Ísold spilaði seinni hálfleikinn með stóra svarta spelku um ökklann en meiðslin virtust þó ekki há henni mikið. Hún bar sig bara ansi vel miðað við aðstæður.
„Ég hef það alveg ágætt. „Maður harkar þetta bara af sér og heldur áfram fyrir liðið.“
Fyrstu viðbrögð Ísoldar voru að reima skóinn fastar en hún spilaði þó ekki meira fyrr en í seinni hálfleik. Það kom greinilega aldrei annað til greina í hennar huga en að klára leikinn.
„Heldur betur ekki. Þetta er úrslitakeppnin og við þurfum allar að setja allt í þetta. Bara harka af okkur ef okkur er eithvað illt.“
Annan leikinn í röð í þessari seríu lendir Stjarnan í djúpri holu og annan leikinn í röð þá snúa Stjörnukonur leiknum algjörlega við, núna þó með enn betri árangri en í síðasta leik. Uppgjöf virðist einfaldlega ekki vera til í hugum þessara leikmanna.
„Það skiptir engu máli hversu mikið við erum undir. Þetta lið stoppar ekki og við höldum áfram þar til leikurinn er búinn alla leið fram að síðustu sekúndu. Þó að við séum eitthvað undir þá bara höldum við áfram og við þurfum bara að koma sterkari inn í byrjun í næsta leik.“
Nú er oddaleikur framundan á miðvikudaginn og Ísold vill sjá fullt hús á Ásvöllum.
„Heldur betur spennandi leikur næsta miðvikudag! Ég hveta alla til að mæta. Þetta verður bara stemming, eini oddaleikurinn í 8-liða. Þetta verður bara skemmtilegt.“