Að eiga val um dánaraðstoð Anton Sveinn McKee skrifar 9. apríl 2024 12:00 Faðir minn greindist með MND, ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm, í lok árs 2019 og féll fyrir eigin hendi um jólin 2020 eftir að hafa hrakað gífurlega á skömmum tíma. Ég var að ferðast frá Bandaríkjunum til að koma heim í jólafrí þegar ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að pabbi hefði fallið frá. Heimur minn hrundi og við tóku dimmir dagar. Það sem var erfiðast var að fá ekki tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn og segja honum hversu mikið ég elskaði hann. Það er ennþá sárt í dag að hugsa til hans hinstu skrefa, aleinn og án ástvina sinna. Frumvarp um dánaraðstoð er nú komið í nefnd og mun þaðan fara í aðra umræðu. Í Pallborðinu á Vísi þann 27. mars kom fram að Læknafélag Íslands er mótfallið lögleiðingu dánaraðstoðar á grundvelli virðingar fyrir lífi og að með dánaraðstoð sé verið að fara yfir ákveðna línu. En á hvaða tímapunkti vegur raunveruleikinn þyngra en hugmyndafræðilegt siðferði? Í sumum tilfellum greinast einstaklingar með ólæknandi sjúkdóm og engin meðferðarúrræði eru til staðar til að vinna á sjúkdómnum sem mun á endanum draga þá til dauða. Oft kemur greiningin þegar enn er langt í lokametra lífsins. Raunveruleikinn er sá að þeir sem lenda í þessari stöðu hafa samkvæmt núgildandi kerfi forræðishyggjunnar tvo valkosti. Annars vegar er að bíða og upplifa ómeðhöndlanlega og óbærilega líkamlega og andlega þjáningu þangað til að einstaklingurinn er orðin nógu veikur til að hefja líknar- og lífslokameðferð eða að binda endi á sitt eigið líf af sjálfsdáðum. Sjúklingar þurfa að ganga í gegnum dimman dal þar sem þeir taka þessa ákvörðun í einrúmi og án þess að geta rætt hana við neinn. Áfallið leggst á fjölskyldur og aðstandendur en einnig lögreglu og sjúkraliða sem þurfa að sinna skyldum sínum í kringumstæðum sem þessum. Þetta veldur alltaf skaða fyrir samfélagið og sárkvaldir einstaklingar þurfa að að vinna sig upp úr honum sem tekur jafnvel mörg ár. Þetta þarf samt ekki að vera raunveruleikinn. Með frumvarpinu er einstaklingum gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um endalok sín að eigin frumkvæði og vilja, rætt við ástvini og kvatt lífið í faðmi þeirra með reisn og sæmd. Lögin munu ná til þessa afmarkaða og þrönga hóps einstaklinga sem glíma við ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu. Þeim verður gert heimilt að þiggja dánaraðstoð. Þegar við fæðumst er aðeins eitt víst: Við munum deyja. Af hverju er ákvörðun um að fá að enda lífið þegar ekkert annar blasir við en dauðinn ekki í okkar höndum? Hvers vegna eru réttindi og frelsi til sjálfsákvörðunartöku um að þiggja dánaraðstoð í faðmi fjölskyldu og aðstandenda ekki lögleg? Af hverju er það talið dýraníð að halda dýrum á lífi ef lífsgæði þeirra skerðast verulega, en ekki þegar um er að ræða okkur mannfólkið? Að mínu mati er öll umræða um siðfræði ekki viðeigandi þegar hún snýst gegn þeim sem þjást og aðstandendum þeirra. Ég spyr mig hvort það sé ekki meiri mannúð og virðing fyrir mannslífi falin í því og að veita einstaklingum þann sjálfsákvörðunarrétt að ákveða hvort þeir vilji dánaraðstoð eða ekki í þeim kringumstæðum sem lýst var fyrr í greininni. Fyrir mér er það mannúðlegt samfélag. Ef þetta mál snertir þig og þína nánustu, þá hvet ég þig til að heyra í þingmönnum úr þínu kjördæmi. Höfundur er ólympíufari og afreksmaður í sundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Faðir minn greindist með MND, ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm, í lok árs 2019 og féll fyrir eigin hendi um jólin 2020 eftir að hafa hrakað gífurlega á skömmum tíma. Ég var að ferðast frá Bandaríkjunum til að koma heim í jólafrí þegar ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að pabbi hefði fallið frá. Heimur minn hrundi og við tóku dimmir dagar. Það sem var erfiðast var að fá ekki tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn og segja honum hversu mikið ég elskaði hann. Það er ennþá sárt í dag að hugsa til hans hinstu skrefa, aleinn og án ástvina sinna. Frumvarp um dánaraðstoð er nú komið í nefnd og mun þaðan fara í aðra umræðu. Í Pallborðinu á Vísi þann 27. mars kom fram að Læknafélag Íslands er mótfallið lögleiðingu dánaraðstoðar á grundvelli virðingar fyrir lífi og að með dánaraðstoð sé verið að fara yfir ákveðna línu. En á hvaða tímapunkti vegur raunveruleikinn þyngra en hugmyndafræðilegt siðferði? Í sumum tilfellum greinast einstaklingar með ólæknandi sjúkdóm og engin meðferðarúrræði eru til staðar til að vinna á sjúkdómnum sem mun á endanum draga þá til dauða. Oft kemur greiningin þegar enn er langt í lokametra lífsins. Raunveruleikinn er sá að þeir sem lenda í þessari stöðu hafa samkvæmt núgildandi kerfi forræðishyggjunnar tvo valkosti. Annars vegar er að bíða og upplifa ómeðhöndlanlega og óbærilega líkamlega og andlega þjáningu þangað til að einstaklingurinn er orðin nógu veikur til að hefja líknar- og lífslokameðferð eða að binda endi á sitt eigið líf af sjálfsdáðum. Sjúklingar þurfa að ganga í gegnum dimman dal þar sem þeir taka þessa ákvörðun í einrúmi og án þess að geta rætt hana við neinn. Áfallið leggst á fjölskyldur og aðstandendur en einnig lögreglu og sjúkraliða sem þurfa að sinna skyldum sínum í kringumstæðum sem þessum. Þetta veldur alltaf skaða fyrir samfélagið og sárkvaldir einstaklingar þurfa að að vinna sig upp úr honum sem tekur jafnvel mörg ár. Þetta þarf samt ekki að vera raunveruleikinn. Með frumvarpinu er einstaklingum gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um endalok sín að eigin frumkvæði og vilja, rætt við ástvini og kvatt lífið í faðmi þeirra með reisn og sæmd. Lögin munu ná til þessa afmarkaða og þrönga hóps einstaklinga sem glíma við ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu. Þeim verður gert heimilt að þiggja dánaraðstoð. Þegar við fæðumst er aðeins eitt víst: Við munum deyja. Af hverju er ákvörðun um að fá að enda lífið þegar ekkert annar blasir við en dauðinn ekki í okkar höndum? Hvers vegna eru réttindi og frelsi til sjálfsákvörðunartöku um að þiggja dánaraðstoð í faðmi fjölskyldu og aðstandenda ekki lögleg? Af hverju er það talið dýraníð að halda dýrum á lífi ef lífsgæði þeirra skerðast verulega, en ekki þegar um er að ræða okkur mannfólkið? Að mínu mati er öll umræða um siðfræði ekki viðeigandi þegar hún snýst gegn þeim sem þjást og aðstandendum þeirra. Ég spyr mig hvort það sé ekki meiri mannúð og virðing fyrir mannslífi falin í því og að veita einstaklingum þann sjálfsákvörðunarrétt að ákveða hvort þeir vilji dánaraðstoð eða ekki í þeim kringumstæðum sem lýst var fyrr í greininni. Fyrir mér er það mannúðlegt samfélag. Ef þetta mál snertir þig og þína nánustu, þá hvet ég þig til að heyra í þingmönnum úr þínu kjördæmi. Höfundur er ólympíufari og afreksmaður í sundi.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun