Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. apríl 2024 18:59 María segir málin fleiri en eitt, og þau varði fleiri en einn einstakling. Vísir/Egill Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra ræddi nýlega mál spænskra stúlkna sem urðu fyrir því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Þá sagði hún líklegt að slíkt mál myndi koma upp á Íslandi innan tíðar, en sú spá reyndist rétt. María var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag, en viðtalið í heild sinni má nálgast neðar í fréttinni. „Íslendingar eru náttúrlega svo tæknivæddir að það var auðvitað borðleggjandi að þetta myndi gerast hér,“ segir María. Hún segir mál af þessu tagi vera komnar á borð lögreglunnar og inn í fleiri kerfi. Hún segir þá sem lenda í slíkum málum vera brotaþola, og þar af leiðandi þurfi að taka á slíkum málum, bæði einstaklinganna vegna og til þess að koma skýrum skilaboðum um að svona verknaður sé ekki í lagi á framfæri. En ná lögin yfir þetta? „Já, við erum með þessar breytingar sem urðu á íslenskum lögum árið 2021. Þau gera ráð fyrir að brot gegn kynferðislegri friðhelgi geti verið refsivert, jafnvel þótt efnið sé falsað,“ segir María. Hún segir að fleiri en eitt mál þar sem fölsun á nektarmyndum kemur við sögu hafa komið á borð lögreglunnar. Og að málin varði fleiri en einn einstakling. „Gervigreind er svo aðgengileg og svo auðveld. Meira að segja ég, sem á stundum erfitt með að kveikja á sjónvarpinu heima hjá mér, gat gert þetta. Ég gat búið til svona,“ segir María. Hún segir að þar af leiðandi yrðu krakkar sem eru aldir upp í svo tæknivæddum heimi enga stund að láta gervigreind búa til falsaðar nektarmyndir. „Þetta er jafn auðvelt fyrir þau og er fyrir okkur að selja hjól á Facebook.“ Hvaða ferli fer af stað þegar svona mál kemur upp? „Þá skiptir máli hve aðilarnir eru gamlir. Þegar við erum með mál þar sem um ræðir börn, undir fimmtán ára sérstaklega, þá verður þetta barnaverndarmál.“ María segir bæði lögreglu og almenning nú geta gripið til ákveðinnar tækni sem hjálpar til við að fjarlægja falsaðar nektarmyndir af netinu. „Ef brotaþolar eru yfir átján ára er vefsíða sem heitir Stopncii.org, þar sem er hægt að koma í veg fyrir að myndefni dreifist frekar. Og ef þetta er efni sem varðar undir átján ára, er það Takeitdown.ncmec.org.“ Á vefsíðunum er stafrænt fingrafar tekið af mynd eða myndskeiði sem inniheldur stafrænt kynferðisofbeldi. Fjöldi miðla, til dæmis Meta, Snapchat, Onlyfans og Pornhub, eru í samstarfi við síðurnar. Miðlarnir koma í veg fyrir að hægt sé að birta myndir, sem tilkynntar hafa verið á ofangreindar síður, á nýjan leik. „En við [Ríkislögreglustjóri] höfum auðvitað ennþá frekari tækifæri til þess að láta taka niður myndefni. Það gengur hraðast þegar um er að ræða börn,“ segir María. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Gervigreind Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra ræddi nýlega mál spænskra stúlkna sem urðu fyrir því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Þá sagði hún líklegt að slíkt mál myndi koma upp á Íslandi innan tíðar, en sú spá reyndist rétt. María var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag, en viðtalið í heild sinni má nálgast neðar í fréttinni. „Íslendingar eru náttúrlega svo tæknivæddir að það var auðvitað borðleggjandi að þetta myndi gerast hér,“ segir María. Hún segir mál af þessu tagi vera komnar á borð lögreglunnar og inn í fleiri kerfi. Hún segir þá sem lenda í slíkum málum vera brotaþola, og þar af leiðandi þurfi að taka á slíkum málum, bæði einstaklinganna vegna og til þess að koma skýrum skilaboðum um að svona verknaður sé ekki í lagi á framfæri. En ná lögin yfir þetta? „Já, við erum með þessar breytingar sem urðu á íslenskum lögum árið 2021. Þau gera ráð fyrir að brot gegn kynferðislegri friðhelgi geti verið refsivert, jafnvel þótt efnið sé falsað,“ segir María. Hún segir að fleiri en eitt mál þar sem fölsun á nektarmyndum kemur við sögu hafa komið á borð lögreglunnar. Og að málin varði fleiri en einn einstakling. „Gervigreind er svo aðgengileg og svo auðveld. Meira að segja ég, sem á stundum erfitt með að kveikja á sjónvarpinu heima hjá mér, gat gert þetta. Ég gat búið til svona,“ segir María. Hún segir að þar af leiðandi yrðu krakkar sem eru aldir upp í svo tæknivæddum heimi enga stund að láta gervigreind búa til falsaðar nektarmyndir. „Þetta er jafn auðvelt fyrir þau og er fyrir okkur að selja hjól á Facebook.“ Hvaða ferli fer af stað þegar svona mál kemur upp? „Þá skiptir máli hve aðilarnir eru gamlir. Þegar við erum með mál þar sem um ræðir börn, undir fimmtán ára sérstaklega, þá verður þetta barnaverndarmál.“ María segir bæði lögreglu og almenning nú geta gripið til ákveðinnar tækni sem hjálpar til við að fjarlægja falsaðar nektarmyndir af netinu. „Ef brotaþolar eru yfir átján ára er vefsíða sem heitir Stopncii.org, þar sem er hægt að koma í veg fyrir að myndefni dreifist frekar. Og ef þetta er efni sem varðar undir átján ára, er það Takeitdown.ncmec.org.“ Á vefsíðunum er stafrænt fingrafar tekið af mynd eða myndskeiði sem inniheldur stafrænt kynferðisofbeldi. Fjöldi miðla, til dæmis Meta, Snapchat, Onlyfans og Pornhub, eru í samstarfi við síðurnar. Miðlarnir koma í veg fyrir að hægt sé að birta myndir, sem tilkynntar hafa verið á ofangreindar síður, á nýjan leik. „En við [Ríkislögreglustjóri] höfum auðvitað ennþá frekari tækifæri til þess að láta taka niður myndefni. Það gengur hraðast þegar um er að ræða börn,“ segir María. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Gervigreind Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira