Takk fyrir vettlingana! Hópur foreldra leikskólabarna í Reykjavík skrifar 27. apríl 2024 12:01 Við, undirritaðir foreldrar, eigum það sameiginlegt að telja leikskóla- og daggæslumálum borgarinnar illa fyrir komið. Við erum foreldrar ungra barna sem höfum reynslu af úrræðaleysi í kjölfar fæðingarorlofs og þeim áhyggjum sem fylgja biðlistavanda leikskólanna. Sum okkar hafa séð þann kost vænstan að flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta við barnafólk er betri. Mörg okkar hafa íhugað slíka flutninga. Sú óvissa sem borgaryfirvöld bjóða barnafólki í kjölfar fæðingarorlofs er bæði íþyngjandi og kvíðavaldandi. Við fögnum svokölluðum vettlingagjörningi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks stóðu fyrir í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í vikunni. Var gjörningurinn táknrænn og sýndi með myndrænum hætti þann fjölda fjölskyldna sem búa við óvissu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekin var afgerandi staða með fjölskyldufólki og fyrir það erum við þakklát. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum er meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla Reykjavíkur 22 mánuðir, sem er töluvert hærri meðalaldur en í nágrannasveitarfélögum. Fjöldi barna er jafnvel kominn vel á þriðja aldursár þegar leikskólagangan hefst loks í Reykjavík. Þá hefur dagforeldrum í Reykjavík farið ört fækkandi og borgin hafnað öllum hugmyndum um heimgreiðslur til þeirra sem enga þjónustu fá. Þessi skortur á þjónustu við barnafólk leiðir til gríðarlegs tekjutaps fyrir fjölskyldufólk í kjölfar fæðingarorlofs. Almennt neyðist annað foreldrið til að vera heimavinnandi meðan á biðinni stendur með tilheyrandi kostnaði fyrir heimilishaldið. Sé tekið mið af meðalaldri barna við inngöngu á leikskóla, bíður hvert heimili í 10 mánuði eftir þjónustu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekjutapið við slíka bið hleypur á fleiri milljónum fyrir flest heimili. Þá þarf vart að nefna hve staðan er krefjandi fyrir einstæða foreldra. Það er löngu tímabært að gera leikskóla- og daggæslumál að forgangsmáli í Reykjavík. Áralöng vanræksla málaflokksins hefur leitt af sér þunga stöðu fyrir ungar fjölskyldur og brottflutning fjölmargra til annarra sveitarfélaga. Við erum þakklát þeim borgarfulltrúum sem sýna stöðu okkar skilning og taka upp hanskann fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Höfundar eru foreldrar leikskólabarna í Reykjavík. Undir bréfið skrifa: Andrea Sigurðardóttir Anna Bergmann Atli Bjarnason Áslaug Björnsdóttir Berglind Bergmann Ellert Finnbogi Eiríksson Erla María Jónsdóttir Tölgyes Erna Niluka Njálsdóttir Eva María Jónsdóttir Guðrún Gígja Georgsdóttir Hólmfríður Erna Kjartansdóttir Jakob Helgi Bjarnason Lísbet Sigurðardóttir Magnús Júlíusson Nanna Kristín Tryggvadóttir Stefán Þórarinsson Sverrir Hjaltested Thelma Björk Wilson Valgerður Sigurðardóttir Þóra Helgadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Segir borgarstjóra óttalegan vettling Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum. 24. apríl 2024 23:58 Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13 „Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur lítið fyrir ummæli Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins 1600 vettlinga á gólf Ráðhússins sem þau sögðu svipað marga og börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 17:56 Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Við, undirritaðir foreldrar, eigum það sameiginlegt að telja leikskóla- og daggæslumálum borgarinnar illa fyrir komið. Við erum foreldrar ungra barna sem höfum reynslu af úrræðaleysi í kjölfar fæðingarorlofs og þeim áhyggjum sem fylgja biðlistavanda leikskólanna. Sum okkar hafa séð þann kost vænstan að flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta við barnafólk er betri. Mörg okkar hafa íhugað slíka flutninga. Sú óvissa sem borgaryfirvöld bjóða barnafólki í kjölfar fæðingarorlofs er bæði íþyngjandi og kvíðavaldandi. Við fögnum svokölluðum vettlingagjörningi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks stóðu fyrir í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í vikunni. Var gjörningurinn táknrænn og sýndi með myndrænum hætti þann fjölda fjölskyldna sem búa við óvissu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekin var afgerandi staða með fjölskyldufólki og fyrir það erum við þakklát. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum er meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla Reykjavíkur 22 mánuðir, sem er töluvert hærri meðalaldur en í nágrannasveitarfélögum. Fjöldi barna er jafnvel kominn vel á þriðja aldursár þegar leikskólagangan hefst loks í Reykjavík. Þá hefur dagforeldrum í Reykjavík farið ört fækkandi og borgin hafnað öllum hugmyndum um heimgreiðslur til þeirra sem enga þjónustu fá. Þessi skortur á þjónustu við barnafólk leiðir til gríðarlegs tekjutaps fyrir fjölskyldufólk í kjölfar fæðingarorlofs. Almennt neyðist annað foreldrið til að vera heimavinnandi meðan á biðinni stendur með tilheyrandi kostnaði fyrir heimilishaldið. Sé tekið mið af meðalaldri barna við inngöngu á leikskóla, bíður hvert heimili í 10 mánuði eftir þjónustu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekjutapið við slíka bið hleypur á fleiri milljónum fyrir flest heimili. Þá þarf vart að nefna hve staðan er krefjandi fyrir einstæða foreldra. Það er löngu tímabært að gera leikskóla- og daggæslumál að forgangsmáli í Reykjavík. Áralöng vanræksla málaflokksins hefur leitt af sér þunga stöðu fyrir ungar fjölskyldur og brottflutning fjölmargra til annarra sveitarfélaga. Við erum þakklát þeim borgarfulltrúum sem sýna stöðu okkar skilning og taka upp hanskann fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Höfundar eru foreldrar leikskólabarna í Reykjavík. Undir bréfið skrifa: Andrea Sigurðardóttir Anna Bergmann Atli Bjarnason Áslaug Björnsdóttir Berglind Bergmann Ellert Finnbogi Eiríksson Erla María Jónsdóttir Tölgyes Erna Niluka Njálsdóttir Eva María Jónsdóttir Guðrún Gígja Georgsdóttir Hólmfríður Erna Kjartansdóttir Jakob Helgi Bjarnason Lísbet Sigurðardóttir Magnús Júlíusson Nanna Kristín Tryggvadóttir Stefán Þórarinsson Sverrir Hjaltested Thelma Björk Wilson Valgerður Sigurðardóttir Þóra Helgadóttir
Segir borgarstjóra óttalegan vettling Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum. 24. apríl 2024 23:58
Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13
„Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur lítið fyrir ummæli Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins 1600 vettlinga á gólf Ráðhússins sem þau sögðu svipað marga og börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 17:56
Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun