„Ég er frosinn á tánum“ Sverrir Mar Smárason skrifar 6. apríl 2024 21:48 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur síns liðs í fyrsta leik Bestu deildar karla í kvöld. “Mér fannst við bara vera með hlutina under control og vorum þroskaðari en þeir. Við vorum að stjórna leiknum að stórum hluta í fyrri hálfleik. Hann var mjög góður þegar við náðum tökum á uppspilinu okkar. Við komum þeim svolítið á óvart með því að fjölmenna hægra megin og Davíð fékk mikið frelsi. Við nýttum krossana ekki nægilega vel en fínt að fá mark fyrir lokin á fyrri,” sagði Arnar og hélt áfram. “Seinni hálfleikur var erfiður. Vindurinn var erfiður og Stjarnan lá á okkur en við nýttum okkar skyndisóknir mjög vel. Ég er hrikalega ánægður með þennan leik. Ég er frosinn á tánum í þessum erfiðu aðstæðum. Leikmenn þurftu að grafa djúpt á móti góðu liði.” Arnar var svo spurður um byrjunina á tímabilinu. “Að byrja svona, nákvæmlega eins og í fyrra á móti sama liði, það veit á gott. Mér finnst liðið í góðum takti. Höfum átt góðan og hljóðlátan vetur. Búnir að skerpa á nokkrum hlutum og erum að bíða eftir því að fá stóra pósta úr meiðslum. Á meðan svo er þá eru hinir að gera vel. Við erum með góðan strúktúr og getum leyft okkur að breyta til. Strákarnir eru ótrúlega duglegir að hlusta alltaf á bullið í mér alveg sama hvað ég kem þeim á óvart,” sagði hann. Hvað er langt í þessa stóru pósta? “Viktor var á bekknum núna, Aron kannski 2-3 vikur og Jón Guðni kannski 3-4 vikur. Þetta verður hausverkur og við erum samt með fyrirliðann okkar, Viktor Örlyg og Ara Sigurpáls og fleiri á bekknum en svona er þetta. Þetta verður hópverkefni í sumar,” sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
“Mér fannst við bara vera með hlutina under control og vorum þroskaðari en þeir. Við vorum að stjórna leiknum að stórum hluta í fyrri hálfleik. Hann var mjög góður þegar við náðum tökum á uppspilinu okkar. Við komum þeim svolítið á óvart með því að fjölmenna hægra megin og Davíð fékk mikið frelsi. Við nýttum krossana ekki nægilega vel en fínt að fá mark fyrir lokin á fyrri,” sagði Arnar og hélt áfram. “Seinni hálfleikur var erfiður. Vindurinn var erfiður og Stjarnan lá á okkur en við nýttum okkar skyndisóknir mjög vel. Ég er hrikalega ánægður með þennan leik. Ég er frosinn á tánum í þessum erfiðu aðstæðum. Leikmenn þurftu að grafa djúpt á móti góðu liði.” Arnar var svo spurður um byrjunina á tímabilinu. “Að byrja svona, nákvæmlega eins og í fyrra á móti sama liði, það veit á gott. Mér finnst liðið í góðum takti. Höfum átt góðan og hljóðlátan vetur. Búnir að skerpa á nokkrum hlutum og erum að bíða eftir því að fá stóra pósta úr meiðslum. Á meðan svo er þá eru hinir að gera vel. Við erum með góðan strúktúr og getum leyft okkur að breyta til. Strákarnir eru ótrúlega duglegir að hlusta alltaf á bullið í mér alveg sama hvað ég kem þeim á óvart,” sagði hann. Hvað er langt í þessa stóru pósta? “Viktor var á bekknum núna, Aron kannski 2-3 vikur og Jón Guðni kannski 3-4 vikur. Þetta verður hausverkur og við erum samt með fyrirliðann okkar, Viktor Örlyg og Ara Sigurpáls og fleiri á bekknum en svona er þetta. Þetta verður hópverkefni í sumar,” sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13