„Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. apríl 2024 21:31 Arnar Guðjónsson hugsi á hliðarlínunni Vísir/Pawel Stjörnukonur voru grátlega nálægt því að knýja fram framlengingu á Ásvöllum í kvöld en lokaskot Ísoldar Sævarsdóttur var örlítið of stutt. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, notaði skrautleg orð um hversu litlu munaði áður en viðtalið hófst formlega og verða þau ekki færð í prent að þessu sinni. „Þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og við gerðum vel í að koma til baka. En, munaði litlu og það er eins og það er.“ Þegar munurinn var orðinn 18 stig í fjórða leikhluta hefðu eflaust margir lagt árar í bát og Arnar var í raun nánast búinn að sætta sig við tap á þeim tímapunkti en leikmenn hans höfðu aðrar hugmyndir. „Ég var að pæla í að fara að setja allar á bekkinn og hvíla þær fyrir næsta leik. Svo koma þær bara með áhlaup og gera fáránlega vel. Það munaði litlu en við grófum okkur alltof djúpa holu sem var erfitt að komast upp úr.“ Haukar hafa verið að pressa Stjörnuna stíft í þessu einvígi, sem er eitthvað sem margir af leikmönnum liðsins þekkja vel úr yngri flokkum þar sem þær pressuðu sjálfar alltaf allan völl í öllum leikjum. Mögulega eru þær aðeins að fá að smakka á eigin meðali en Arnar hafði ekki miklar áhyggjur af pressuvörn Hauka. „Mér fannst við ekki lenda í vandræðum með það í dag. Mér fannst við leysa það oft vel og miklu betur en í undanförnum leikjum. Sérstaklega í leik eitt. Það kom kafli í leik tvö en í dag bara leystum við þetta vel. Þannig að það var ekki vandamálið.“ „Kannski er stærsti hlutinn af vandamálinu að þær eru aðeins stærri en sterkari en við. Það var frekar að við réðum illa við þær sóknarlega. Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag og gerðu bara vel, hittu úr fullt af erfiðum skotum.“ Eftir lokasprett eins og þennan er ljóst að þetta einvígi getur vel farið í oddaleik og Arnar var nokkuð brattur fyrir næsta leik. „Við vorum augljóslega bara svolítið hræddar í dag. Þetta er stórt svið, þetta er svolítið nýtt. Við vorum hræddar í upphafi leiks og við ætlum ekki að vera það aftur. Þetta er bara körfubolti og fimm á fimm og fer aldrei verr en illa. Við ætlum bara að fara „all-in“ á sunnudaginn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
„Þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og við gerðum vel í að koma til baka. En, munaði litlu og það er eins og það er.“ Þegar munurinn var orðinn 18 stig í fjórða leikhluta hefðu eflaust margir lagt árar í bát og Arnar var í raun nánast búinn að sætta sig við tap á þeim tímapunkti en leikmenn hans höfðu aðrar hugmyndir. „Ég var að pæla í að fara að setja allar á bekkinn og hvíla þær fyrir næsta leik. Svo koma þær bara með áhlaup og gera fáránlega vel. Það munaði litlu en við grófum okkur alltof djúpa holu sem var erfitt að komast upp úr.“ Haukar hafa verið að pressa Stjörnuna stíft í þessu einvígi, sem er eitthvað sem margir af leikmönnum liðsins þekkja vel úr yngri flokkum þar sem þær pressuðu sjálfar alltaf allan völl í öllum leikjum. Mögulega eru þær aðeins að fá að smakka á eigin meðali en Arnar hafði ekki miklar áhyggjur af pressuvörn Hauka. „Mér fannst við ekki lenda í vandræðum með það í dag. Mér fannst við leysa það oft vel og miklu betur en í undanförnum leikjum. Sérstaklega í leik eitt. Það kom kafli í leik tvö en í dag bara leystum við þetta vel. Þannig að það var ekki vandamálið.“ „Kannski er stærsti hlutinn af vandamálinu að þær eru aðeins stærri en sterkari en við. Það var frekar að við réðum illa við þær sóknarlega. Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag og gerðu bara vel, hittu úr fullt af erfiðum skotum.“ Eftir lokasprett eins og þennan er ljóst að þetta einvígi getur vel farið í oddaleik og Arnar var nokkuð brattur fyrir næsta leik. „Við vorum augljóslega bara svolítið hræddar í dag. Þetta er stórt svið, þetta er svolítið nýtt. Við vorum hræddar í upphafi leiks og við ætlum ekki að vera það aftur. Þetta er bara körfubolti og fimm á fimm og fer aldrei verr en illa. Við ætlum bara að fara „all-in“ á sunnudaginn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira