„Geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 1. maí 2024 17:45 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Vilhelm Stjarnan jafnaði einvígið gegn Keflavík eftir þriggja stiga sigur á heimavelli 85-82. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með að hafa tekist að vinna stórlið Keflavíkur. „Við unnum þennan leik og gerðum mjög vel. Við vorum skynsamar sóknarlega og náðum í sterk fráköst og mér fannst varnarleikurinn betri en í síðasta leik. Það var ekki jafn oft sem við gerðum mistök. Þó við gerðum slatta af þeim. Mér fannst við spila mjög vel í dag og þetta var með því betra sem við höfum gert,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir sigurinn. Líkt og í síðasta leik var Stjarnan yfir í hálfleik en að þessu sinni vann liðið leikinn ólíkt síðasta leik þar sem Keflavík rúllaði yfir Stjörnuna í síðari hálfleik. „Það voru augnablik þar sem við vorum að byrja að missa þær fram úr okkur og þá fannst mér vera annar neisti í augunum á þeim. Þær hafa sennilega lært eitthvað en kannski bara spiluðum við betur og þær spiluðu ekki jafn vel og þær gerðu í síðasta leik.“ Þegar tæplega tvær mínútur voru eftir var Keflavík sex stigum yfir og Arnar var mjög ánægður með hvernig hans lið spilaði seinustu mínúturnar. „Það var ekkert annað í boði en að reyna. Við höfum reynt ansi oft á móti þessu liði og við erum búnar að tapa sex eða sjö leikjum á móti þeim með yfir 20 stigum frá því ég tók við. Loksins náðum við þessu og við höfum verið tvisvar yfir í hálfleik. Loksins hafðist það að taka einn og það er mikil gleði yfir því.“ En hvað segir Arnar við liðið sitt svo þær séu ekki ánægðar með að vinna bara einn leik í einvíginu þar sem vinna þarf þrjá til að komast í úrslitin. „Við erum bara að reyna að bæta okkur. Við vitum alveg við hverjar við erum að keppa. Stelpurnar eru ungar en þær eru ekki það vitlausar að vita ekki að Keflavík er langbesta liðið á landinu.“ „Ég dáist af því fyrir hvað Keflavík stendur. Þær eiga ekki bara fimm landsliðskonur hérna heldur eiga þær líka stelpur í háskóla og landsliðskonu í Njarðvík. Þetta sem Keflavík er að gera kvenna megin á að vera fyrirmynd fyrir öll félög á Íslandi. Mér finnst geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
„Við unnum þennan leik og gerðum mjög vel. Við vorum skynsamar sóknarlega og náðum í sterk fráköst og mér fannst varnarleikurinn betri en í síðasta leik. Það var ekki jafn oft sem við gerðum mistök. Þó við gerðum slatta af þeim. Mér fannst við spila mjög vel í dag og þetta var með því betra sem við höfum gert,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir sigurinn. Líkt og í síðasta leik var Stjarnan yfir í hálfleik en að þessu sinni vann liðið leikinn ólíkt síðasta leik þar sem Keflavík rúllaði yfir Stjörnuna í síðari hálfleik. „Það voru augnablik þar sem við vorum að byrja að missa þær fram úr okkur og þá fannst mér vera annar neisti í augunum á þeim. Þær hafa sennilega lært eitthvað en kannski bara spiluðum við betur og þær spiluðu ekki jafn vel og þær gerðu í síðasta leik.“ Þegar tæplega tvær mínútur voru eftir var Keflavík sex stigum yfir og Arnar var mjög ánægður með hvernig hans lið spilaði seinustu mínúturnar. „Það var ekkert annað í boði en að reyna. Við höfum reynt ansi oft á móti þessu liði og við erum búnar að tapa sex eða sjö leikjum á móti þeim með yfir 20 stigum frá því ég tók við. Loksins náðum við þessu og við höfum verið tvisvar yfir í hálfleik. Loksins hafðist það að taka einn og það er mikil gleði yfir því.“ En hvað segir Arnar við liðið sitt svo þær séu ekki ánægðar með að vinna bara einn leik í einvíginu þar sem vinna þarf þrjá til að komast í úrslitin. „Við erum bara að reyna að bæta okkur. Við vitum alveg við hverjar við erum að keppa. Stelpurnar eru ungar en þær eru ekki það vitlausar að vita ekki að Keflavík er langbesta liðið á landinu.“ „Ég dáist af því fyrir hvað Keflavík stendur. Þær eiga ekki bara fimm landsliðskonur hérna heldur eiga þær líka stelpur í háskóla og landsliðskonu í Njarðvík. Þetta sem Keflavík er að gera kvenna megin á að vera fyrirmynd fyrir öll félög á Íslandi. Mér finnst geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira