„Við erum vanir að spila einum færri“ Hinrik Wöhler skrifar 1. apríl 2024 22:44 Arnar Gunnlaugsson hampaði bikar að leik loknum vísir / hulda margrét Víkingur sigraði Val í Meistarakeppni KSÍ í Víkinni í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var glaðbeittur á svip eftir leikinn í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, miðað við aðstæður í fyrri hálfleik þá var þetta góð gæði hjá báðum liðum og flottur fótbolti. Það var vel tekist á og það var enginn vorbragur yfir þessum leik. Í seinni hálfleik vorum við stórkostlegir og hreint út ótrúlegt að við höfum ekki skorað í byrjun,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Halldór Smári Sigurðsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 60. mínútu og Víkingur lék einum manni færri sem eftir lifði leiks. „Eftir að Halldór var rekinn út af þá þurftum við að draga djúpt inn og verja markið okkar vel, sem við gerðum. Mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Ótrúlegt að hafa ekki skorað í seinni hálfleik „Þetta er alltaf snúið en við reyndum að verja markið okkar og við erum orðnir nokkuð góðir í því. Við erum vanir að spila einum færri, það eru nokkrir leikir sem við höfum gert það. Við kunnum það alveg en á móti svona gæðaliði þá þarf bara að halda fókus og einbeitingu í 90 mínútur. Ég skil ekki hvernig náðum ekki að skora í seinni hálfleik, það lá mjög mikið á Valsmönnum á tímabili. Það sýndi hvað við gerðum vel í fyrri hálfleik á móti vindi að Valur komst varla fram yfir miðju þessar fyrstu 20 mínútur í seinni hálfleik þegar við vorum með jafnmarga leikmenn inn á." Það var talsverður hiti í leiknum og stympingar milli leikmanna, sérstaklega eftir að Halldór Smári var rekinn af velli og fékk Hajrudin Cardaklija í þjálfarateymi Víkinga rautt spjald í kjölfarið. Arnar var þó sammála dómara leiksins. „Mér fannst Halldór Smári fara frekar groddaralega í þessa tæklingu. Hann var búinn að vera mjög aggresívur í leiknum og láta finna vel fyrir sér. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt rautt spjald, því miður.“ Arnar var vel dúðaður á hliðarlínunni í kvöldvísir / hulda margrét Lærisveinar Arnars hefja leik í Bestu deildinni eftir aðeins fimm daga en liðið mætir Stjörnunni á heimavelli í opnunarleik deildarinnar þann 6. apríl. „Ég er mjög sáttur við hópinn en ég hefði viljað hafa fleiri leikmenn heila, menn eru að skríða saman og ekki allir klárir í fyrsta leik en við erum með stóran og sterkan hóp og mætum vel stemmdir til leiks,“ sagði Arnar að lokum þegar hann var spurður út í stöðuna á leikmannahóp Víkinga. Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
„Ég er gríðarlega sáttur, miðað við aðstæður í fyrri hálfleik þá var þetta góð gæði hjá báðum liðum og flottur fótbolti. Það var vel tekist á og það var enginn vorbragur yfir þessum leik. Í seinni hálfleik vorum við stórkostlegir og hreint út ótrúlegt að við höfum ekki skorað í byrjun,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Halldór Smári Sigurðsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 60. mínútu og Víkingur lék einum manni færri sem eftir lifði leiks. „Eftir að Halldór var rekinn út af þá þurftum við að draga djúpt inn og verja markið okkar vel, sem við gerðum. Mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Ótrúlegt að hafa ekki skorað í seinni hálfleik „Þetta er alltaf snúið en við reyndum að verja markið okkar og við erum orðnir nokkuð góðir í því. Við erum vanir að spila einum færri, það eru nokkrir leikir sem við höfum gert það. Við kunnum það alveg en á móti svona gæðaliði þá þarf bara að halda fókus og einbeitingu í 90 mínútur. Ég skil ekki hvernig náðum ekki að skora í seinni hálfleik, það lá mjög mikið á Valsmönnum á tímabili. Það sýndi hvað við gerðum vel í fyrri hálfleik á móti vindi að Valur komst varla fram yfir miðju þessar fyrstu 20 mínútur í seinni hálfleik þegar við vorum með jafnmarga leikmenn inn á." Það var talsverður hiti í leiknum og stympingar milli leikmanna, sérstaklega eftir að Halldór Smári var rekinn af velli og fékk Hajrudin Cardaklija í þjálfarateymi Víkinga rautt spjald í kjölfarið. Arnar var þó sammála dómara leiksins. „Mér fannst Halldór Smári fara frekar groddaralega í þessa tæklingu. Hann var búinn að vera mjög aggresívur í leiknum og láta finna vel fyrir sér. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt rautt spjald, því miður.“ Arnar var vel dúðaður á hliðarlínunni í kvöldvísir / hulda margrét Lærisveinar Arnars hefja leik í Bestu deildinni eftir aðeins fimm daga en liðið mætir Stjörnunni á heimavelli í opnunarleik deildarinnar þann 6. apríl. „Ég er mjög sáttur við hópinn en ég hefði viljað hafa fleiri leikmenn heila, menn eru að skríða saman og ekki allir klárir í fyrsta leik en við erum með stóran og sterkan hóp og mætum vel stemmdir til leiks,“ sagði Arnar að lokum þegar hann var spurður út í stöðuna á leikmannahóp Víkinga.
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn