Hér geta liðin endað eftir kvöldið: Spenna í lokaumferð Subway Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2024 12:31 Callum Lawson og félagar í Tindastól þurfa hjálp frá Álftanesmönnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld kemur í ljós hvaða lið mætast í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta en útreikningurinn í lok kvöld gæti orðið svolítið flókinn. Við ætlum að reyna einfalda aðeins þessa flóknu stöðu. Baráttan er aðallega á tveimur stöðum því Valsmenn eru orðnir deildarmeistarar, Haukar eru í einskismannslandi og bæði Breiðablik og Hamar eru fallin úr deildinni. Það er aftur á móti mikil barátta um heimavallarréttinn og svo um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Flóknasta staðan er vissulega hvaða lið enda í öðru til fimmta sæti því þarf getur mikið breyst eftir leikina í kvöld. Grindavík og Keflavík geta þannig endað í öllum fjórum sætunum, Njarðvíkingar geta endað í öðru til fjórða sæti og Þórsarar eiga tölfræðilega möguleika á öðru og þriðja sæti en aðeins raunhæfa möguleika á fjórða eða fimmta sætinu. Grindvíkingar standa svo vel í innbyrðis leikjum á móti Njarðvík og Þór að þeir græða á því að sem flest lið endi jöfn með 30 stig. Keflvíkingar eru í öðru sæti og á sigurbraut en kvöldið gæti endað mjög illa því Keflavíkurliðið kemur verst út í innbyrðis leikjum endi öll liðin jöfn að stigum. Þórsarar gætu flækt málið með sigri á Keflavík því það gæfi fleiri liðum en þeim tækifæri að ná bikarmeisturunum að stigum. Staðan er aðeins einfaldari í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stjarnan og Tindastóll berjast um það og spila bæði lið við lið sem er fallið úr deildinni. Það er því líklegt að þau vinni bæði sinn leik. Það sem gæti aftur á móti ráðið lokastöðunni er úrslitin úr leik Álftanesliðsins og Hattar. Álftanes og Höttur eru að spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið en tapi Höttur þá hefur það mikil áhrif á lokastöðu Hattarliðsins, Tindastóls og Stjörnunnar. Stólarnir þurfa því að treysta á það að fá Hött með í pakkann til að komast upp fyrir Stjörnuna því Stjarnan er með betri innbyrðis stöðu ef Stjarnan og Tindastóll enda jöfn að stigum. Endi Höttur, Tindastóll og Stjarnan jöfn að stigum þá sitja Stjörnumenn eftir með sárt ennið. Hér fyrir ofan og neðan má sjá yfirlit yfir möguleika liðanna. Það er líka hægt að taka þetta saman eftir ákveðnum sætum. Þá kæmi þetta út eins og sjá má hér fyrir neðan. Lið sem geta endað í öðru sætinu Keflavík: Vinnur Þór Njarðvík: Vinnur Val og Keflavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík tapar, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 40 stigum eða meira, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í þriðja sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík tapar og Grindavík vinnur Njarðvík: Tap fyrir Val, Keflavík vinnur og Grindavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík vinnur, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 35-39 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í fjórða sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur og Grindavík tapar Keflavík: Tap fyrir Þór með 35 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Njarðvík: Tap fyrir Val, Grindavík vinnur og Keflavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór tapar fyrir Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík, Grindavík vinnur og Njarðvík vinnur Lið sem geta endað í fimmta sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur Val og Grindavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Tapar fyrir Keflavík Lið sem geta endað í sjötta sætinu Álftanes: Vinnur Hött Höttur: Vinnur Álftanes Lið sem geta endað í sjöunda sætinu Álftanes: Tapar fyrir Hetti Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og Tindastóll tapar Tindastóll: Vinnur Hamar, Stjarnan vinnur og Höttur tapar Lið sem geta endað í áttunda sætinu Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og bæði Tindastóll og Stjarnan vinna Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur og Höttur vinnur Stjarnan: Tapar fyrir Breiðabliki og Tindastól tapar Lið sem geta endað í níuunda sætinu Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur en Höttur tapar Stjarnan: Tapar á móti Breiðabliki, Tindastóll vinnur Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Tindastóll Stjarnan Höttur UMF Álftanes Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Sjá meira
Baráttan er aðallega á tveimur stöðum því Valsmenn eru orðnir deildarmeistarar, Haukar eru í einskismannslandi og bæði Breiðablik og Hamar eru fallin úr deildinni. Það er aftur á móti mikil barátta um heimavallarréttinn og svo um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Flóknasta staðan er vissulega hvaða lið enda í öðru til fimmta sæti því þarf getur mikið breyst eftir leikina í kvöld. Grindavík og Keflavík geta þannig endað í öllum fjórum sætunum, Njarðvíkingar geta endað í öðru til fjórða sæti og Þórsarar eiga tölfræðilega möguleika á öðru og þriðja sæti en aðeins raunhæfa möguleika á fjórða eða fimmta sætinu. Grindvíkingar standa svo vel í innbyrðis leikjum á móti Njarðvík og Þór að þeir græða á því að sem flest lið endi jöfn með 30 stig. Keflvíkingar eru í öðru sæti og á sigurbraut en kvöldið gæti endað mjög illa því Keflavíkurliðið kemur verst út í innbyrðis leikjum endi öll liðin jöfn að stigum. Þórsarar gætu flækt málið með sigri á Keflavík því það gæfi fleiri liðum en þeim tækifæri að ná bikarmeisturunum að stigum. Staðan er aðeins einfaldari í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stjarnan og Tindastóll berjast um það og spila bæði lið við lið sem er fallið úr deildinni. Það er því líklegt að þau vinni bæði sinn leik. Það sem gæti aftur á móti ráðið lokastöðunni er úrslitin úr leik Álftanesliðsins og Hattar. Álftanes og Höttur eru að spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið en tapi Höttur þá hefur það mikil áhrif á lokastöðu Hattarliðsins, Tindastóls og Stjörnunnar. Stólarnir þurfa því að treysta á það að fá Hött með í pakkann til að komast upp fyrir Stjörnuna því Stjarnan er með betri innbyrðis stöðu ef Stjarnan og Tindastóll enda jöfn að stigum. Endi Höttur, Tindastóll og Stjarnan jöfn að stigum þá sitja Stjörnumenn eftir með sárt ennið. Hér fyrir ofan og neðan má sjá yfirlit yfir möguleika liðanna. Það er líka hægt að taka þetta saman eftir ákveðnum sætum. Þá kæmi þetta út eins og sjá má hér fyrir neðan. Lið sem geta endað í öðru sætinu Keflavík: Vinnur Þór Njarðvík: Vinnur Val og Keflavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík tapar, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 40 stigum eða meira, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í þriðja sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík tapar og Grindavík vinnur Njarðvík: Tap fyrir Val, Keflavík vinnur og Grindavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík vinnur, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 35-39 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í fjórða sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur og Grindavík tapar Keflavík: Tap fyrir Þór með 35 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Njarðvík: Tap fyrir Val, Grindavík vinnur og Keflavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór tapar fyrir Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík, Grindavík vinnur og Njarðvík vinnur Lið sem geta endað í fimmta sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur Val og Grindavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Tapar fyrir Keflavík Lið sem geta endað í sjötta sætinu Álftanes: Vinnur Hött Höttur: Vinnur Álftanes Lið sem geta endað í sjöunda sætinu Álftanes: Tapar fyrir Hetti Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og Tindastóll tapar Tindastóll: Vinnur Hamar, Stjarnan vinnur og Höttur tapar Lið sem geta endað í áttunda sætinu Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og bæði Tindastóll og Stjarnan vinna Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur og Höttur vinnur Stjarnan: Tapar fyrir Breiðabliki og Tindastól tapar Lið sem geta endað í níuunda sætinu Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur en Höttur tapar Stjarnan: Tapar á móti Breiðabliki, Tindastóll vinnur
Lið sem geta endað í öðru sætinu Keflavík: Vinnur Þór Njarðvík: Vinnur Val og Keflavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík tapar, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 40 stigum eða meira, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í þriðja sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík tapar og Grindavík vinnur Njarðvík: Tap fyrir Val, Keflavík vinnur og Grindavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík vinnur, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 35-39 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í fjórða sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur og Grindavík tapar Keflavík: Tap fyrir Þór með 35 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Njarðvík: Tap fyrir Val, Grindavík vinnur og Keflavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór tapar fyrir Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík, Grindavík vinnur og Njarðvík vinnur Lið sem geta endað í fimmta sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur Val og Grindavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Tapar fyrir Keflavík Lið sem geta endað í sjötta sætinu Álftanes: Vinnur Hött Höttur: Vinnur Álftanes Lið sem geta endað í sjöunda sætinu Álftanes: Tapar fyrir Hetti Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og Tindastóll tapar Tindastóll: Vinnur Hamar, Stjarnan vinnur og Höttur tapar Lið sem geta endað í áttunda sætinu Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og bæði Tindastóll og Stjarnan vinna Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur og Höttur vinnur Stjarnan: Tapar fyrir Breiðabliki og Tindastól tapar Lið sem geta endað í níuunda sætinu Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur en Höttur tapar Stjarnan: Tapar á móti Breiðabliki, Tindastóll vinnur
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Tindastóll Stjarnan Höttur UMF Álftanes Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Sjá meira