„Geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 1. maí 2024 17:45 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Vilhelm Stjarnan jafnaði einvígið gegn Keflavík eftir þriggja stiga sigur á heimavelli 85-82. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með að hafa tekist að vinna stórlið Keflavíkur. „Við unnum þennan leik og gerðum mjög vel. Við vorum skynsamar sóknarlega og náðum í sterk fráköst og mér fannst varnarleikurinn betri en í síðasta leik. Það var ekki jafn oft sem við gerðum mistök. Þó við gerðum slatta af þeim. Mér fannst við spila mjög vel í dag og þetta var með því betra sem við höfum gert,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir sigurinn. Líkt og í síðasta leik var Stjarnan yfir í hálfleik en að þessu sinni vann liðið leikinn ólíkt síðasta leik þar sem Keflavík rúllaði yfir Stjörnuna í síðari hálfleik. „Það voru augnablik þar sem við vorum að byrja að missa þær fram úr okkur og þá fannst mér vera annar neisti í augunum á þeim. Þær hafa sennilega lært eitthvað en kannski bara spiluðum við betur og þær spiluðu ekki jafn vel og þær gerðu í síðasta leik.“ Þegar tæplega tvær mínútur voru eftir var Keflavík sex stigum yfir og Arnar var mjög ánægður með hvernig hans lið spilaði seinustu mínúturnar. „Það var ekkert annað í boði en að reyna. Við höfum reynt ansi oft á móti þessu liði og við erum búnar að tapa sex eða sjö leikjum á móti þeim með yfir 20 stigum frá því ég tók við. Loksins náðum við þessu og við höfum verið tvisvar yfir í hálfleik. Loksins hafðist það að taka einn og það er mikil gleði yfir því.“ En hvað segir Arnar við liðið sitt svo þær séu ekki ánægðar með að vinna bara einn leik í einvíginu þar sem vinna þarf þrjá til að komast í úrslitin. „Við erum bara að reyna að bæta okkur. Við vitum alveg við hverjar við erum að keppa. Stelpurnar eru ungar en þær eru ekki það vitlausar að vita ekki að Keflavík er langbesta liðið á landinu.“ „Ég dáist af því fyrir hvað Keflavík stendur. Þær eiga ekki bara fimm landsliðskonur hérna heldur eiga þær líka stelpur í háskóla og landsliðskonu í Njarðvík. Þetta sem Keflavík er að gera kvenna megin á að vera fyrirmynd fyrir öll félög á Íslandi. Mér finnst geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
„Við unnum þennan leik og gerðum mjög vel. Við vorum skynsamar sóknarlega og náðum í sterk fráköst og mér fannst varnarleikurinn betri en í síðasta leik. Það var ekki jafn oft sem við gerðum mistök. Þó við gerðum slatta af þeim. Mér fannst við spila mjög vel í dag og þetta var með því betra sem við höfum gert,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir sigurinn. Líkt og í síðasta leik var Stjarnan yfir í hálfleik en að þessu sinni vann liðið leikinn ólíkt síðasta leik þar sem Keflavík rúllaði yfir Stjörnuna í síðari hálfleik. „Það voru augnablik þar sem við vorum að byrja að missa þær fram úr okkur og þá fannst mér vera annar neisti í augunum á þeim. Þær hafa sennilega lært eitthvað en kannski bara spiluðum við betur og þær spiluðu ekki jafn vel og þær gerðu í síðasta leik.“ Þegar tæplega tvær mínútur voru eftir var Keflavík sex stigum yfir og Arnar var mjög ánægður með hvernig hans lið spilaði seinustu mínúturnar. „Það var ekkert annað í boði en að reyna. Við höfum reynt ansi oft á móti þessu liði og við erum búnar að tapa sex eða sjö leikjum á móti þeim með yfir 20 stigum frá því ég tók við. Loksins náðum við þessu og við höfum verið tvisvar yfir í hálfleik. Loksins hafðist það að taka einn og það er mikil gleði yfir því.“ En hvað segir Arnar við liðið sitt svo þær séu ekki ánægðar með að vinna bara einn leik í einvíginu þar sem vinna þarf þrjá til að komast í úrslitin. „Við erum bara að reyna að bæta okkur. Við vitum alveg við hverjar við erum að keppa. Stelpurnar eru ungar en þær eru ekki það vitlausar að vita ekki að Keflavík er langbesta liðið á landinu.“ „Ég dáist af því fyrir hvað Keflavík stendur. Þær eiga ekki bara fimm landsliðskonur hérna heldur eiga þær líka stelpur í háskóla og landsliðskonu í Njarðvík. Þetta sem Keflavík er að gera kvenna megin á að vera fyrirmynd fyrir öll félög á Íslandi. Mér finnst geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira