Uppskera að vori Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 24. apríl 2024 10:01 HönnunarMars er einn af skemmtilegustu og kröftugustu vorboðum hvers árs. Hvort sem honum er fagnað í mars, apríl eða maí – íslenska vorið getur líka komið hvenær sem er. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að hrífast og upplifa frábæra íslenska hönnun, fræðast um spennandi stefnur og strauma og eiga frjótt samtal um framtíðina. Sem menningarhátíð hefur HönnunarMars fest sig í sessi bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburða hennar staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Rauður þráður í sýningum og viðburðum þessa árs er meðal annars áhersla á betri nýtingu auðlinda, verðmætasköpun og mátt sköpunarkraftsins. Til Feneyja 2025 Unnið er framgangi fjölbreyttra aðgerða nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda sem kynnt var í fyrra. Ein þeirra tengist þátttöku okkar í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr en Ísland hefur tekið þátt í myndlistartvíæringnum undanfarin ár og átt góðu gengi að fagna. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur nú verið falið að annast undirbúning og skipulag á sýningu fyrir Íslands hönd á arkitektúrtvíæringnum árið 2025 og því er hafið opið kall eftir tillögum að sýningu Íslands. Leitað er að hugmyndum sem fanga erindi og viðfangsefni íslensks arkitektúrs og samspil hans við alþjóðlega strauma og umræðu. Áræðnum hugmyndum sem bera vitni um hugvit og sköpun í hinu byggða umhverfi, sem nýst geta til að mæta áskorunum samtímans. Með þátttöku Íslands í tvíæringnum skapast tækifæri til vekja athygli á stöðu og gæðum íslensks arkitektúrs á alþjóðavettvangi og efla umræðu um hlutverk og mikilvægi hans hér á landi. Þátttaka í tvíæringnum fellur einnig vel að áherslum ríkisstjórnarinnar í málefnum skapandi greina og kynningu á þeim á alþjóðavettvangi og að áherslum stjórnvalda í loftslagsmálum. Ráðgert er að sýningin verði einnig sett upp hér heima. Áhrifamiklir sendiherrar Auðlegð Íslands er mikil og felst meðal annars í andans afli. Listamenn og skapandi fólk eru meðal okkar mikilvægustu sendiherra. Það eru íslenskt hugvit og menningin sem bera hróður okkar einna hraðast út fyrir landsteinana og fylla okkur stolti aftur og aftur. Og á þeim vettvangi eigum við sannarlega ríkulegt erindi, því við eigum listamenn og skapandi atvinnulíf á heimsmælikvarða. Það nærir grasrót menningarlífsins og hinar skapandi greinar að við mátum okkur við heiminn – og þátttaka í heimsviðburðum eins og Feneyjartvíæringum er góður gluggi til þess. Hönnun hreyfir við okkur Hönnun og nýsköpun koma hreyfingu á hlutina. Nýsköpun á sér í síauknum mæli stað í samstarfi og samspili fyrirtækja, viðskiptavina og þekkingarsamfélaga en þar getur aðferðafræði hönnunar verið mikilvæg brú milli ólíkra hagsmuna. Fjölþættar aðgerðir hönnunarstefnunnar miða að því styrkja slíkar brýr og fjölga þeim. Framtíðarsýn hönnunarstefnunnar er að aðferðafræði hönnunar sé markvisst nýtt til þess að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild. Við getum aukið gæði, bætt heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og hraðað uppbyggingu og verðmætasköpun með því að virkja krafta sem sannarlega búa í íslensku hönnunarsamfélagi. Sem ráðherra menningar og viðskipta er ég afar stolt af þeim árangri íslensk hönnun hefur náð. Gæði og kraftur einkenna íslenska hönnunargeirann – og íslenskir hönnuðir halda áfram að koma okkur á óvart með hugkvæmni sinni og elju. Það eru ekki margir sem almennt uppskera á vorin en það gerir íslensk hönnun og aðdáendur hennar. Gleðilega hátíð og góða skemmtun á HönnunarMars. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir HönnunarMars Feneyjatvíæringurinn Tíska og hönnun Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
HönnunarMars er einn af skemmtilegustu og kröftugustu vorboðum hvers árs. Hvort sem honum er fagnað í mars, apríl eða maí – íslenska vorið getur líka komið hvenær sem er. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að hrífast og upplifa frábæra íslenska hönnun, fræðast um spennandi stefnur og strauma og eiga frjótt samtal um framtíðina. Sem menningarhátíð hefur HönnunarMars fest sig í sessi bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburða hennar staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Rauður þráður í sýningum og viðburðum þessa árs er meðal annars áhersla á betri nýtingu auðlinda, verðmætasköpun og mátt sköpunarkraftsins. Til Feneyja 2025 Unnið er framgangi fjölbreyttra aðgerða nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda sem kynnt var í fyrra. Ein þeirra tengist þátttöku okkar í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr en Ísland hefur tekið þátt í myndlistartvíæringnum undanfarin ár og átt góðu gengi að fagna. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur nú verið falið að annast undirbúning og skipulag á sýningu fyrir Íslands hönd á arkitektúrtvíæringnum árið 2025 og því er hafið opið kall eftir tillögum að sýningu Íslands. Leitað er að hugmyndum sem fanga erindi og viðfangsefni íslensks arkitektúrs og samspil hans við alþjóðlega strauma og umræðu. Áræðnum hugmyndum sem bera vitni um hugvit og sköpun í hinu byggða umhverfi, sem nýst geta til að mæta áskorunum samtímans. Með þátttöku Íslands í tvíæringnum skapast tækifæri til vekja athygli á stöðu og gæðum íslensks arkitektúrs á alþjóðavettvangi og efla umræðu um hlutverk og mikilvægi hans hér á landi. Þátttaka í tvíæringnum fellur einnig vel að áherslum ríkisstjórnarinnar í málefnum skapandi greina og kynningu á þeim á alþjóðavettvangi og að áherslum stjórnvalda í loftslagsmálum. Ráðgert er að sýningin verði einnig sett upp hér heima. Áhrifamiklir sendiherrar Auðlegð Íslands er mikil og felst meðal annars í andans afli. Listamenn og skapandi fólk eru meðal okkar mikilvægustu sendiherra. Það eru íslenskt hugvit og menningin sem bera hróður okkar einna hraðast út fyrir landsteinana og fylla okkur stolti aftur og aftur. Og á þeim vettvangi eigum við sannarlega ríkulegt erindi, því við eigum listamenn og skapandi atvinnulíf á heimsmælikvarða. Það nærir grasrót menningarlífsins og hinar skapandi greinar að við mátum okkur við heiminn – og þátttaka í heimsviðburðum eins og Feneyjartvíæringum er góður gluggi til þess. Hönnun hreyfir við okkur Hönnun og nýsköpun koma hreyfingu á hlutina. Nýsköpun á sér í síauknum mæli stað í samstarfi og samspili fyrirtækja, viðskiptavina og þekkingarsamfélaga en þar getur aðferðafræði hönnunar verið mikilvæg brú milli ólíkra hagsmuna. Fjölþættar aðgerðir hönnunarstefnunnar miða að því styrkja slíkar brýr og fjölga þeim. Framtíðarsýn hönnunarstefnunnar er að aðferðafræði hönnunar sé markvisst nýtt til þess að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild. Við getum aukið gæði, bætt heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og hraðað uppbyggingu og verðmætasköpun með því að virkja krafta sem sannarlega búa í íslensku hönnunarsamfélagi. Sem ráðherra menningar og viðskipta er ég afar stolt af þeim árangri íslensk hönnun hefur náð. Gæði og kraftur einkenna íslenska hönnunargeirann – og íslenskir hönnuðir halda áfram að koma okkur á óvart með hugkvæmni sinni og elju. Það eru ekki margir sem almennt uppskera á vorin en það gerir íslensk hönnun og aðdáendur hennar. Gleðilega hátíð og góða skemmtun á HönnunarMars. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun