Íbúar á Seyðisfirði enn innilokaðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 13:44 Íbúar í Seyðisfirði hafa lengi kallað eftir bættum samgöngum yfir heiðina. Fjarðarheiði hefur verið lokuð síðastliðna fjóra daga og íbúar Seyðisfjarðar því verið innilokuð frá því á fimmtudag. „Fólk í vaktavinnu í álverinu kemst auðvitað ekki og þeir sem komu hingað yfir páskana sitja um kyrrt,“ segir Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður í heimastjórn Seyðisfjarðar. „Þeir hafa opnað hinar leiðirnar hérna fyrir austan en það er alls óvíst hvenær þeir komast í Fjarðarheiðina. Vegagerðin talar um að þetta sé erfiðasta leiðin til að eiga við. Þetta er auðvitað í 600 metra hæð.“ Veðrið sé hins vegar búið að ganga niður að mestu leyti. „Það getur hins vegar verið mikill skafrenningur og slæmt skyggni. Svo liggur þessi snjór þannig að það þarf lítið til að það fari af stað flekaflóð.“ Þá sé farið að sjá á vöruúrvali kjörbúðarinnar. „Lítið um mjólkurvörur, brauð og ýmis konar ferskvöru,“ segir Jón Halldór. Óánægja ríkir með ástandið í bænum. „Það gengur ekki að vera fleiri daga innilokuð. Það er brýnt að fá Fjarðarheiðargöngin í gang.“ Göngin eru á samgönguáætlun en hafa hins vegar enn ekki farið í útboð þar sem þau eru vanfjármögnuð. „Okkur finnst þetta mjög erfitt, að vera svona lengi innilokuð. Við erum uggandi, því ef það kemur upp alvarlegt slys eða annað. Það er að vísu læknir hér en ef það er alvarlegt slys þá gera þeir ekki mikið.“ Múlaþing Færð á vegum Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Fólk í vaktavinnu í álverinu kemst auðvitað ekki og þeir sem komu hingað yfir páskana sitja um kyrrt,“ segir Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður í heimastjórn Seyðisfjarðar. „Þeir hafa opnað hinar leiðirnar hérna fyrir austan en það er alls óvíst hvenær þeir komast í Fjarðarheiðina. Vegagerðin talar um að þetta sé erfiðasta leiðin til að eiga við. Þetta er auðvitað í 600 metra hæð.“ Veðrið sé hins vegar búið að ganga niður að mestu leyti. „Það getur hins vegar verið mikill skafrenningur og slæmt skyggni. Svo liggur þessi snjór þannig að það þarf lítið til að það fari af stað flekaflóð.“ Þá sé farið að sjá á vöruúrvali kjörbúðarinnar. „Lítið um mjólkurvörur, brauð og ýmis konar ferskvöru,“ segir Jón Halldór. Óánægja ríkir með ástandið í bænum. „Það gengur ekki að vera fleiri daga innilokuð. Það er brýnt að fá Fjarðarheiðargöngin í gang.“ Göngin eru á samgönguáætlun en hafa hins vegar enn ekki farið í útboð þar sem þau eru vanfjármögnuð. „Okkur finnst þetta mjög erfitt, að vera svona lengi innilokuð. Við erum uggandi, því ef það kemur upp alvarlegt slys eða annað. Það er að vísu læknir hér en ef það er alvarlegt slys þá gera þeir ekki mikið.“
Múlaþing Færð á vegum Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira