Lykilfólkið á bak við tjöldin hjá forsetaefnunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. apríl 2024 11:00 Allur gangur er á því hver aðstoðar forsetaframbjóðendur í kosningabaráttunni. Vísir/Grafík Kanónur sem hafa áralanga reynslu af kosningabaráttum í bland við vini og fjölskyldu er uppistaða lykilfólks að baki forsetaframbjóðendum þetta árið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum forsetaframboða til Vísis. Kosningabaráttan vegna forsetakosninga 2024 er farin á fulla ferð. Línurnar eru farnar að skýrast og fyrstu skoðanakannanirnar eru dottnar í hús. Spennan er mikil og ljóst að næstu tæpir tveir mánuðir munu skipta sköpum. Vísir sendi öllum framboðum eftirfarandi fyrirspurn: Hvert er lykilfólkið í þínu framboði? Ríkjandi þema í svörum flestra forsetaframbjóðenda til Vísis eru þau að listi yfir lykilfólk sé ekki tæmandi. Fjöldi fólks komi að framboðunum. Þó eru svörin mislöng og misjafnt hve marga framboðin taka fram í svörum sínum. Svör bárust frá öllum framboðum utan þriggja, þeirra Ástþórs Magnússonar, Helgu Þórsdóttur og Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. Gamlir samstarfsmenn og poppstjörnur fylgja Katrínu Frá framboði Katrínar Jakobsdóttur bárust stutt svör. Þar er Bergþóra Benediktsdóttir kosningastjóri. Bergþóra hefur áður starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna en var síðast aðstoðarmaður Katrínar í starfi hennar sem forsætisráðherra og gegndi því starfi í sjö ár, frá árinu 2017. Unnur Eggertsdóttir er samskiptastýra framboðs Katrínar. Hún flestum kunn sem leikkona, dansari og poppstjarna. Hún hefur gefið út nokkur landsþekkt lög og komst næstum því í Eurovision árið 2013 þegar hún laut í lægra haldi í einvíginu í Söngvakeppninni með lag sitt Ég syng gegn Eyþóri Inga sem fór áfram í keppnina með Ég á líf. Unnur hefur eins og Bergþóra áður starfað með Katrínu. Hún gegndi hlutverki kosningastýru Vinstri grænna í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar 2021 sem fóru fram í september það ár. Flokkurinn hlaut 12,6 prósent fylgi í þeim kosningum. Auk þess sér Aton JL um hönnun og útlit fyrir framboðið. Huginn Freyr Þorsteinsson einn eigenda Aton JL er tengill fyrirtækisins við framboðið. Huginn var aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar í ráðherratíð hans og var þar áður framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna. Kosningakanónur og áhrifavaldar með Baldri Í svörum frá framboði Baldurs Þórhallssonar stjórnmálafræðiprófessors fylgir listi af þeim sem sitja í framkvæmdastjórn kosningabaráttunnar. Tekið var fram í svörum til fréttastofu að mun fleiri en bara þessir tækju þátt í baráttunni. Gunnar Helgason í hópi rithöfunda á heimavelli forsetans, Bessastöðum.Lárus Karl Ingason Á listanum kennir ýmissa grasa. Þar situr besti vinur þeirra Baldurs og Felix leikarinn Gunnar Helgason, líka dóttir Baldurs, stjórnmálafræðingurinn Álfrún Baldursdóttir. Þar er líka að finna samfélagsmiðlastjörnuna Camillu Rut Rúnarsdóttur og Sólborgu Guðbrandsdóttur, sem meðal annars hefur gert þætti á Stöð 2 og bækur um Fávita. Sólborg Guðbrandsdóttir hefur hlotið verðlaun frá JCI á Íslandi og var afhent þau af forseta Íslands. Nú reynir hún að hjálpa Baldri að verða forseti.JCI Þá má ekki gleyma Valgeir Magnússyni, sem betur er þekktur sem Valli Sport og er framkvæmdastjóri Pipar\TBWA. Á listanum eru einnig þeir sem hafa mikla reynslu af því að reka kosningabaráttu og eru sannkallaðar kosningakanónur líkt og þeir Janus Arn Guðmundsson og Heimir Hannesson. Þeir félagar gegndu lykilhlutverkum í framboði Guðna Th. Jóhannessonar í forsetakosningum árið 2016. Janus hlaut á dögunum kosningu í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Listinn yfir framkvæmdastjórn kosningabaráttu Baldurs: Álfrún Baldursdóttir Arna Arnardóttir Árni Freyr Magnússon Camilla Rut Rúnarsdóttir Gunnar Helgason Hafdís Sigurðardóttir Heimir Hannesson Janus Arn Guðmundsson Ragna Ívarsdóttir Sara Dögg Svanhildardóttir Sólborg Guðbrandsdóttir Valgeir Magnússon Þorgerður Anna Arnardóttir Besti flokkurinn með Jóni Kvikmyndagerðarkonan Kolka Heimisdóttir sem síðast tók þátt í gerð True Detective: Night Country þáttanna er kosningastýra Jóns Gnarr. Með honum eru kunnugleg andlit, þau hin sömu og fylgdu honum í vegferð Besta flokksins árið 2010. Þá segir Jón í svari til fréttastofu að fjölskylda hans aðstoði eftir fremsta megni. Heiða Kristín Helgadóttir var lykilmanneskja í Besta flokknum á sínum tíma.Vísir/Vilhelm Í kosningastjórn eru þau Heiða Kristín Helgadóttir, Hrefna Lind Heimisdóttir og S. Björn Blöndal. Heiða Kristín var aðstoðarmaður Jóns á meðan hann gegndi borgarstjóraembættinu og varð svo framkvæmdastjóri Besta flokksins áður en hún stofnaði Bjarta framtíð með Guðmundi Steingrímssyni. Hrefna Lind hefur oft starfað með Jóni, meðal annars hjá Forlaginu og 365. Jón réð hana til 365 árið 2015 eftir að hafa verið ráðinn framkvæmdastjóri dagskrársviðs. Hún skrifaði til að mynda handritið að Borgarstjóranum, grínþáttum sem komu út árið 2016. S. Björn Blöndal er flestum kunnugur sem bassaleikari HAM, tók þátt í starfi Besta flokksins og varð svo formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar 2014 til 2018. Sjálfboðaliðar og ráðgjöf vina erlendis Í svörum frá framboði Höllu Hrundar kemur fram að kosningabarátta hennar sé keyrð áfram af sjálfboðaliðum. Af vinum, fjölskyldu og fólki sem Halla Hrund þekki ekki en hafi haft samband og boðið aðstoð. Hundruð sjálfboðaliða hafi skráð sig til leiks nú þegar. Sunna Kristín Hilmarsdóttir er þrautreyndur blaðamaður sem hefur reynslu af kosningabaráttu með Viðreisn.Elín Guðmunds Vísi var sendur listi með dæmum af þeim sjálfboðaliðum. Þar má meðal annars finna Sunnu Kristínu Hilmarsdóttur, fyrrverandi kosningastýru Viðreisnar í Alþingiskosningunum 2021. Þá er þar einnig Karen Kjartansdóttir almannatengill og einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrókar. Karen Kjartansdóttir er almannatengill sem hefur haft sig mikið í frammi varðandi réttindi Palestínumanna. „Þá má halda því til haga að Halla Hrund hefur aldrei tekið þátt í starfi stjórnmálaflokks hér á landi. Framboð hennar er ekki skipulagt af neinum þeirra einstaklinga eða hópa sem gjarnan eru nefndir opinberlega eða á milli fólks í tengslum við kosningabaráttur, fyrir utan nokkra vini hennar og Kristjáns Freys, eiginmanns hennar,“ segir í svari frá framboðinu. Sumt hafi verið gert með óhefðbundnum hætti við undirbúning framboðsins. Ekki hafi verið haldnir margir fundir í persónu, heldur hafi undirbúningur að mestu farið fram í gegnum Zoom og Slack. „Enn sem komið er hefur framboðið ekki keypt ráðgjöf frá auglýsingastofu, birtingahúsi eða almannatengslafyrirtæki. Þá voru Halla og Kristján lengi búsett í Bandaríkjunum og hafa fengið ábendingar og ráðgjöf frá vinum og kunningjum þar sem hafa reynslu af kosningabaráttum erlendis.“ Listi yfir hluta þeirra sjálfboðaliða sem vinna fyrir Höllu Hrund: Haukur Steinn Logason, bróðir Höllu Hrundar Eva Guðrún Kristjánsdóttir, systir Kristjáns Freys Auðbjörg Ólafsdóttir, göngufélagi og vinkona Höllu Hrundar Arna Frímannsdóttir, æskuvinkona Höllu Hrundar Helga Lára Haarde, vinkona Höllu Hrundar Karen Kjartansdóttir, samstarfsmaður og vinkona Höllu Hrundar Sunna Kristín Hilmarsdóttir, vinkona Höllu Hrundar Baklandið sneysafullt af fyrrum samstarfsfélögum Í svörum frá framboði Höllu Tómasdóttur kemur fram að bakland hennar sé samansett af sjálfboðaliðum. Þar sé fjölskylda og vinir Höllu og eiginmanns hennar Björns Skúlasonar ásamt vinum og fyrrverandi samstarfsfólki. Þeir séu meðal annars frá stofnun HR, Auðar í krafti kvenna, Þjóðfundarins og svo mætti lengi telja, að því er segir í svarinu. Þar segir að það sé mikið af fólki og listinn því langur. Vigdís Jóhannsdóttir er klár í kosningaslag. Kosningastjóri Höllu er vinkona hennar Vigdís Jóhannsdóttir. Vigdís starfar sem markaðs- og samskiptastjóri Stafræns Íslands og var ráðin árið 2020. Hún er viðskiptafræðingur að mennt, starfaði um árabil hjá 365 miðlum og var þar bæði verkefnastjóri á markaðsdeild og kynningarstjóri útvarps. Þá starfaði hún hjá Pipar\TBWA frá 2009 til 2017 og var aðstoðarframkvæmdastjóri. Að sögn Vigdísar keyrir hún framboðið áfram ásamt Sigurlaugu Guðrúnu Jóhannsdóttur. Sigurlaug er frumkvöðull og þróaði meðal annars appið HEIMA sem hannað var til að létta á heimilisverkum meðal fjölskyldna. Sækir sér ráðgjöf og er með skrifstofustjóra Hópurinn sem hefur beina aðkomu að forsetaframboði Arnars Þórs Jónssonar er býsna stór, að því er segir í svörum frá framboði hans. Hópurinn er fyrst og fremst samansettur af fjölskyldu hans og vinum. Magnús Örn Gunnarsson er aðalmaðurinn bak við tjöldin hjá Arnari Þór Jónssyni. „En til viðbótar sækir Arnar Þór sér faglega ráðgjöf og framlag verktaka sem leggja framboðinu lið með vinnuframlagi sínu næstu vikurnar. Ég leiði þann hóp sem ráðgjafi kosningastjórnar í verkefnum kosningaskrifstofunnar,“ segir í svari frá Magnúsi Erni Gunnarssyni fyrir hönd Arnars Þórs. Eftir því sem Vísir kemst næst er Magnús stjórnarmaður í Varðbergi, samtökum um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Í svörum Magnúsar segir ennfremur að skrifstofustjóri sé Alexander Gunnarsson og að skrifstofan sé til húsa að Ármúla 15 í Reykjavík. Þá sé ráðgjöf á sviði kynningarstarfs í höndum GPS samskipta sem rekin séu af Gunnari Steini Pálssyni. Tvær saman hönd í hönd fyrir Sigríði Hrund „Ég er bara eini starfsmaðurinn. Ég er maskínan hennar Siggu. Við förum saman tvær hönd í hönd,“ segir Harpa Björg Hjálmtýsdóttir samskiptastjóri Sigríðar Hrundar Pétursdóttur í samtali við Vísi. „Harpa er drífandi, eldklár, snögg að hugsa og leitar nýrra lausna sem ég kann afar vel við. Hún hefur jákvæðan og nærandi persónuleika og hrífur fólk með sér. Hún er frábær viðbót við framboð mitt og mun á næstu mánuðum reynast framboðsteyminu afar vel. Það lýsir Hörpu vel að hún var fyrst til að sækja um auglýsta stöðu Samskiptaskapara og kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera,“ var haft eftir Sigríði Hrund þegar tilkynnt var að hún hefði ráðið Hörpu. Harpa kemur í stað Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengils. Hödd gekk frá borði í janúar, sama mánuði og tilkynnt var um framboðið. Hún sagði í samtali við Vísi að þær Sigríður Hrund hefðu ekki skilið í illu. Systkinin með Ásdísi Rán „Við systkinin höfum nú bara verið að dúlla okkur í þessu síðustu tvær vikur ásamt vinum og vandamönnum en það er ekkert markaðsteymi á bakvið mig,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir í svari til Vísis. „En núna fyrst að ég er að detta inn í alvöru kosningabaráttu þá vil ég nýta tækifærið og óska eftir fleiri snillingum sem vilja ganga í IceQueen teymið og hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum.“ Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Kosningabaráttan vegna forsetakosninga 2024 er farin á fulla ferð. Línurnar eru farnar að skýrast og fyrstu skoðanakannanirnar eru dottnar í hús. Spennan er mikil og ljóst að næstu tæpir tveir mánuðir munu skipta sköpum. Vísir sendi öllum framboðum eftirfarandi fyrirspurn: Hvert er lykilfólkið í þínu framboði? Ríkjandi þema í svörum flestra forsetaframbjóðenda til Vísis eru þau að listi yfir lykilfólk sé ekki tæmandi. Fjöldi fólks komi að framboðunum. Þó eru svörin mislöng og misjafnt hve marga framboðin taka fram í svörum sínum. Svör bárust frá öllum framboðum utan þriggja, þeirra Ástþórs Magnússonar, Helgu Þórsdóttur og Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. Gamlir samstarfsmenn og poppstjörnur fylgja Katrínu Frá framboði Katrínar Jakobsdóttur bárust stutt svör. Þar er Bergþóra Benediktsdóttir kosningastjóri. Bergþóra hefur áður starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna en var síðast aðstoðarmaður Katrínar í starfi hennar sem forsætisráðherra og gegndi því starfi í sjö ár, frá árinu 2017. Unnur Eggertsdóttir er samskiptastýra framboðs Katrínar. Hún flestum kunn sem leikkona, dansari og poppstjarna. Hún hefur gefið út nokkur landsþekkt lög og komst næstum því í Eurovision árið 2013 þegar hún laut í lægra haldi í einvíginu í Söngvakeppninni með lag sitt Ég syng gegn Eyþóri Inga sem fór áfram í keppnina með Ég á líf. Unnur hefur eins og Bergþóra áður starfað með Katrínu. Hún gegndi hlutverki kosningastýru Vinstri grænna í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar 2021 sem fóru fram í september það ár. Flokkurinn hlaut 12,6 prósent fylgi í þeim kosningum. Auk þess sér Aton JL um hönnun og útlit fyrir framboðið. Huginn Freyr Þorsteinsson einn eigenda Aton JL er tengill fyrirtækisins við framboðið. Huginn var aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar í ráðherratíð hans og var þar áður framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna. Kosningakanónur og áhrifavaldar með Baldri Í svörum frá framboði Baldurs Þórhallssonar stjórnmálafræðiprófessors fylgir listi af þeim sem sitja í framkvæmdastjórn kosningabaráttunnar. Tekið var fram í svörum til fréttastofu að mun fleiri en bara þessir tækju þátt í baráttunni. Gunnar Helgason í hópi rithöfunda á heimavelli forsetans, Bessastöðum.Lárus Karl Ingason Á listanum kennir ýmissa grasa. Þar situr besti vinur þeirra Baldurs og Felix leikarinn Gunnar Helgason, líka dóttir Baldurs, stjórnmálafræðingurinn Álfrún Baldursdóttir. Þar er líka að finna samfélagsmiðlastjörnuna Camillu Rut Rúnarsdóttur og Sólborgu Guðbrandsdóttur, sem meðal annars hefur gert þætti á Stöð 2 og bækur um Fávita. Sólborg Guðbrandsdóttir hefur hlotið verðlaun frá JCI á Íslandi og var afhent þau af forseta Íslands. Nú reynir hún að hjálpa Baldri að verða forseti.JCI Þá má ekki gleyma Valgeir Magnússyni, sem betur er þekktur sem Valli Sport og er framkvæmdastjóri Pipar\TBWA. Á listanum eru einnig þeir sem hafa mikla reynslu af því að reka kosningabaráttu og eru sannkallaðar kosningakanónur líkt og þeir Janus Arn Guðmundsson og Heimir Hannesson. Þeir félagar gegndu lykilhlutverkum í framboði Guðna Th. Jóhannessonar í forsetakosningum árið 2016. Janus hlaut á dögunum kosningu í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Listinn yfir framkvæmdastjórn kosningabaráttu Baldurs: Álfrún Baldursdóttir Arna Arnardóttir Árni Freyr Magnússon Camilla Rut Rúnarsdóttir Gunnar Helgason Hafdís Sigurðardóttir Heimir Hannesson Janus Arn Guðmundsson Ragna Ívarsdóttir Sara Dögg Svanhildardóttir Sólborg Guðbrandsdóttir Valgeir Magnússon Þorgerður Anna Arnardóttir Besti flokkurinn með Jóni Kvikmyndagerðarkonan Kolka Heimisdóttir sem síðast tók þátt í gerð True Detective: Night Country þáttanna er kosningastýra Jóns Gnarr. Með honum eru kunnugleg andlit, þau hin sömu og fylgdu honum í vegferð Besta flokksins árið 2010. Þá segir Jón í svari til fréttastofu að fjölskylda hans aðstoði eftir fremsta megni. Heiða Kristín Helgadóttir var lykilmanneskja í Besta flokknum á sínum tíma.Vísir/Vilhelm Í kosningastjórn eru þau Heiða Kristín Helgadóttir, Hrefna Lind Heimisdóttir og S. Björn Blöndal. Heiða Kristín var aðstoðarmaður Jóns á meðan hann gegndi borgarstjóraembættinu og varð svo framkvæmdastjóri Besta flokksins áður en hún stofnaði Bjarta framtíð með Guðmundi Steingrímssyni. Hrefna Lind hefur oft starfað með Jóni, meðal annars hjá Forlaginu og 365. Jón réð hana til 365 árið 2015 eftir að hafa verið ráðinn framkvæmdastjóri dagskrársviðs. Hún skrifaði til að mynda handritið að Borgarstjóranum, grínþáttum sem komu út árið 2016. S. Björn Blöndal er flestum kunnugur sem bassaleikari HAM, tók þátt í starfi Besta flokksins og varð svo formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar 2014 til 2018. Sjálfboðaliðar og ráðgjöf vina erlendis Í svörum frá framboði Höllu Hrundar kemur fram að kosningabarátta hennar sé keyrð áfram af sjálfboðaliðum. Af vinum, fjölskyldu og fólki sem Halla Hrund þekki ekki en hafi haft samband og boðið aðstoð. Hundruð sjálfboðaliða hafi skráð sig til leiks nú þegar. Sunna Kristín Hilmarsdóttir er þrautreyndur blaðamaður sem hefur reynslu af kosningabaráttu með Viðreisn.Elín Guðmunds Vísi var sendur listi með dæmum af þeim sjálfboðaliðum. Þar má meðal annars finna Sunnu Kristínu Hilmarsdóttur, fyrrverandi kosningastýru Viðreisnar í Alþingiskosningunum 2021. Þá er þar einnig Karen Kjartansdóttir almannatengill og einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrókar. Karen Kjartansdóttir er almannatengill sem hefur haft sig mikið í frammi varðandi réttindi Palestínumanna. „Þá má halda því til haga að Halla Hrund hefur aldrei tekið þátt í starfi stjórnmálaflokks hér á landi. Framboð hennar er ekki skipulagt af neinum þeirra einstaklinga eða hópa sem gjarnan eru nefndir opinberlega eða á milli fólks í tengslum við kosningabaráttur, fyrir utan nokkra vini hennar og Kristjáns Freys, eiginmanns hennar,“ segir í svari frá framboðinu. Sumt hafi verið gert með óhefðbundnum hætti við undirbúning framboðsins. Ekki hafi verið haldnir margir fundir í persónu, heldur hafi undirbúningur að mestu farið fram í gegnum Zoom og Slack. „Enn sem komið er hefur framboðið ekki keypt ráðgjöf frá auglýsingastofu, birtingahúsi eða almannatengslafyrirtæki. Þá voru Halla og Kristján lengi búsett í Bandaríkjunum og hafa fengið ábendingar og ráðgjöf frá vinum og kunningjum þar sem hafa reynslu af kosningabaráttum erlendis.“ Listi yfir hluta þeirra sjálfboðaliða sem vinna fyrir Höllu Hrund: Haukur Steinn Logason, bróðir Höllu Hrundar Eva Guðrún Kristjánsdóttir, systir Kristjáns Freys Auðbjörg Ólafsdóttir, göngufélagi og vinkona Höllu Hrundar Arna Frímannsdóttir, æskuvinkona Höllu Hrundar Helga Lára Haarde, vinkona Höllu Hrundar Karen Kjartansdóttir, samstarfsmaður og vinkona Höllu Hrundar Sunna Kristín Hilmarsdóttir, vinkona Höllu Hrundar Baklandið sneysafullt af fyrrum samstarfsfélögum Í svörum frá framboði Höllu Tómasdóttur kemur fram að bakland hennar sé samansett af sjálfboðaliðum. Þar sé fjölskylda og vinir Höllu og eiginmanns hennar Björns Skúlasonar ásamt vinum og fyrrverandi samstarfsfólki. Þeir séu meðal annars frá stofnun HR, Auðar í krafti kvenna, Þjóðfundarins og svo mætti lengi telja, að því er segir í svarinu. Þar segir að það sé mikið af fólki og listinn því langur. Vigdís Jóhannsdóttir er klár í kosningaslag. Kosningastjóri Höllu er vinkona hennar Vigdís Jóhannsdóttir. Vigdís starfar sem markaðs- og samskiptastjóri Stafræns Íslands og var ráðin árið 2020. Hún er viðskiptafræðingur að mennt, starfaði um árabil hjá 365 miðlum og var þar bæði verkefnastjóri á markaðsdeild og kynningarstjóri útvarps. Þá starfaði hún hjá Pipar\TBWA frá 2009 til 2017 og var aðstoðarframkvæmdastjóri. Að sögn Vigdísar keyrir hún framboðið áfram ásamt Sigurlaugu Guðrúnu Jóhannsdóttur. Sigurlaug er frumkvöðull og þróaði meðal annars appið HEIMA sem hannað var til að létta á heimilisverkum meðal fjölskyldna. Sækir sér ráðgjöf og er með skrifstofustjóra Hópurinn sem hefur beina aðkomu að forsetaframboði Arnars Þórs Jónssonar er býsna stór, að því er segir í svörum frá framboði hans. Hópurinn er fyrst og fremst samansettur af fjölskyldu hans og vinum. Magnús Örn Gunnarsson er aðalmaðurinn bak við tjöldin hjá Arnari Þór Jónssyni. „En til viðbótar sækir Arnar Þór sér faglega ráðgjöf og framlag verktaka sem leggja framboðinu lið með vinnuframlagi sínu næstu vikurnar. Ég leiði þann hóp sem ráðgjafi kosningastjórnar í verkefnum kosningaskrifstofunnar,“ segir í svari frá Magnúsi Erni Gunnarssyni fyrir hönd Arnars Þórs. Eftir því sem Vísir kemst næst er Magnús stjórnarmaður í Varðbergi, samtökum um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Í svörum Magnúsar segir ennfremur að skrifstofustjóri sé Alexander Gunnarsson og að skrifstofan sé til húsa að Ármúla 15 í Reykjavík. Þá sé ráðgjöf á sviði kynningarstarfs í höndum GPS samskipta sem rekin séu af Gunnari Steini Pálssyni. Tvær saman hönd í hönd fyrir Sigríði Hrund „Ég er bara eini starfsmaðurinn. Ég er maskínan hennar Siggu. Við förum saman tvær hönd í hönd,“ segir Harpa Björg Hjálmtýsdóttir samskiptastjóri Sigríðar Hrundar Pétursdóttur í samtali við Vísi. „Harpa er drífandi, eldklár, snögg að hugsa og leitar nýrra lausna sem ég kann afar vel við. Hún hefur jákvæðan og nærandi persónuleika og hrífur fólk með sér. Hún er frábær viðbót við framboð mitt og mun á næstu mánuðum reynast framboðsteyminu afar vel. Það lýsir Hörpu vel að hún var fyrst til að sækja um auglýsta stöðu Samskiptaskapara og kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera,“ var haft eftir Sigríði Hrund þegar tilkynnt var að hún hefði ráðið Hörpu. Harpa kemur í stað Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengils. Hödd gekk frá borði í janúar, sama mánuði og tilkynnt var um framboðið. Hún sagði í samtali við Vísi að þær Sigríður Hrund hefðu ekki skilið í illu. Systkinin með Ásdísi Rán „Við systkinin höfum nú bara verið að dúlla okkur í þessu síðustu tvær vikur ásamt vinum og vandamönnum en það er ekkert markaðsteymi á bakvið mig,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir í svari til Vísis. „En núna fyrst að ég er að detta inn í alvöru kosningabaráttu þá vil ég nýta tækifærið og óska eftir fleiri snillingum sem vilja ganga í IceQueen teymið og hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum.“
Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00