Takk fyrir vettlingana! Hópur foreldra leikskólabarna í Reykjavík skrifar 27. apríl 2024 12:01 Við, undirritaðir foreldrar, eigum það sameiginlegt að telja leikskóla- og daggæslumálum borgarinnar illa fyrir komið. Við erum foreldrar ungra barna sem höfum reynslu af úrræðaleysi í kjölfar fæðingarorlofs og þeim áhyggjum sem fylgja biðlistavanda leikskólanna. Sum okkar hafa séð þann kost vænstan að flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta við barnafólk er betri. Mörg okkar hafa íhugað slíka flutninga. Sú óvissa sem borgaryfirvöld bjóða barnafólki í kjölfar fæðingarorlofs er bæði íþyngjandi og kvíðavaldandi. Við fögnum svokölluðum vettlingagjörningi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks stóðu fyrir í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í vikunni. Var gjörningurinn táknrænn og sýndi með myndrænum hætti þann fjölda fjölskyldna sem búa við óvissu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekin var afgerandi staða með fjölskyldufólki og fyrir það erum við þakklát. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum er meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla Reykjavíkur 22 mánuðir, sem er töluvert hærri meðalaldur en í nágrannasveitarfélögum. Fjöldi barna er jafnvel kominn vel á þriðja aldursár þegar leikskólagangan hefst loks í Reykjavík. Þá hefur dagforeldrum í Reykjavík farið ört fækkandi og borgin hafnað öllum hugmyndum um heimgreiðslur til þeirra sem enga þjónustu fá. Þessi skortur á þjónustu við barnafólk leiðir til gríðarlegs tekjutaps fyrir fjölskyldufólk í kjölfar fæðingarorlofs. Almennt neyðist annað foreldrið til að vera heimavinnandi meðan á biðinni stendur með tilheyrandi kostnaði fyrir heimilishaldið. Sé tekið mið af meðalaldri barna við inngöngu á leikskóla, bíður hvert heimili í 10 mánuði eftir þjónustu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekjutapið við slíka bið hleypur á fleiri milljónum fyrir flest heimili. Þá þarf vart að nefna hve staðan er krefjandi fyrir einstæða foreldra. Það er löngu tímabært að gera leikskóla- og daggæslumál að forgangsmáli í Reykjavík. Áralöng vanræksla málaflokksins hefur leitt af sér þunga stöðu fyrir ungar fjölskyldur og brottflutning fjölmargra til annarra sveitarfélaga. Við erum þakklát þeim borgarfulltrúum sem sýna stöðu okkar skilning og taka upp hanskann fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Höfundar eru foreldrar leikskólabarna í Reykjavík. Undir bréfið skrifa: Andrea Sigurðardóttir Anna Bergmann Atli Bjarnason Áslaug Björnsdóttir Berglind Bergmann Ellert Finnbogi Eiríksson Erla María Jónsdóttir Tölgyes Erna Niluka Njálsdóttir Eva María Jónsdóttir Guðrún Gígja Georgsdóttir Hólmfríður Erna Kjartansdóttir Jakob Helgi Bjarnason Lísbet Sigurðardóttir Magnús Júlíusson Nanna Kristín Tryggvadóttir Stefán Þórarinsson Sverrir Hjaltested Thelma Björk Wilson Valgerður Sigurðardóttir Þóra Helgadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Segir borgarstjóra óttalegan vettling Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum. 24. apríl 2024 23:58 Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13 „Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur lítið fyrir ummæli Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins 1600 vettlinga á gólf Ráðhússins sem þau sögðu svipað marga og börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 17:56 Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við, undirritaðir foreldrar, eigum það sameiginlegt að telja leikskóla- og daggæslumálum borgarinnar illa fyrir komið. Við erum foreldrar ungra barna sem höfum reynslu af úrræðaleysi í kjölfar fæðingarorlofs og þeim áhyggjum sem fylgja biðlistavanda leikskólanna. Sum okkar hafa séð þann kost vænstan að flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta við barnafólk er betri. Mörg okkar hafa íhugað slíka flutninga. Sú óvissa sem borgaryfirvöld bjóða barnafólki í kjölfar fæðingarorlofs er bæði íþyngjandi og kvíðavaldandi. Við fögnum svokölluðum vettlingagjörningi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks stóðu fyrir í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í vikunni. Var gjörningurinn táknrænn og sýndi með myndrænum hætti þann fjölda fjölskyldna sem búa við óvissu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekin var afgerandi staða með fjölskyldufólki og fyrir það erum við þakklát. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum er meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla Reykjavíkur 22 mánuðir, sem er töluvert hærri meðalaldur en í nágrannasveitarfélögum. Fjöldi barna er jafnvel kominn vel á þriðja aldursár þegar leikskólagangan hefst loks í Reykjavík. Þá hefur dagforeldrum í Reykjavík farið ört fækkandi og borgin hafnað öllum hugmyndum um heimgreiðslur til þeirra sem enga þjónustu fá. Þessi skortur á þjónustu við barnafólk leiðir til gríðarlegs tekjutaps fyrir fjölskyldufólk í kjölfar fæðingarorlofs. Almennt neyðist annað foreldrið til að vera heimavinnandi meðan á biðinni stendur með tilheyrandi kostnaði fyrir heimilishaldið. Sé tekið mið af meðalaldri barna við inngöngu á leikskóla, bíður hvert heimili í 10 mánuði eftir þjónustu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekjutapið við slíka bið hleypur á fleiri milljónum fyrir flest heimili. Þá þarf vart að nefna hve staðan er krefjandi fyrir einstæða foreldra. Það er löngu tímabært að gera leikskóla- og daggæslumál að forgangsmáli í Reykjavík. Áralöng vanræksla málaflokksins hefur leitt af sér þunga stöðu fyrir ungar fjölskyldur og brottflutning fjölmargra til annarra sveitarfélaga. Við erum þakklát þeim borgarfulltrúum sem sýna stöðu okkar skilning og taka upp hanskann fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Höfundar eru foreldrar leikskólabarna í Reykjavík. Undir bréfið skrifa: Andrea Sigurðardóttir Anna Bergmann Atli Bjarnason Áslaug Björnsdóttir Berglind Bergmann Ellert Finnbogi Eiríksson Erla María Jónsdóttir Tölgyes Erna Niluka Njálsdóttir Eva María Jónsdóttir Guðrún Gígja Georgsdóttir Hólmfríður Erna Kjartansdóttir Jakob Helgi Bjarnason Lísbet Sigurðardóttir Magnús Júlíusson Nanna Kristín Tryggvadóttir Stefán Þórarinsson Sverrir Hjaltested Thelma Björk Wilson Valgerður Sigurðardóttir Þóra Helgadóttir
Segir borgarstjóra óttalegan vettling Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum. 24. apríl 2024 23:58
Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13
„Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur lítið fyrir ummæli Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins 1600 vettlinga á gólf Ráðhússins sem þau sögðu svipað marga og börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 17:56
Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun