„Við erum vanir að spila einum færri“ Hinrik Wöhler skrifar 1. apríl 2024 22:44 Arnar Gunnlaugsson hampaði bikar að leik loknum vísir / hulda margrét Víkingur sigraði Val í Meistarakeppni KSÍ í Víkinni í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var glaðbeittur á svip eftir leikinn í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, miðað við aðstæður í fyrri hálfleik þá var þetta góð gæði hjá báðum liðum og flottur fótbolti. Það var vel tekist á og það var enginn vorbragur yfir þessum leik. Í seinni hálfleik vorum við stórkostlegir og hreint út ótrúlegt að við höfum ekki skorað í byrjun,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Halldór Smári Sigurðsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 60. mínútu og Víkingur lék einum manni færri sem eftir lifði leiks. „Eftir að Halldór var rekinn út af þá þurftum við að draga djúpt inn og verja markið okkar vel, sem við gerðum. Mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Ótrúlegt að hafa ekki skorað í seinni hálfleik „Þetta er alltaf snúið en við reyndum að verja markið okkar og við erum orðnir nokkuð góðir í því. Við erum vanir að spila einum færri, það eru nokkrir leikir sem við höfum gert það. Við kunnum það alveg en á móti svona gæðaliði þá þarf bara að halda fókus og einbeitingu í 90 mínútur. Ég skil ekki hvernig náðum ekki að skora í seinni hálfleik, það lá mjög mikið á Valsmönnum á tímabili. Það sýndi hvað við gerðum vel í fyrri hálfleik á móti vindi að Valur komst varla fram yfir miðju þessar fyrstu 20 mínútur í seinni hálfleik þegar við vorum með jafnmarga leikmenn inn á." Það var talsverður hiti í leiknum og stympingar milli leikmanna, sérstaklega eftir að Halldór Smári var rekinn af velli og fékk Hajrudin Cardaklija í þjálfarateymi Víkinga rautt spjald í kjölfarið. Arnar var þó sammála dómara leiksins. „Mér fannst Halldór Smári fara frekar groddaralega í þessa tæklingu. Hann var búinn að vera mjög aggresívur í leiknum og láta finna vel fyrir sér. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt rautt spjald, því miður.“ Arnar var vel dúðaður á hliðarlínunni í kvöldvísir / hulda margrét Lærisveinar Arnars hefja leik í Bestu deildinni eftir aðeins fimm daga en liðið mætir Stjörnunni á heimavelli í opnunarleik deildarinnar þann 6. apríl. „Ég er mjög sáttur við hópinn en ég hefði viljað hafa fleiri leikmenn heila, menn eru að skríða saman og ekki allir klárir í fyrsta leik en við erum með stóran og sterkan hóp og mætum vel stemmdir til leiks,“ sagði Arnar að lokum þegar hann var spurður út í stöðuna á leikmannahóp Víkinga. Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Ég er gríðarlega sáttur, miðað við aðstæður í fyrri hálfleik þá var þetta góð gæði hjá báðum liðum og flottur fótbolti. Það var vel tekist á og það var enginn vorbragur yfir þessum leik. Í seinni hálfleik vorum við stórkostlegir og hreint út ótrúlegt að við höfum ekki skorað í byrjun,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Halldór Smári Sigurðsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 60. mínútu og Víkingur lék einum manni færri sem eftir lifði leiks. „Eftir að Halldór var rekinn út af þá þurftum við að draga djúpt inn og verja markið okkar vel, sem við gerðum. Mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Ótrúlegt að hafa ekki skorað í seinni hálfleik „Þetta er alltaf snúið en við reyndum að verja markið okkar og við erum orðnir nokkuð góðir í því. Við erum vanir að spila einum færri, það eru nokkrir leikir sem við höfum gert það. Við kunnum það alveg en á móti svona gæðaliði þá þarf bara að halda fókus og einbeitingu í 90 mínútur. Ég skil ekki hvernig náðum ekki að skora í seinni hálfleik, það lá mjög mikið á Valsmönnum á tímabili. Það sýndi hvað við gerðum vel í fyrri hálfleik á móti vindi að Valur komst varla fram yfir miðju þessar fyrstu 20 mínútur í seinni hálfleik þegar við vorum með jafnmarga leikmenn inn á." Það var talsverður hiti í leiknum og stympingar milli leikmanna, sérstaklega eftir að Halldór Smári var rekinn af velli og fékk Hajrudin Cardaklija í þjálfarateymi Víkinga rautt spjald í kjölfarið. Arnar var þó sammála dómara leiksins. „Mér fannst Halldór Smári fara frekar groddaralega í þessa tæklingu. Hann var búinn að vera mjög aggresívur í leiknum og láta finna vel fyrir sér. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt rautt spjald, því miður.“ Arnar var vel dúðaður á hliðarlínunni í kvöldvísir / hulda margrét Lærisveinar Arnars hefja leik í Bestu deildinni eftir aðeins fimm daga en liðið mætir Stjörnunni á heimavelli í opnunarleik deildarinnar þann 6. apríl. „Ég er mjög sáttur við hópinn en ég hefði viljað hafa fleiri leikmenn heila, menn eru að skríða saman og ekki allir klárir í fyrsta leik en við erum með stóran og sterkan hóp og mætum vel stemmdir til leiks,“ sagði Arnar að lokum þegar hann var spurður út í stöðuna á leikmannahóp Víkinga.
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31