Nýtt merki Þróttar komið á búninginn Valur Páll Eiríksson skrifar 19. apríl 2024 14:54 Sæunn Björnsdóttir sýnir nýja merkið í myndatöku Þróttarliðsins fyrir komandi leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að enn eigi eftir að kjósa um tillögu að nýju merki Þróttar í Reykjavík er búið að prenta það á búninga liðsins. Kvennalið félagsins hefur leik í Bestu deild kvenna á mánudagskvöld. Tillaga um nýtt merki var kynnt í vikunni og stendur til að kjósa um breytingu á merki og búningi á auka aðalfundi félagsins á mánudaginn kemur, 22. apríl. Töluvert hefur verið rætt og ritað um merkisbreytinguna á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um breytinguna. Eldra merkið hefur verið í notkun frá 1980. Í kynningu á nýja merkinu á heimasíðu Þróttar segir að stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í að hanna það var vegna þess að Þróttur gengur í daglegu tali bara undir nafninu Þróttur, ekki Knattspyrnufélagið Þróttur. Í nýja merkinu eru ekki stafirnir KÞ heldur nafnið Þróttur á toppi þess. Kvennalið Þróttar var í myndatöku hjá Stöð 2 Sport í vikunni fyrir komandi leiktíð en athygli vakti að þar er nýja merkið komið á treyjur liðsins þrátt fyrir að samþykki fyrir breytingu á merkinu liggi ekki fyrir. Óvíst er hvað fólk gerir í Laugardalnum verði tillagan felld. Ekki búið að prenta á alla búninga og félagsmenn ráða för Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar kveðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna nýja merkið var á treyjum sem nýttar voru í myndatöku fyrir kynningarefni Bestu deildarinnar. „Þetta eru gamlar treyjur sem voru notaðar í hugmyndavinnunni. Ég svo sem hef ekki skýringar af hverju þær voru í þessari treyju í myndatöku. Ég kom náttúrulega ekki að því,“ Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, hafði ekki umsjón með treyjunum sem nýttar voru í myndatökunni og hefur ekki skýringar á því hvers vegna þetta merki hafi verið á búningunum.Vísir/Vilhelm „Ég get sagt að búningarnir voru að koma til landsins í dag og gamla merkið er á þessu nýja keppnissetti. Það er ekki búið að merkja alla búninga félagsins með þessari tillögu að merki,“ segir Bjarnólfur. Það kemur því í ljós á fundinum á mánudag hvort verður ofan á, nýja merkið eða það gamla. „Það er lýðræði í félaginu eins og lögin kveða á um. Þessi tillaga verður lögð fyrir á auka aðalfundi og verða greidd atkvæði um. Það er þá félagsmanna að ákveða hvort þeir vilji halda núverandi merki eða uppfæra miðað við þær tillögur sem hafa verið bornar fram.“ Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að fjórir búningar hafi verið prentaðir fyrir myndatökuna með nýja merkinu. Líkt og Bjarnólfur segir hann að gamla merkið sé á nýju treyjunum og að prenta þurfi yfir það, fari breytingin í gegn á auka aðalfundinum á mánudaginn kemur. Fréttin hefur verið uppfærð. Jelenu Tinnu Kujundzic virðist vænt um merkið.Vísir/Hulda Margrét Hafdís Hafsteinsdóttir sýnir merkið á markmannstreyjunni.Vísir/Hulda Margrét Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Tillaga um nýtt merki var kynnt í vikunni og stendur til að kjósa um breytingu á merki og búningi á auka aðalfundi félagsins á mánudaginn kemur, 22. apríl. Töluvert hefur verið rætt og ritað um merkisbreytinguna á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um breytinguna. Eldra merkið hefur verið í notkun frá 1980. Í kynningu á nýja merkinu á heimasíðu Þróttar segir að stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í að hanna það var vegna þess að Þróttur gengur í daglegu tali bara undir nafninu Þróttur, ekki Knattspyrnufélagið Þróttur. Í nýja merkinu eru ekki stafirnir KÞ heldur nafnið Þróttur á toppi þess. Kvennalið Þróttar var í myndatöku hjá Stöð 2 Sport í vikunni fyrir komandi leiktíð en athygli vakti að þar er nýja merkið komið á treyjur liðsins þrátt fyrir að samþykki fyrir breytingu á merkinu liggi ekki fyrir. Óvíst er hvað fólk gerir í Laugardalnum verði tillagan felld. Ekki búið að prenta á alla búninga og félagsmenn ráða för Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar kveðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna nýja merkið var á treyjum sem nýttar voru í myndatöku fyrir kynningarefni Bestu deildarinnar. „Þetta eru gamlar treyjur sem voru notaðar í hugmyndavinnunni. Ég svo sem hef ekki skýringar af hverju þær voru í þessari treyju í myndatöku. Ég kom náttúrulega ekki að því,“ Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, hafði ekki umsjón með treyjunum sem nýttar voru í myndatökunni og hefur ekki skýringar á því hvers vegna þetta merki hafi verið á búningunum.Vísir/Vilhelm „Ég get sagt að búningarnir voru að koma til landsins í dag og gamla merkið er á þessu nýja keppnissetti. Það er ekki búið að merkja alla búninga félagsins með þessari tillögu að merki,“ segir Bjarnólfur. Það kemur því í ljós á fundinum á mánudag hvort verður ofan á, nýja merkið eða það gamla. „Það er lýðræði í félaginu eins og lögin kveða á um. Þessi tillaga verður lögð fyrir á auka aðalfundi og verða greidd atkvæði um. Það er þá félagsmanna að ákveða hvort þeir vilji halda núverandi merki eða uppfæra miðað við þær tillögur sem hafa verið bornar fram.“ Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að fjórir búningar hafi verið prentaðir fyrir myndatökuna með nýja merkinu. Líkt og Bjarnólfur segir hann að gamla merkið sé á nýju treyjunum og að prenta þurfi yfir það, fari breytingin í gegn á auka aðalfundinum á mánudaginn kemur. Fréttin hefur verið uppfærð. Jelenu Tinnu Kujundzic virðist vænt um merkið.Vísir/Hulda Margrét Hafdís Hafsteinsdóttir sýnir merkið á markmannstreyjunni.Vísir/Hulda Margrét
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01