Íhugar framboð til forseta alvarlega Heimir Már Pétursson skrifar 3. apríl 2024 11:43 Það bíða margir eftir ákvörðun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um hvort hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands eða ekki. Sigurður Ingi Jóhannsson gæti mögulega orðið forsætisráðherra ef svo fer. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir staðfestir að hún sé alvarlega að hugsa um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og muni greina frá niðurstöðu sinni á næstu dögum. Tveir forsetaframbjóðendur hafa bæst í hópinn frá í gær, þeir Jón Gnarr og Guðmundur Felix Grétarsson. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar sérstaklega í dag um mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur. Það er greinilegt að Bessastaðir heilla og margir telja sig eiga erindi þangað því verið er að safna meðmælendum fyrir um eða yfir sextíu frambjóðendur til embættis forseta Íslands. Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri greindi frá framboði sínu með ávarpi í myndbandi í gærkvöldi. Jón Gnarr greindi frá forsetaframboði sínu í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm „Ef þjóðin kýs mig til verksins mun ég taka því af mikilli alvöru og leggja mig allan fram um að láta gott af mér leiða í öllu því er varðar heill og hamingju þjóðarinnar í veraldlegum og andlegum efnum. Og bið Guð og menn að gefa mér styrk til þess,“ sagði Jón Gnarr meðal annars í ávarpi sínu. Þá tilkynnti Guðmundur Felix Grétarsson, sem vakið hefur athygli undanfarin mörg ár fyrir baráttu sína eftir alvarlegt slys og að fá græddar á sig hendur, í morgun að hann bjóði sig fram. Guðmundur Felix Grétarsson greindi frá framboði sínu í morgun.Vísir/Vilhelm „Í lýðræðisríki þurfa ekki allir að sjá heiminn í sama ljósi en við þurfum að vera samstíga leikreglur, stefnu og gildismat. Við þurfum að skoða hvað er gott í okkar samfélagi og halda í það og sleppa örðu. Það skiptir engu máli á hvaða farrými við ferðumst. Það er öllum til heilla að farartækið hangi saman. Það er af þessum ástæðum sem ég býð mig fram,“ sagði Guðmundur Felix meðal annars í myndbandsávarpi sem hann birti í morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir gæti verið á leið í framboð.Vísir/Vilhelm Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona lýsti því yfir á dögunum að hún muni bjóða sig fram ákveði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að gera það. Byrjað er að safna meðmælendum með Steinunni Ólínu á island.is en hún hefur ekki tilkynnt formlega um framboð. Margir bíða hins vegar eftir því að forsætisráðherra greini frá því hvort hún bjóði sig fram eða ekki. Í samtali við fréttastofu segist hún hafa hugsað þessi mál mikið yfir páskana. Hún muni greina frá niðurstöðu sinni á allra næstu dögum. Bjóði Katrín sig fram þyrfti að skoða stjórnarsamstarfið í því ljósi. Af þessum sökum boðaði Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins til sérstaks þingflokksfundar í dag um mögulegt framboð Katrínar. Það vekur einnig athygli að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætir ekki á tveggja daga utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Brussel í dag. Þar á að ræða langtímaaðstoð við Úkraínu og minnast þess að 75 ár eru liðin frá því NATO var stofnað. Ekki er ólíklegt að Bjarni telji sig þurfa að vera heima á Íslandi komi til uppstokkunar í ríkisstjórninni eða annarra breytinga. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. 3. apríl 2024 10:44 Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3. apríl 2024 10:18 Steinunn Ólína komin á lista yfir forsetaefni Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona er komin í hóp þeirra sem nú eru að safna meðmælendum vegna hugsanlegs forsetaframboðs. 3. apríl 2024 10:06 Guðmundur Felix býður fram krafta sína Guðmundur Felix Grétarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. 3. apríl 2024 09:06 Jón Gnarr ætlar á Bessastaði Jón Gnarr ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnir hann í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum í kvöld. 2. apríl 2024 20:02 „Veit að hún er að hugsa málið“ Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. 2. apríl 2024 19:10 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Það er greinilegt að Bessastaðir heilla og margir telja sig eiga erindi þangað því verið er að safna meðmælendum fyrir um eða yfir sextíu frambjóðendur til embættis forseta Íslands. Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri greindi frá framboði sínu með ávarpi í myndbandi í gærkvöldi. Jón Gnarr greindi frá forsetaframboði sínu í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm „Ef þjóðin kýs mig til verksins mun ég taka því af mikilli alvöru og leggja mig allan fram um að láta gott af mér leiða í öllu því er varðar heill og hamingju þjóðarinnar í veraldlegum og andlegum efnum. Og bið Guð og menn að gefa mér styrk til þess,“ sagði Jón Gnarr meðal annars í ávarpi sínu. Þá tilkynnti Guðmundur Felix Grétarsson, sem vakið hefur athygli undanfarin mörg ár fyrir baráttu sína eftir alvarlegt slys og að fá græddar á sig hendur, í morgun að hann bjóði sig fram. Guðmundur Felix Grétarsson greindi frá framboði sínu í morgun.Vísir/Vilhelm „Í lýðræðisríki þurfa ekki allir að sjá heiminn í sama ljósi en við þurfum að vera samstíga leikreglur, stefnu og gildismat. Við þurfum að skoða hvað er gott í okkar samfélagi og halda í það og sleppa örðu. Það skiptir engu máli á hvaða farrými við ferðumst. Það er öllum til heilla að farartækið hangi saman. Það er af þessum ástæðum sem ég býð mig fram,“ sagði Guðmundur Felix meðal annars í myndbandsávarpi sem hann birti í morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir gæti verið á leið í framboð.Vísir/Vilhelm Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona lýsti því yfir á dögunum að hún muni bjóða sig fram ákveði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að gera það. Byrjað er að safna meðmælendum með Steinunni Ólínu á island.is en hún hefur ekki tilkynnt formlega um framboð. Margir bíða hins vegar eftir því að forsætisráðherra greini frá því hvort hún bjóði sig fram eða ekki. Í samtali við fréttastofu segist hún hafa hugsað þessi mál mikið yfir páskana. Hún muni greina frá niðurstöðu sinni á allra næstu dögum. Bjóði Katrín sig fram þyrfti að skoða stjórnarsamstarfið í því ljósi. Af þessum sökum boðaði Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins til sérstaks þingflokksfundar í dag um mögulegt framboð Katrínar. Það vekur einnig athygli að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætir ekki á tveggja daga utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Brussel í dag. Þar á að ræða langtímaaðstoð við Úkraínu og minnast þess að 75 ár eru liðin frá því NATO var stofnað. Ekki er ólíklegt að Bjarni telji sig þurfa að vera heima á Íslandi komi til uppstokkunar í ríkisstjórninni eða annarra breytinga.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. 3. apríl 2024 10:44 Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3. apríl 2024 10:18 Steinunn Ólína komin á lista yfir forsetaefni Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona er komin í hóp þeirra sem nú eru að safna meðmælendum vegna hugsanlegs forsetaframboðs. 3. apríl 2024 10:06 Guðmundur Felix býður fram krafta sína Guðmundur Felix Grétarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. 3. apríl 2024 09:06 Jón Gnarr ætlar á Bessastaði Jón Gnarr ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnir hann í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum í kvöld. 2. apríl 2024 20:02 „Veit að hún er að hugsa málið“ Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. 2. apríl 2024 19:10 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. 3. apríl 2024 10:44
Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3. apríl 2024 10:18
Steinunn Ólína komin á lista yfir forsetaefni Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona er komin í hóp þeirra sem nú eru að safna meðmælendum vegna hugsanlegs forsetaframboðs. 3. apríl 2024 10:06
Guðmundur Felix býður fram krafta sína Guðmundur Felix Grétarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. 3. apríl 2024 09:06
Jón Gnarr ætlar á Bessastaði Jón Gnarr ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnir hann í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum í kvöld. 2. apríl 2024 20:02
„Veit að hún er að hugsa málið“ Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. 2. apríl 2024 19:10
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent