Mýtan um launin Elsa Nore skrifar 1. maí 2024 09:31 Ég rak upp stór augu um daginn, þegar ég las yfirskriftina „Segir lág laun leikskólakennara mýtu” á frétt á Vísi. Sem leikskólakennari varð ég auðvitað að skoða þetta nánar. Í greininni er vitnað í borgarfulltrúa sem í ræðu sinni hélt því fram að byrjunarlaun leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg séu 725.179. Þetta var niðurstaða í úttekt sem hún lét gera í febrúar til að bera saman laun leikskólakennara við lögfræðinga og viðskiptafræðinga hjá borginni. Í greininni er svo fullyrt að „borgin yfirbýður hressilega” sem er ekki rétt. Ég sendi tölvupóst á fréttamanninn sem skrifaði greinina en hef ekki fengið nein viðbrögð og greinin ekki leiðrétt. Ég vissi að þetta með launin var ósatt, en ákvað að skoða launaseðilinn minn til öryggis. Launin mín fyrir skatt eru rétt rúmlega 702.000. Og það er fyrir fullt starf sem kennari með næstum því 20 ára starfsreynslu í leikskólum (þar af 15 ár sem kennari). Í kjölfarið sendi ég skilaboð á fulltrúann á facebook og spurði hvort að borgin skuldi mér ekki laun, þar sem ég greinilega hef fengið allt of lítið útborgað til margra ára. Svarið sem ég fékk var að í þessum útreikningum væru heilsuræktarstyrkur (28.000 á ári), sundkort (44.840 á ári), menningarkort (8.130 á ári), Samgöngusamningur (7.500 á mánuði) Ásamt kostnaði við starfsmannamötuneyti (sem ég skil ekki alveg hvað er átt við) Þegar ég benti á að þetta er ansi óheiðarleg framsetning, þar sem fríðindi og styrkir séu varla flokkuð sem laun (enda get ég ekki borgað reikninga með sund- og menningarkorti) var svarið að þetta voru heildarlaun „með öllu því sem innifalið er” og að „þegar við ræðum um laun er yfirleitt teknir saman allir þeir þættir sem eru í heildarlaunum”. Þetta er auðvitað ekki heldur satt. Ég ákvað samt að gera minn eigin útreikning, með því sem kom fram hér að ofan. Menningar- og sundkort og heilsuræktarstyrkur deilt niður á 12 mánuði (6.747,5 kr) og svo byrjunarlaun leikskólakennara með leyfisbréf (60.838 kr) ásamt mánaðarlegum samgöngustyrk (7.500 kr). Það verður 623.085,5 kr. Þá vantar rúmlega 100.000 á mánuði upp í það sem fulltrúinn sagði. Er hún þá að halda því fram að maturinn sem við borðum sé 100.000 króna virði á mánuði? Ég spurði hana, en fékk ekkert svar. Ég innti eftir svari nokkrum dögum seinna og fékk þá einhverjar útskýringar um að „hér er verið að bera saman heildarkjör en ekki eingöngu laun” sem er ekki í samræmi við það sem sagt var í pontu, þar sem hún sjálf talaði um byrjunarlaun þessara stétta. Svo enn vantar 100.000 krónur mánaðarlega milli raunverulegra launa kennara og orða hennar í pontu. Upphæð sem hún virðist ekki vilja eða geta gert grein fyrir. Ég sé ekki betur en að tvennt sé í stöðunni: Fulltrúinn viðurkenni opinberlega að hafa farið með rangt mál og biðjist afsökunar. (Sem er í fínu lagi. Stundum gerir man mistök og þá er bara að leiðrétta og vanda sig betur næst.) Fulltrúinn beitir sér fyrir því að leiðrétta laun kennara afturvirkt. Ef hvorug leiðin er farin er ekki annað hægt en að líta svo á að fulltrúinn sé viljandi, og gegn betri vitund, að fara með rangt mál af einhverjum ástæðum. Í kjölfarið væri áhugavert að vita fjölda kennara sem eru í langtímaveikindum vegna álagstengdra sjúkdóma hjá borginni og hver kostnaðurinn af því er. Kannski væri hægt að spara til lengra tíma með því að fækka börnum á deildum og þannig minnka álag á starfsfólki, sem í framhaldi minnkar líkur á kulnun og flótta úr stéttinni. Væri ekki yndislegt að geta nýtt þekkingu og reynslu kennarana í skólunum í staðinn fyrir að borga þeim veikindalaun? Ekki bara borgin mundi græða á því til lengdar. Heldur fyrst og fremst börnin. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ég rak upp stór augu um daginn, þegar ég las yfirskriftina „Segir lág laun leikskólakennara mýtu” á frétt á Vísi. Sem leikskólakennari varð ég auðvitað að skoða þetta nánar. Í greininni er vitnað í borgarfulltrúa sem í ræðu sinni hélt því fram að byrjunarlaun leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg séu 725.179. Þetta var niðurstaða í úttekt sem hún lét gera í febrúar til að bera saman laun leikskólakennara við lögfræðinga og viðskiptafræðinga hjá borginni. Í greininni er svo fullyrt að „borgin yfirbýður hressilega” sem er ekki rétt. Ég sendi tölvupóst á fréttamanninn sem skrifaði greinina en hef ekki fengið nein viðbrögð og greinin ekki leiðrétt. Ég vissi að þetta með launin var ósatt, en ákvað að skoða launaseðilinn minn til öryggis. Launin mín fyrir skatt eru rétt rúmlega 702.000. Og það er fyrir fullt starf sem kennari með næstum því 20 ára starfsreynslu í leikskólum (þar af 15 ár sem kennari). Í kjölfarið sendi ég skilaboð á fulltrúann á facebook og spurði hvort að borgin skuldi mér ekki laun, þar sem ég greinilega hef fengið allt of lítið útborgað til margra ára. Svarið sem ég fékk var að í þessum útreikningum væru heilsuræktarstyrkur (28.000 á ári), sundkort (44.840 á ári), menningarkort (8.130 á ári), Samgöngusamningur (7.500 á mánuði) Ásamt kostnaði við starfsmannamötuneyti (sem ég skil ekki alveg hvað er átt við) Þegar ég benti á að þetta er ansi óheiðarleg framsetning, þar sem fríðindi og styrkir séu varla flokkuð sem laun (enda get ég ekki borgað reikninga með sund- og menningarkorti) var svarið að þetta voru heildarlaun „með öllu því sem innifalið er” og að „þegar við ræðum um laun er yfirleitt teknir saman allir þeir þættir sem eru í heildarlaunum”. Þetta er auðvitað ekki heldur satt. Ég ákvað samt að gera minn eigin útreikning, með því sem kom fram hér að ofan. Menningar- og sundkort og heilsuræktarstyrkur deilt niður á 12 mánuði (6.747,5 kr) og svo byrjunarlaun leikskólakennara með leyfisbréf (60.838 kr) ásamt mánaðarlegum samgöngustyrk (7.500 kr). Það verður 623.085,5 kr. Þá vantar rúmlega 100.000 á mánuði upp í það sem fulltrúinn sagði. Er hún þá að halda því fram að maturinn sem við borðum sé 100.000 króna virði á mánuði? Ég spurði hana, en fékk ekkert svar. Ég innti eftir svari nokkrum dögum seinna og fékk þá einhverjar útskýringar um að „hér er verið að bera saman heildarkjör en ekki eingöngu laun” sem er ekki í samræmi við það sem sagt var í pontu, þar sem hún sjálf talaði um byrjunarlaun þessara stétta. Svo enn vantar 100.000 krónur mánaðarlega milli raunverulegra launa kennara og orða hennar í pontu. Upphæð sem hún virðist ekki vilja eða geta gert grein fyrir. Ég sé ekki betur en að tvennt sé í stöðunni: Fulltrúinn viðurkenni opinberlega að hafa farið með rangt mál og biðjist afsökunar. (Sem er í fínu lagi. Stundum gerir man mistök og þá er bara að leiðrétta og vanda sig betur næst.) Fulltrúinn beitir sér fyrir því að leiðrétta laun kennara afturvirkt. Ef hvorug leiðin er farin er ekki annað hægt en að líta svo á að fulltrúinn sé viljandi, og gegn betri vitund, að fara með rangt mál af einhverjum ástæðum. Í kjölfarið væri áhugavert að vita fjölda kennara sem eru í langtímaveikindum vegna álagstengdra sjúkdóma hjá borginni og hver kostnaðurinn af því er. Kannski væri hægt að spara til lengra tíma með því að fækka börnum á deildum og þannig minnka álag á starfsfólki, sem í framhaldi minnkar líkur á kulnun og flótta úr stéttinni. Væri ekki yndislegt að geta nýtt þekkingu og reynslu kennarana í skólunum í staðinn fyrir að borga þeim veikindalaun? Ekki bara borgin mundi græða á því til lengdar. Heldur fyrst og fremst börnin. Höfundur er leikskólakennari.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun