Hvetur fólk til þess að leika sér Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2024 11:30 Birna Dröfn leikur sér á hverjum degi og hefur aldrei verið betri. Birna Dröfn Birgisdóttir, sérfræðingur í skapandi hugsun, hvetur fólk til þess að leika sér meira í maí. Tilefnið er alþjóðlegt átak, Let's play in May, en Birna segir það hafa gríðarlega kosti í för með sér að leika sér og segir ýmsa leiki í boði sem henti ólíku fólki. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birna segist hvetja fólk til þess að gera allskonar leik að venju í sínu daglega lífi. Sjálf segist hún leika sér eins mikið og hún getur. „Þegar ég var þrítug, að þá í staðinn fyrir að halda partý þá bauð ég vinkonum í heimsókn í svona gamaldags afmælisleiki,“ segir Birna hlæjandi og nefnir pakkaleik sem dæmi. Hún segir hægt að skilgreina leik þannig að viðkomandi njóti sín á þeirri stundu. „Þetta getur til dæmis verið að þú ert að teikna einhverja mynd, eða eins og ég, ég byrja flesta daga á danspartýi og þá er ég að leika mér. Og svo þegar ég er að keyra í bílnum, þá syng ég hástöfum, bara út af því að það er gaman og það er leikur.“ Byrjarðu dagana á danspartýi? Ertu bara ein í þessu partýi? „Já, það er æðislegt. Ég set bara heyrnartólin í, vakna á undan öllum öðrum og svo þegar ég er að undirbúa daginn þá er ég að dansa. Það er mjög gaman.“ Birna segir að þegar viðkomandi bregði á leik búi líkaminn til allskonar gleðihormón. Þau hormón hjálpi okkur að líða vel og ná árangri og segir Birna það geta hjálpað gríðarlega til við að ná árangri til dæmis í vinnu og í íþróttum. Hún segir fólk eiga miserfitt með þetta en mikilvægt sé að muna að leikur sé mismunandi. „Við viljum leika okkur mismunandi og það er svo frábært að átta sig á því að það eru til svo margar tegundir af leik. Sumir vilja kannski bara púsla í hádeginu á meðan aðrir vilja fara í borðtennis eða hvað sem er, þannig það sé mismunandi í boði sem hentar mismunandi fólki, því við séum öll einstök.“ Skapandi virkni sé æðsta hugsun heilans. Til þess að komast þangað þurfi heilinn að upplifa að hann sé öruggur. „Þegar viðleikum okkur þá sendum við skilaboð til heilans um að hann sé öruggur, út af því að við höfum rými til að leika og gera mistök og erum miklu frjálsari,“ segir Birna. Hún segir enginn aldur vera of gamall til þess að leika sér. „Þegar við hættum með leik þá verðum við gömul.“ Bítið Ástin og lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birna segist hvetja fólk til þess að gera allskonar leik að venju í sínu daglega lífi. Sjálf segist hún leika sér eins mikið og hún getur. „Þegar ég var þrítug, að þá í staðinn fyrir að halda partý þá bauð ég vinkonum í heimsókn í svona gamaldags afmælisleiki,“ segir Birna hlæjandi og nefnir pakkaleik sem dæmi. Hún segir hægt að skilgreina leik þannig að viðkomandi njóti sín á þeirri stundu. „Þetta getur til dæmis verið að þú ert að teikna einhverja mynd, eða eins og ég, ég byrja flesta daga á danspartýi og þá er ég að leika mér. Og svo þegar ég er að keyra í bílnum, þá syng ég hástöfum, bara út af því að það er gaman og það er leikur.“ Byrjarðu dagana á danspartýi? Ertu bara ein í þessu partýi? „Já, það er æðislegt. Ég set bara heyrnartólin í, vakna á undan öllum öðrum og svo þegar ég er að undirbúa daginn þá er ég að dansa. Það er mjög gaman.“ Birna segir að þegar viðkomandi bregði á leik búi líkaminn til allskonar gleðihormón. Þau hormón hjálpi okkur að líða vel og ná árangri og segir Birna það geta hjálpað gríðarlega til við að ná árangri til dæmis í vinnu og í íþróttum. Hún segir fólk eiga miserfitt með þetta en mikilvægt sé að muna að leikur sé mismunandi. „Við viljum leika okkur mismunandi og það er svo frábært að átta sig á því að það eru til svo margar tegundir af leik. Sumir vilja kannski bara púsla í hádeginu á meðan aðrir vilja fara í borðtennis eða hvað sem er, þannig það sé mismunandi í boði sem hentar mismunandi fólki, því við séum öll einstök.“ Skapandi virkni sé æðsta hugsun heilans. Til þess að komast þangað þurfi heilinn að upplifa að hann sé öruggur. „Þegar viðleikum okkur þá sendum við skilaboð til heilans um að hann sé öruggur, út af því að við höfum rými til að leika og gera mistök og erum miklu frjálsari,“ segir Birna. Hún segir enginn aldur vera of gamall til þess að leika sér. „Þegar við hættum með leik þá verðum við gömul.“
Bítið Ástin og lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira