Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2024 13:24 Lögregluþjónar týna upp sprengjubrot eftir nýlega árás á Karkív. AP/Andrii Marienko Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. Norður-Kórea hefur verið beitt þvingunum og refsiaðgerðum vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana ríkisins frá árinu 2006. Þá hafa þær aðgerðir ítrekað verið hertar á undanförnum árum. Í skýrslu sem sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna unnu fyrir öryggisráðið og blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir, kemur fram að brak úr Hwasong-11 hafi fundist í Karkív. Þeir segja ekkert benda til þess að skotflaugin hafi verið framleidd í Rússlandi og þá bendi gögn frá yfirvöldum í Úkraínu til þess að henni hafi verið skotið frá Rússlandi. Í skýrslunni segir að það bendi til þess að Rússar hafi brotið gegn ályktunum öryggisráðsins, þar sem þeir hafa sjálfir fast sæti og neitunarvald. Rússar beittu neitunarvaldi þeirra í öryggisráðinu í síðasta mánuði til að binda enda á fimmtán ára eftirlit með eldflauga- og kjarnorkuvopnaframleiðslu í Norður-Kóreu. Rússar hafa verið sakaðir um að kaupa umfangsmikið magn vopna og skotfæra frá Norður-Kóreu en yfirvöld í Kreml og í Pyongyang hafa þrætt fyrir það. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, funduðu í Rússlandi í fyrra og hétu því að styrkja samband ríkjanna varðandi hernað. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sakað Rússa um að skjóta minnst níu skotflaugum frá Norður-Kóreu að Úkraínu. Karkív, sem er næst stærsta borg landsins og liggur nærri landamærum Rússlands, hefur á undanförnum mánuðum orðið fyrir linnulausum árásum Rússa. Við þessar árásir og aðrar á aðrar borgir í Úkraínu hafa Rússar notað mikið magn eldflauga, stýriflauga og skotflauga. Í gær féllu fimm og á fjórða tug særðust þegar eldflaug var notuð til að varpa klasasprengjum á borgina Odessa við strendur Svartahafs. Russia using a missile with cluster munitions in the heart of Odesa. Five people were killed, many more maimed. A war crime as clear as it gets. pic.twitter.com/1ESA5WgJpv— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) April 30, 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Dómstóll fyrirskipar handtöku landbúnaðarráðherra Selenskís Dómstóll í Úkraínu hefur fyrirskipað handtöku landbúnaðarráðherrans Mykola Solsky vegna gruns um spillingu. Ráðherrann er sá fyrsti í ríkisstjórn Vólódímír Selenskí til að vera nefndur í tengslum við spillingu. 26. apríl 2024 08:24 Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. 24. apríl 2024 18:43 Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11 Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Norður-Kórea hefur verið beitt þvingunum og refsiaðgerðum vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana ríkisins frá árinu 2006. Þá hafa þær aðgerðir ítrekað verið hertar á undanförnum árum. Í skýrslu sem sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna unnu fyrir öryggisráðið og blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir, kemur fram að brak úr Hwasong-11 hafi fundist í Karkív. Þeir segja ekkert benda til þess að skotflaugin hafi verið framleidd í Rússlandi og þá bendi gögn frá yfirvöldum í Úkraínu til þess að henni hafi verið skotið frá Rússlandi. Í skýrslunni segir að það bendi til þess að Rússar hafi brotið gegn ályktunum öryggisráðsins, þar sem þeir hafa sjálfir fast sæti og neitunarvald. Rússar beittu neitunarvaldi þeirra í öryggisráðinu í síðasta mánuði til að binda enda á fimmtán ára eftirlit með eldflauga- og kjarnorkuvopnaframleiðslu í Norður-Kóreu. Rússar hafa verið sakaðir um að kaupa umfangsmikið magn vopna og skotfæra frá Norður-Kóreu en yfirvöld í Kreml og í Pyongyang hafa þrætt fyrir það. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, funduðu í Rússlandi í fyrra og hétu því að styrkja samband ríkjanna varðandi hernað. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sakað Rússa um að skjóta minnst níu skotflaugum frá Norður-Kóreu að Úkraínu. Karkív, sem er næst stærsta borg landsins og liggur nærri landamærum Rússlands, hefur á undanförnum mánuðum orðið fyrir linnulausum árásum Rússa. Við þessar árásir og aðrar á aðrar borgir í Úkraínu hafa Rússar notað mikið magn eldflauga, stýriflauga og skotflauga. Í gær féllu fimm og á fjórða tug særðust þegar eldflaug var notuð til að varpa klasasprengjum á borgina Odessa við strendur Svartahafs. Russia using a missile with cluster munitions in the heart of Odesa. Five people were killed, many more maimed. A war crime as clear as it gets. pic.twitter.com/1ESA5WgJpv— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) April 30, 2024
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Dómstóll fyrirskipar handtöku landbúnaðarráðherra Selenskís Dómstóll í Úkraínu hefur fyrirskipað handtöku landbúnaðarráðherrans Mykola Solsky vegna gruns um spillingu. Ráðherrann er sá fyrsti í ríkisstjórn Vólódímír Selenskí til að vera nefndur í tengslum við spillingu. 26. apríl 2024 08:24 Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. 24. apríl 2024 18:43 Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11 Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Dómstóll fyrirskipar handtöku landbúnaðarráðherra Selenskís Dómstóll í Úkraínu hefur fyrirskipað handtöku landbúnaðarráðherrans Mykola Solsky vegna gruns um spillingu. Ráðherrann er sá fyrsti í ríkisstjórn Vólódímír Selenskí til að vera nefndur í tengslum við spillingu. 26. apríl 2024 08:24
Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. 24. apríl 2024 18:43
Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11
Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44