Sameiginleg gildi með morðingjum Hjálmtýr Heiðdal skrifar 8. apríl 2024 07:01 Það er tvennt sem vekur upp spurningar hjá mér þegar ýmsir ráðamenn Vesturlanda ræða málefni Ísraels og Palestínu. Iðuleg lýsa þessir aðilar því yfir að í samskiptum og afstöðu gagnvart Ísrael séu „sameiginleg gildi“ (e. shared values) að verki - og svo er sífellt fullyrt að Ísrael sé lýðræðisríki sem hefur rétt til að verja sig. Bandarískir stuðningmenn Ísraels segja þjóðirnar deila sömu grunngildum. Hér eru þau talin upp: „jafnrétti, frelsi, lýðræði, fjölhyggju og réttarríki. Bandaríkin og Ísrael deila hagsmunum í því að hindra stríð, stuðla að stöðugleika og skapa varanlegan frið. Ísrael er áreiðanlegur bandamaður Bandaríkjanna, studdur af öflugu réttarkerfi, frjálsum og sanngjörnum kosningum og fullum atkvæðisrétti fyrir alla þegna sína.“ (Lýsing frá AIPAC- stærstu samtök síonista í BNA). Ursula von der Leyen framkvæmdastjóri ESB segir Evrópu og Ísrael eiga „sameiginlega menningu og gildi„ og að „frelsi Ísraels sé frelsi Evrópu“ og ennfremur að Ísrael sé “öflugt lýðræðisríki“. Allir sem þekkja til mála í Ísrael vita að þar ríkir ekki lýðræði, ekki jafnrétti, ekki fjölhyggja, og ekki réttarríki. Ennfremur er Ísrael árásaraðili, en slík ríki hindra ekki stríð og skapa því engan frið og Ísrael er í raun að verja landránið og kúgunina. Hið sanna um ísraelskt lýðræði er t.d. að í Ísrael er nær fjórðungur landsmanna útilokaður frá búsetu á 93% landsins, að um 20 lagabálkar mismuna íbúum eftir uppruna og trú. Enda er skráð í grunnlög Ísraels að: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis ...Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Þ.e.að um 75% löglegra íbúa eiga allan rétt og 25% eru annarsflokks borgarar í ríki þar sem þeir greiða sín gjöld en njóta ekki sömu réttinda og meirihlutinn af því að þeir eru ekki af réttum uppruna. Ekkert raunverulegt lýðræðisríki skráir slík ákvæði í sinni stjórnarskrá. Hver eru þá hin sameiginlegu gildi sem stjórnmálamönnum verður svo tíðrætt um? Felst ekki í þeim orðum að þeir sem telja sig eiga sameiginleg gildi með Ísrael séu andstæðingar lýðræðis og mannréttinda? Sýna ekki gjörðir þeirra og stuðningur við þjóðarmorð nákvæmlega þetta? Hér blasir nefnilega við ástæða þess að Ísrael kemst upp með þjóðarmorð án þess að leiðandi ríki Vesturlanda bregðist við og beiti Ísrael refsingum. Í 75 ár hefur Ísrael án viðurlaga kúgað Palestínumenn, stolið landi þeirra, drepið leiðtogana og síðan ráðist á Gaza með þeim afleiðingum sem nú blasa við heimsbyggðinni. Fjöldi stjórnmálamanna á Vesturlöndum, þ.á.m. íslenskir stjórnmálamenn, hafa í áratugi haldið hlífiskyldi yfir glæpum síonista og stutt þá pólitískt auk fjármuna- og vopnasendinga. Með samstöðu með Ísrael hafa þeir kastað fyrir róða því kerfi samninga og sáttmála sem alþjóðasamfélagið hefur leitast við að byggja upp frá lokum heimstyrjaldarinnar 1945. Afstaða Alþjóðadómstólsins og Öryggisráðsins er hundsuð þegar það hentar í þágu Ísraels. Ýmsir ráðamenn Vesturlanda hafa orðið áhyggjur af stöðu sinni eftir að Alþjóðadómstóllinn lagði fram bráðabirgðaúrskurð þar sem segir að þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza. Ísrael hefur alls ekki dregið úr hernaði sínum heldur hert árásirnar og unnið skipulega að því að hindra hjálparstarf. Þeir drepa nú eitt barn á Gaza með sprengjum eða hungri, á fimmtán mínútna fresti. Það blasir við að þeir stjórnmálamenn sem hafa stutt Ísrael pólitískt og með vopnasendingum verða dæmdir fyrir þátttöku í þjóðamorði – eða að fyrir að hafa ekki hindrað þjóðarmorð sem þeim ber skv. Sáttmálanum um þjóðarmorð. Og þeir munu ekki að sleppa frá þeirri ábyrgð. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Það er tvennt sem vekur upp spurningar hjá mér þegar ýmsir ráðamenn Vesturlanda ræða málefni Ísraels og Palestínu. Iðuleg lýsa þessir aðilar því yfir að í samskiptum og afstöðu gagnvart Ísrael séu „sameiginleg gildi“ (e. shared values) að verki - og svo er sífellt fullyrt að Ísrael sé lýðræðisríki sem hefur rétt til að verja sig. Bandarískir stuðningmenn Ísraels segja þjóðirnar deila sömu grunngildum. Hér eru þau talin upp: „jafnrétti, frelsi, lýðræði, fjölhyggju og réttarríki. Bandaríkin og Ísrael deila hagsmunum í því að hindra stríð, stuðla að stöðugleika og skapa varanlegan frið. Ísrael er áreiðanlegur bandamaður Bandaríkjanna, studdur af öflugu réttarkerfi, frjálsum og sanngjörnum kosningum og fullum atkvæðisrétti fyrir alla þegna sína.“ (Lýsing frá AIPAC- stærstu samtök síonista í BNA). Ursula von der Leyen framkvæmdastjóri ESB segir Evrópu og Ísrael eiga „sameiginlega menningu og gildi„ og að „frelsi Ísraels sé frelsi Evrópu“ og ennfremur að Ísrael sé “öflugt lýðræðisríki“. Allir sem þekkja til mála í Ísrael vita að þar ríkir ekki lýðræði, ekki jafnrétti, ekki fjölhyggja, og ekki réttarríki. Ennfremur er Ísrael árásaraðili, en slík ríki hindra ekki stríð og skapa því engan frið og Ísrael er í raun að verja landránið og kúgunina. Hið sanna um ísraelskt lýðræði er t.d. að í Ísrael er nær fjórðungur landsmanna útilokaður frá búsetu á 93% landsins, að um 20 lagabálkar mismuna íbúum eftir uppruna og trú. Enda er skráð í grunnlög Ísraels að: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis ...Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Þ.e.að um 75% löglegra íbúa eiga allan rétt og 25% eru annarsflokks borgarar í ríki þar sem þeir greiða sín gjöld en njóta ekki sömu réttinda og meirihlutinn af því að þeir eru ekki af réttum uppruna. Ekkert raunverulegt lýðræðisríki skráir slík ákvæði í sinni stjórnarskrá. Hver eru þá hin sameiginlegu gildi sem stjórnmálamönnum verður svo tíðrætt um? Felst ekki í þeim orðum að þeir sem telja sig eiga sameiginleg gildi með Ísrael séu andstæðingar lýðræðis og mannréttinda? Sýna ekki gjörðir þeirra og stuðningur við þjóðarmorð nákvæmlega þetta? Hér blasir nefnilega við ástæða þess að Ísrael kemst upp með þjóðarmorð án þess að leiðandi ríki Vesturlanda bregðist við og beiti Ísrael refsingum. Í 75 ár hefur Ísrael án viðurlaga kúgað Palestínumenn, stolið landi þeirra, drepið leiðtogana og síðan ráðist á Gaza með þeim afleiðingum sem nú blasa við heimsbyggðinni. Fjöldi stjórnmálamanna á Vesturlöndum, þ.á.m. íslenskir stjórnmálamenn, hafa í áratugi haldið hlífiskyldi yfir glæpum síonista og stutt þá pólitískt auk fjármuna- og vopnasendinga. Með samstöðu með Ísrael hafa þeir kastað fyrir róða því kerfi samninga og sáttmála sem alþjóðasamfélagið hefur leitast við að byggja upp frá lokum heimstyrjaldarinnar 1945. Afstaða Alþjóðadómstólsins og Öryggisráðsins er hundsuð þegar það hentar í þágu Ísraels. Ýmsir ráðamenn Vesturlanda hafa orðið áhyggjur af stöðu sinni eftir að Alþjóðadómstóllinn lagði fram bráðabirgðaúrskurð þar sem segir að þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza. Ísrael hefur alls ekki dregið úr hernaði sínum heldur hert árásirnar og unnið skipulega að því að hindra hjálparstarf. Þeir drepa nú eitt barn á Gaza með sprengjum eða hungri, á fimmtán mínútna fresti. Það blasir við að þeir stjórnmálamenn sem hafa stutt Ísrael pólitískt og með vopnasendingum verða dæmdir fyrir þátttöku í þjóðamorði – eða að fyrir að hafa ekki hindrað þjóðarmorð sem þeim ber skv. Sáttmálanum um þjóðarmorð. Og þeir munu ekki að sleppa frá þeirri ábyrgð. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun