Uppskera að vori Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 24. apríl 2024 10:01 HönnunarMars er einn af skemmtilegustu og kröftugustu vorboðum hvers árs. Hvort sem honum er fagnað í mars, apríl eða maí – íslenska vorið getur líka komið hvenær sem er. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að hrífast og upplifa frábæra íslenska hönnun, fræðast um spennandi stefnur og strauma og eiga frjótt samtal um framtíðina. Sem menningarhátíð hefur HönnunarMars fest sig í sessi bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburða hennar staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Rauður þráður í sýningum og viðburðum þessa árs er meðal annars áhersla á betri nýtingu auðlinda, verðmætasköpun og mátt sköpunarkraftsins. Til Feneyja 2025 Unnið er framgangi fjölbreyttra aðgerða nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda sem kynnt var í fyrra. Ein þeirra tengist þátttöku okkar í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr en Ísland hefur tekið þátt í myndlistartvíæringnum undanfarin ár og átt góðu gengi að fagna. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur nú verið falið að annast undirbúning og skipulag á sýningu fyrir Íslands hönd á arkitektúrtvíæringnum árið 2025 og því er hafið opið kall eftir tillögum að sýningu Íslands. Leitað er að hugmyndum sem fanga erindi og viðfangsefni íslensks arkitektúrs og samspil hans við alþjóðlega strauma og umræðu. Áræðnum hugmyndum sem bera vitni um hugvit og sköpun í hinu byggða umhverfi, sem nýst geta til að mæta áskorunum samtímans. Með þátttöku Íslands í tvíæringnum skapast tækifæri til vekja athygli á stöðu og gæðum íslensks arkitektúrs á alþjóðavettvangi og efla umræðu um hlutverk og mikilvægi hans hér á landi. Þátttaka í tvíæringnum fellur einnig vel að áherslum ríkisstjórnarinnar í málefnum skapandi greina og kynningu á þeim á alþjóðavettvangi og að áherslum stjórnvalda í loftslagsmálum. Ráðgert er að sýningin verði einnig sett upp hér heima. Áhrifamiklir sendiherrar Auðlegð Íslands er mikil og felst meðal annars í andans afli. Listamenn og skapandi fólk eru meðal okkar mikilvægustu sendiherra. Það eru íslenskt hugvit og menningin sem bera hróður okkar einna hraðast út fyrir landsteinana og fylla okkur stolti aftur og aftur. Og á þeim vettvangi eigum við sannarlega ríkulegt erindi, því við eigum listamenn og skapandi atvinnulíf á heimsmælikvarða. Það nærir grasrót menningarlífsins og hinar skapandi greinar að við mátum okkur við heiminn – og þátttaka í heimsviðburðum eins og Feneyjartvíæringum er góður gluggi til þess. Hönnun hreyfir við okkur Hönnun og nýsköpun koma hreyfingu á hlutina. Nýsköpun á sér í síauknum mæli stað í samstarfi og samspili fyrirtækja, viðskiptavina og þekkingarsamfélaga en þar getur aðferðafræði hönnunar verið mikilvæg brú milli ólíkra hagsmuna. Fjölþættar aðgerðir hönnunarstefnunnar miða að því styrkja slíkar brýr og fjölga þeim. Framtíðarsýn hönnunarstefnunnar er að aðferðafræði hönnunar sé markvisst nýtt til þess að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild. Við getum aukið gæði, bætt heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og hraðað uppbyggingu og verðmætasköpun með því að virkja krafta sem sannarlega búa í íslensku hönnunarsamfélagi. Sem ráðherra menningar og viðskipta er ég afar stolt af þeim árangri íslensk hönnun hefur náð. Gæði og kraftur einkenna íslenska hönnunargeirann – og íslenskir hönnuðir halda áfram að koma okkur á óvart með hugkvæmni sinni og elju. Það eru ekki margir sem almennt uppskera á vorin en það gerir íslensk hönnun og aðdáendur hennar. Gleðilega hátíð og góða skemmtun á HönnunarMars. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir HönnunarMars Feneyjatvíæringurinn Tíska og hönnun Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
HönnunarMars er einn af skemmtilegustu og kröftugustu vorboðum hvers árs. Hvort sem honum er fagnað í mars, apríl eða maí – íslenska vorið getur líka komið hvenær sem er. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að hrífast og upplifa frábæra íslenska hönnun, fræðast um spennandi stefnur og strauma og eiga frjótt samtal um framtíðina. Sem menningarhátíð hefur HönnunarMars fest sig í sessi bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburða hennar staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Rauður þráður í sýningum og viðburðum þessa árs er meðal annars áhersla á betri nýtingu auðlinda, verðmætasköpun og mátt sköpunarkraftsins. Til Feneyja 2025 Unnið er framgangi fjölbreyttra aðgerða nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda sem kynnt var í fyrra. Ein þeirra tengist þátttöku okkar í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr en Ísland hefur tekið þátt í myndlistartvíæringnum undanfarin ár og átt góðu gengi að fagna. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur nú verið falið að annast undirbúning og skipulag á sýningu fyrir Íslands hönd á arkitektúrtvíæringnum árið 2025 og því er hafið opið kall eftir tillögum að sýningu Íslands. Leitað er að hugmyndum sem fanga erindi og viðfangsefni íslensks arkitektúrs og samspil hans við alþjóðlega strauma og umræðu. Áræðnum hugmyndum sem bera vitni um hugvit og sköpun í hinu byggða umhverfi, sem nýst geta til að mæta áskorunum samtímans. Með þátttöku Íslands í tvíæringnum skapast tækifæri til vekja athygli á stöðu og gæðum íslensks arkitektúrs á alþjóðavettvangi og efla umræðu um hlutverk og mikilvægi hans hér á landi. Þátttaka í tvíæringnum fellur einnig vel að áherslum ríkisstjórnarinnar í málefnum skapandi greina og kynningu á þeim á alþjóðavettvangi og að áherslum stjórnvalda í loftslagsmálum. Ráðgert er að sýningin verði einnig sett upp hér heima. Áhrifamiklir sendiherrar Auðlegð Íslands er mikil og felst meðal annars í andans afli. Listamenn og skapandi fólk eru meðal okkar mikilvægustu sendiherra. Það eru íslenskt hugvit og menningin sem bera hróður okkar einna hraðast út fyrir landsteinana og fylla okkur stolti aftur og aftur. Og á þeim vettvangi eigum við sannarlega ríkulegt erindi, því við eigum listamenn og skapandi atvinnulíf á heimsmælikvarða. Það nærir grasrót menningarlífsins og hinar skapandi greinar að við mátum okkur við heiminn – og þátttaka í heimsviðburðum eins og Feneyjartvíæringum er góður gluggi til þess. Hönnun hreyfir við okkur Hönnun og nýsköpun koma hreyfingu á hlutina. Nýsköpun á sér í síauknum mæli stað í samstarfi og samspili fyrirtækja, viðskiptavina og þekkingarsamfélaga en þar getur aðferðafræði hönnunar verið mikilvæg brú milli ólíkra hagsmuna. Fjölþættar aðgerðir hönnunarstefnunnar miða að því styrkja slíkar brýr og fjölga þeim. Framtíðarsýn hönnunarstefnunnar er að aðferðafræði hönnunar sé markvisst nýtt til þess að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild. Við getum aukið gæði, bætt heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og hraðað uppbyggingu og verðmætasköpun með því að virkja krafta sem sannarlega búa í íslensku hönnunarsamfélagi. Sem ráðherra menningar og viðskipta er ég afar stolt af þeim árangri íslensk hönnun hefur náð. Gæði og kraftur einkenna íslenska hönnunargeirann – og íslenskir hönnuðir halda áfram að koma okkur á óvart með hugkvæmni sinni og elju. Það eru ekki margir sem almennt uppskera á vorin en það gerir íslensk hönnun og aðdáendur hennar. Gleðilega hátíð og góða skemmtun á HönnunarMars. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun