„Náðum að keyra upp hraðann á réttum mómentum“ Stefán Marteinn skrifar 16. apríl 2024 21:55 Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir. Vísir/Diego Njarðvík kjöldróg Valsliðið í Ljónagryfjunni í kvöld 92-59 þegar liðin mættust í þriðja leik í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. „Virkilega ánægður með svarið frá mínu liði og svarið í að framkvæma þá hluti sem að við erum búnar að eyða síðustu þremur dögum í að fara yfir og greina aðeins. Þannig ég er bara virkilega ánægður með heildar frammistöðuna.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Eftir óvænt tap í leik tvö á Hlíðarenda var mikilvægt að svara fyrir frammistöðuna í leik kvöldsins. „Það skiptir öllu máli. Góð lið gera þetta, láta ekki slá sig útaf laginu. Auðvitað bráðnauðsynlegt að mæta hérna og verja heimavöllinn og nú erum við aftur komnar í bílstjórasætið og getum klárað einvígið í N1 höllinni á föstudaginn. Það var því lífsnauðsynlegt fyrir okkur að klára þetta hérna í kvöld.“ „Við náðum að keyra upp hraðan á réttum mómentum og hlaupa í bakið á þeim og við vorum með 16 stoðsendingar útaf því að við erum með mjög gott körfuboltalið og það mun alltaf vera lykillinn af því þegar við spilum okkar bestu leiki að fá alla með í það sem að við erum að gera. Okkar markmið er að búa til há prósentu skot og mér finnst við ennþá geta gert betur því Vals vörnin tekur ýmislegt í burtu frá okkur en skilur eftir mörg svæði opin og við þurfum að vera með meiri stöðugleika í 40 mínútur að finna þessi svæði.“ Sagði Rúnar Ingi aðspurður um hvað það væri sem hafi tryggt sigurinn í kvöld. Rúnar Ingi var ekki sáttur með sitt lið eftir leik tvö og vonast til þess að hans lið verði betur undirbúnar andlega fyrir leikinn í N1 höllinni næst. „Ég kastaði reyndar boltanum hérna í vegg hérna fyrir tveimur dögum síðan aðeins til að vekja þær. Kannski ég geri það aftur bara svona upp á gamanið, ég er hjátrúarfullur. Heilt yfir býst ég bara við því að við fáum núna tvo daga á milli að við höldum áfram einbeittar. Við vitum að þær munu koma og berja á okkur, þær munu koma með mikla stemningu og selja sig til síðasta blóðdropa.Við þurfum að svara því og vera miklu tilbúnari andlega fyrir það heldur en við vorum í leik tvö.“ Rúnar Ingi kallar eftir stuðning frá Njarðvíkingum. „Það skiptir öllu máli. Þetta á líka að vera skemmtilegasti tími ársins og yfirleitt í Íslensku íþróttalífi þá er munur. Mér finnst ekkert rosalega mikill munur. Njarðvíkingar þurfa bara að rífa sig í gang og við erum með íþróttafélag sem er að setja ótrúlegan metnað í bæði kvenna og karla starfsemina sem mér finnst frábært að vera þátttakandi af. Mér finnst áhorfendurnir hér í kvöld, við getum gert svo miklu betur en credit á alla sem mættu hérna í kvöld og fengu sé börger og komu en við þurfum að gera miklu betur því mér finnst stelpurnar mínar eiga miklu betra skilið. “ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
„Virkilega ánægður með svarið frá mínu liði og svarið í að framkvæma þá hluti sem að við erum búnar að eyða síðustu þremur dögum í að fara yfir og greina aðeins. Þannig ég er bara virkilega ánægður með heildar frammistöðuna.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Eftir óvænt tap í leik tvö á Hlíðarenda var mikilvægt að svara fyrir frammistöðuna í leik kvöldsins. „Það skiptir öllu máli. Góð lið gera þetta, láta ekki slá sig útaf laginu. Auðvitað bráðnauðsynlegt að mæta hérna og verja heimavöllinn og nú erum við aftur komnar í bílstjórasætið og getum klárað einvígið í N1 höllinni á föstudaginn. Það var því lífsnauðsynlegt fyrir okkur að klára þetta hérna í kvöld.“ „Við náðum að keyra upp hraðan á réttum mómentum og hlaupa í bakið á þeim og við vorum með 16 stoðsendingar útaf því að við erum með mjög gott körfuboltalið og það mun alltaf vera lykillinn af því þegar við spilum okkar bestu leiki að fá alla með í það sem að við erum að gera. Okkar markmið er að búa til há prósentu skot og mér finnst við ennþá geta gert betur því Vals vörnin tekur ýmislegt í burtu frá okkur en skilur eftir mörg svæði opin og við þurfum að vera með meiri stöðugleika í 40 mínútur að finna þessi svæði.“ Sagði Rúnar Ingi aðspurður um hvað það væri sem hafi tryggt sigurinn í kvöld. Rúnar Ingi var ekki sáttur með sitt lið eftir leik tvö og vonast til þess að hans lið verði betur undirbúnar andlega fyrir leikinn í N1 höllinni næst. „Ég kastaði reyndar boltanum hérna í vegg hérna fyrir tveimur dögum síðan aðeins til að vekja þær. Kannski ég geri það aftur bara svona upp á gamanið, ég er hjátrúarfullur. Heilt yfir býst ég bara við því að við fáum núna tvo daga á milli að við höldum áfram einbeittar. Við vitum að þær munu koma og berja á okkur, þær munu koma með mikla stemningu og selja sig til síðasta blóðdropa.Við þurfum að svara því og vera miklu tilbúnari andlega fyrir það heldur en við vorum í leik tvö.“ Rúnar Ingi kallar eftir stuðning frá Njarðvíkingum. „Það skiptir öllu máli. Þetta á líka að vera skemmtilegasti tími ársins og yfirleitt í Íslensku íþróttalífi þá er munur. Mér finnst ekkert rosalega mikill munur. Njarðvíkingar þurfa bara að rífa sig í gang og við erum með íþróttafélag sem er að setja ótrúlegan metnað í bæði kvenna og karla starfsemina sem mér finnst frábært að vera þátttakandi af. Mér finnst áhorfendurnir hér í kvöld, við getum gert svo miklu betur en credit á alla sem mættu hérna í kvöld og fengu sé börger og komu en við þurfum að gera miklu betur því mér finnst stelpurnar mínar eiga miklu betra skilið. “
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira