„Ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 11:32 Bjarkey er varaformaður þingflokks Vinstri grænna og hefur setið á þingi fyrir flokkinn síðan 2013. Hún kemur úr Norðausturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, segist ætla að halda áfram þeim verkefnum sem Svandís Svavarsdóttir hefur sinnt í ráðuneytinu. Hún segist spennt takast á við ný verkefni sem ráðherra en að hún ætli að nýta daginn í að kynna sér málin í ráðuneytinu. „Það eru margar áskoranir eins og fyrrverandi ráðherra kom hér inn á,“ sagði Bjarkey eftir að hún tók við lyklum í morgun. Spurð hvort hún ætli að halda áfram verkefnum Svandísar í til dæmis sjávarútvegi segir Bjarkey að hún ætli að byrja á því að setjast niður með ráðuneytisstjóra. „Næstu skref mín eru að setjast niður með ráðuneytisstjóra og því góða fólki sem að hér vinnur og setja mig svolítið inn í málin,“ sagði Bjarkey og að hún væri betur inni í sumum málum en öðrum. „Ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar um eitt eða neitt á þessu stigi málsins. Vinnan er hér í gangi innan ráðuneytisins og hún heldur áfram, svo sjáum við bara hvað setur,“ segir Bjarkey og átti þá við breytingar í sjávarútvegi. Hún ætli að setja sig frekar og betur inn í þau mál núna. Spurð um hvalveiðar segir Bjarkey að hún þurfi að átta sig á málinu og hvar það sé statt. Hún sé ekki inn í málinu eins og Svandís var en hún muni nýta daginn í að fræðast um þau mál. „Það er eins með þetta og hitt. Ég þarf auðvitað aðeins að átta mig á umhverfinu og vita hvar málið er statt akkúrat núna. Ég er ekki inn í því eins og sú sem á undan mér var,“ sagði Bjarkey og að dagurinn færi í það að koma sér inn í málin og hvar þau eru stödd. Kaflaskil í ríkisstjórn Svandís Svavarsdóttir, nú innviðaráðherra, afhenti Bjarkeyju lyklana að matvælaráðuneytinu í morgun. „Þetta eru náttúrulega kaflaskil. Þetta er ráðuneyti sem mér þykir einstaklega vænt um,“ sagði Svandís þegar hún afhenti Bjarkeyju lyklana að matvælaráðuneytinu. Svandís afhendi Bjarkeyju lykil á skeifu en sagði starfsfólk aðallega nota aðgangskort til að komast inn.Svandís sagðist ánægð að sjá Bjarkeyju taka við matvælaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Svandís sagði við það tilefni þetta kaflaskil. Henni þyki afar vænt um ráðuneytið og viðfangsefnin í ráðuneytinu séu henni kær. Verkefnin séu spennandi. Það séu lykilatvinnugreinar landsmanna og mikil spenna í hjörtum landsmanna. „Það eru miklar meiningar, mikil spenna og mikill eldur í hjörtunum um land allt.“ Hún sagðist ánægð að fá Bjarkeyju til starfa í ráðuneytinu. Það séu spennandi verkefni fram undan og að sem dæmi sé tilbúið frumvarp um lagareldi sem Bjarkey geti mælt fyrir. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjávarútvegur Hvalveiðar Vinstri græn Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. 10. apríl 2024 10:53 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
„Það eru margar áskoranir eins og fyrrverandi ráðherra kom hér inn á,“ sagði Bjarkey eftir að hún tók við lyklum í morgun. Spurð hvort hún ætli að halda áfram verkefnum Svandísar í til dæmis sjávarútvegi segir Bjarkey að hún ætli að byrja á því að setjast niður með ráðuneytisstjóra. „Næstu skref mín eru að setjast niður með ráðuneytisstjóra og því góða fólki sem að hér vinnur og setja mig svolítið inn í málin,“ sagði Bjarkey og að hún væri betur inni í sumum málum en öðrum. „Ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar um eitt eða neitt á þessu stigi málsins. Vinnan er hér í gangi innan ráðuneytisins og hún heldur áfram, svo sjáum við bara hvað setur,“ segir Bjarkey og átti þá við breytingar í sjávarútvegi. Hún ætli að setja sig frekar og betur inn í þau mál núna. Spurð um hvalveiðar segir Bjarkey að hún þurfi að átta sig á málinu og hvar það sé statt. Hún sé ekki inn í málinu eins og Svandís var en hún muni nýta daginn í að fræðast um þau mál. „Það er eins með þetta og hitt. Ég þarf auðvitað aðeins að átta mig á umhverfinu og vita hvar málið er statt akkúrat núna. Ég er ekki inn í því eins og sú sem á undan mér var,“ sagði Bjarkey og að dagurinn færi í það að koma sér inn í málin og hvar þau eru stödd. Kaflaskil í ríkisstjórn Svandís Svavarsdóttir, nú innviðaráðherra, afhenti Bjarkeyju lyklana að matvælaráðuneytinu í morgun. „Þetta eru náttúrulega kaflaskil. Þetta er ráðuneyti sem mér þykir einstaklega vænt um,“ sagði Svandís þegar hún afhenti Bjarkeyju lyklana að matvælaráðuneytinu. Svandís afhendi Bjarkeyju lykil á skeifu en sagði starfsfólk aðallega nota aðgangskort til að komast inn.Svandís sagðist ánægð að sjá Bjarkeyju taka við matvælaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Svandís sagði við það tilefni þetta kaflaskil. Henni þyki afar vænt um ráðuneytið og viðfangsefnin í ráðuneytinu séu henni kær. Verkefnin séu spennandi. Það séu lykilatvinnugreinar landsmanna og mikil spenna í hjörtum landsmanna. „Það eru miklar meiningar, mikil spenna og mikill eldur í hjörtunum um land allt.“ Hún sagðist ánægð að fá Bjarkeyju til starfa í ráðuneytinu. Það séu spennandi verkefni fram undan og að sem dæmi sé tilbúið frumvarp um lagareldi sem Bjarkey geti mælt fyrir.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjávarútvegur Hvalveiðar Vinstri græn Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. 10. apríl 2024 10:53 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. 10. apríl 2024 10:53
Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18
Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54
Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59