri áhyggjur ef við erum undir þegar það eru 40 mínútur búnar. Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn og það gekk í dag.“ Hann vildi heldur ekki meina að þessi sigur væri nein sérstök yfirlýsing frá Keflvíkingum. „Ég held að það sé engin yfirlýsing eitt né neitt. Þetta eru bara tvö hörkulið og þetta er okkar heimavöllur og við reynum að verja hann. Næsta skref er að fara inn í Smára og spila við öflugt Grindavíkurlið og gríðarlega öfluga áhorfendur þannig að það verður bara verðugt verkefni.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira