Hvar er híbýlaauður? Anna María Bogadóttir skrifar 24. apríl 2024 13:00 „Nú virðist tími til þess kominn, að við gætum vel að því, hvert við stefnum. Með stórauknu menningarsambandi við umheiminn eigum við nú að hafa öðlazt þá menntun, að við eigum að vera þess umkomnir að velja og hafna réttilega, og byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt,” segir í bókinni Húsakostur og híbýlaprýði sem kom út árið 1939. Eða fyrir áttatíu og fimm árum. Bókina rita arkitektar, læknir, bankamaður, rithöfundur, alþingismaður og húsgagnahönnuðir sem segja það „djörf fyrirætlan að skrifa bók um híbýli vorra daga og hvernig þeim verði bezt fyrir komið”. Dirfska höfundanna og leiðbeinandi, skarpur og hlýr tónn bókarinnar eru innblástur að Híbýlaauði, sem, líkt og fyrirmyndin, fæst við híbýli vorra daga út frá sjónarhorni arkitektúrs, hönnunar, verkfræði og efnahags. Hlutverk hverrar kynslóðar er að skipuleggja, byggja og búa í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma. Síðastliðna tæpa öld hafa risið íbúðahverfi sem endurspegla breytingar hvað snertir hugmyndafræði, vilja, verkþekkingu og félags- og fjárhagslegt bolmagn samfélagsins. Frá húsnæði með áherslu á jöfnuð, lýðheilsu, dagsbirtu og útsýni úr öllum íbúðum yfir í einsleitari einingahús í krafti nýrrar byggingatækni, vaxandi trú á frjálsan markað og brotthvarf hins opinbera af húsnæðismarkaði undir lok 20. aldar. Fyrir um áratug steig íslenska ríkið aftur inn á húsnæðismarkaðinn, íbúðir eru enda ekki hilluvara heldur grunninnviður og stærsta og áhrifamesta fjárfesting samfélags og einstaklinga. Gerir dagsbirta á öllum hæðum húsa okkur ríkari? Eru samverurými hagkvæm eða óhagkvæm og leynist eitthvað í búrinu sem er umhverfisvænt í stöðunni? Húsnæðisáskorun samtímans snýst um að móta lífsumgjörð komandi kynslóða. Einstaklinga sem í auknum mæli munu búa saman í fjölbýlishúsum. Því þarf að huga að nærandi samveru, gróðri, leik og ljósi svo hægt sé að þrífast og blómstra í dagsins önn. Íslendingar eru hámenntuð þjóð með fjölda fag- og fræðimanna á ólíkum sviðum. Innleidd hafa verið metnaðarfull gæðastjórnunarkerfi og rafræn stjórnsýsla í mannvirkjagerð á undanförnum áratugum. Hins vegar er vaxandi áhyggjuefni að íbúarnir, líðan þeirra, samvera og athafnir í daglegu lífi, virðast hafa týnst í fyrirferðarmikilli umræðu og aðgerðum um húsnæðismál. Samfélagið er mun ríkara og fjölskrúðugra en árið 1939. Sífellt hærra hlutfall landsmanna er af erlendum uppruna og mannaflsfrek ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem aflar mestu gjaldeyristekna. Gervigreind, loftlagsvá, stríð í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafs og eldsumbrot á Reykjanesi er meðal þess sem skekur íslenskt samfélag. Enn sem fyrr eigum við þó að vera þess umkomin „að byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt”. Íbúinn þarf að komast aftur inn í kjarna umræðunnar um uppbyggingu íbúða, þar sem hann á heima. Þannig getur híbýlaauðurinn, sem býr í virkni og upplifun hvers og eins okkar og saman, fengið metávöxtun. Á Hönnunarmars 24.-28. apríl býður Híbýlaauður til skrafs og ráðagerða í kringum eldhúseyjuna, nútímaútgáfu eldstæðisins, í porti Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur. Hægt verður að glugga í nýjar og gamlar uppskriftir og bera saman heita og kalda rétti fyrir fjölbýli framtíðarinnar. Hvar er samveran? Er þetta stofan? Viljum við búa saman? Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Tíska og hönnun Arkitektúr Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
„Nú virðist tími til þess kominn, að við gætum vel að því, hvert við stefnum. Með stórauknu menningarsambandi við umheiminn eigum við nú að hafa öðlazt þá menntun, að við eigum að vera þess umkomnir að velja og hafna réttilega, og byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt,” segir í bókinni Húsakostur og híbýlaprýði sem kom út árið 1939. Eða fyrir áttatíu og fimm árum. Bókina rita arkitektar, læknir, bankamaður, rithöfundur, alþingismaður og húsgagnahönnuðir sem segja það „djörf fyrirætlan að skrifa bók um híbýli vorra daga og hvernig þeim verði bezt fyrir komið”. Dirfska höfundanna og leiðbeinandi, skarpur og hlýr tónn bókarinnar eru innblástur að Híbýlaauði, sem, líkt og fyrirmyndin, fæst við híbýli vorra daga út frá sjónarhorni arkitektúrs, hönnunar, verkfræði og efnahags. Hlutverk hverrar kynslóðar er að skipuleggja, byggja og búa í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma. Síðastliðna tæpa öld hafa risið íbúðahverfi sem endurspegla breytingar hvað snertir hugmyndafræði, vilja, verkþekkingu og félags- og fjárhagslegt bolmagn samfélagsins. Frá húsnæði með áherslu á jöfnuð, lýðheilsu, dagsbirtu og útsýni úr öllum íbúðum yfir í einsleitari einingahús í krafti nýrrar byggingatækni, vaxandi trú á frjálsan markað og brotthvarf hins opinbera af húsnæðismarkaði undir lok 20. aldar. Fyrir um áratug steig íslenska ríkið aftur inn á húsnæðismarkaðinn, íbúðir eru enda ekki hilluvara heldur grunninnviður og stærsta og áhrifamesta fjárfesting samfélags og einstaklinga. Gerir dagsbirta á öllum hæðum húsa okkur ríkari? Eru samverurými hagkvæm eða óhagkvæm og leynist eitthvað í búrinu sem er umhverfisvænt í stöðunni? Húsnæðisáskorun samtímans snýst um að móta lífsumgjörð komandi kynslóða. Einstaklinga sem í auknum mæli munu búa saman í fjölbýlishúsum. Því þarf að huga að nærandi samveru, gróðri, leik og ljósi svo hægt sé að þrífast og blómstra í dagsins önn. Íslendingar eru hámenntuð þjóð með fjölda fag- og fræðimanna á ólíkum sviðum. Innleidd hafa verið metnaðarfull gæðastjórnunarkerfi og rafræn stjórnsýsla í mannvirkjagerð á undanförnum áratugum. Hins vegar er vaxandi áhyggjuefni að íbúarnir, líðan þeirra, samvera og athafnir í daglegu lífi, virðast hafa týnst í fyrirferðarmikilli umræðu og aðgerðum um húsnæðismál. Samfélagið er mun ríkara og fjölskrúðugra en árið 1939. Sífellt hærra hlutfall landsmanna er af erlendum uppruna og mannaflsfrek ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem aflar mestu gjaldeyristekna. Gervigreind, loftlagsvá, stríð í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafs og eldsumbrot á Reykjanesi er meðal þess sem skekur íslenskt samfélag. Enn sem fyrr eigum við þó að vera þess umkomin „að byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt”. Íbúinn þarf að komast aftur inn í kjarna umræðunnar um uppbyggingu íbúða, þar sem hann á heima. Þannig getur híbýlaauðurinn, sem býr í virkni og upplifun hvers og eins okkar og saman, fengið metávöxtun. Á Hönnunarmars 24.-28. apríl býður Híbýlaauður til skrafs og ráðagerða í kringum eldhúseyjuna, nútímaútgáfu eldstæðisins, í porti Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur. Hægt verður að glugga í nýjar og gamlar uppskriftir og bera saman heita og kalda rétti fyrir fjölbýli framtíðarinnar. Hvar er samveran? Er þetta stofan? Viljum við búa saman? Höfundur er arkitekt.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun