Metnaðarleysi í Mjódd Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2024 12:31 Aðalskipulag Reykjavíkur AR2040, skilgreinir Mjódd sem eitt skipulagsvæði en reiturinn kallast M12. Við sem sækjum þjónustu í Mjódd tölum um Suður-Mjódd, Mjódd og svo Norður-Mjódd. Í Suður-Mjódd er íþróttasvæði ÍR, íbúðir eldra fólks við Árskóga og nýja svæði Garðheima. Mjódd er það svæði sem nær frá Breiðholtsbraut að stoppistöð Strætó með einu yfirbyggð göngugötu landsins og að lokum er Norður-Mjódd, svæðið frá stoppistöð strætó að Aktu taktu sem áður þekktist sem Staldrið. Fjárfesting fyrir hundruði milljóna króna Síðustu tvö kjörtímabil fjárfesti Reykjavíkurborg fyrir hundruði milljóna í umbreytingu almenningssvæða til að fegra ásýnd Mjóddar, gera hana meira aðlaðandi. Svæðin sem voru gerð upp eru torgið fyrir framan Breiðholtskirkju, rýmið bakvið Bíóhúsið og að lokum torgið fyrir framan Þangbakka, syðri inngang göngugötunnar. Sett var upp falleg lýsing, bekkir, gróður og blóm til að lífga upp á svæðið. Metnaðarleysi fasteignaeigenda í Mjódd dapurlegt Metnaðarleysi eigendavettvangs svæðisins er seinn áberandi og dapurlegt. Það er sérstakt að bjóða fjölmennasta hverfi borgarinnar með 23 þúsund íbúum, með fjölsóttustu skiptistöð landsins með 7000 farþega á dag, að ótöldum öllum þeim sem hjóla og ganga framhjá allan ársins hring, upp á jafn hirðulaust og afskipt umhverfi og raun ber vitni. Ætla myndi að félög sem sérhæfa sig í fasteignum, fjármálaþjónustu, leigu á atvinnuhúsnæði og fjárfestingu myndu átta sig á mikilvægi þess að tryggja öryggi, gott aðgengi, aðlaðandi umhverfi viðskiptavina að fjölbreyttri þjónustu. Langar mig að nefna lélega og brotakenna lýsingu á bílastæðum og við gangstéttir þannig að öryggi fólks sérstaklega kvenna er ógnað - jafnvel um hábjartan dag. Viðhaldi er ábótavant, misfellur og brotnar hellur á göngustígum inni á eignasvæði lóðarhafa eru hættulegar öllum vegfarendum en þó sérstaklega eldra fólki og fólki með skerta hreyfigetu. Bílastæði eru geymslustæði fyrir atvinnubíla, vinnuvélar, snjómoksturstæki, vöru- og sendiferðabíla, ferðahýsi og önnur atvinnutæki. Rusl er ekki týnt, gangstéttir ekki sópaðar og veggjakrot ekki þrifið. Spónaplötur festar í staðinn fyrir brotnar rúður, engin hjóla- eða hlaupahjólastæði eru fyrir þau sem sækja svæðið á virkum ferðamátum. Nákvæmlega ekkert er gert til að gera svæðið aðlaðandi fyrir fólk, fyrir þau sem sækja þjónustu í Mjódd eða eiga leið þar í gegn. Þrátt fyrir Tenerife stemningu í göngugötunni, tækifæri séu til staðar að laða að mannlíf allan ársins hring er meðvirkni fyrir ástandi svæðinu orðin vandræðalega áberandi, eiginlega til skammar. Ekkert gert til að laða að iðandi mannlíf, fleira fólk til að sækja frábæra fjölbreytta þjónustu sem finnst í Mjódd. Langar mig að hvetja rekstraraðila í Mjódd til að standa saman og þrýsta á fasteignaeigendur til úrbóta. Íbúar hverfisins kalla eftir Meiri Mjódd, betri Mjódd. Við sem sækjum þjónustu í Mjóddina gerum kröfu á að þið sem eigið fasteignirnar og rekið ykkar starfsemi, hugið að okkur sem viljum sækja þjónustu í heimabyggð, hjólandi, gangandi eða akandi. Á íbúafundi borgarstjóra í Breiðholtsskóla fyrir stuttu kom skýr vilji fundargesta um breytta ásýnd svæðisins fram. Íbúarnir kölluðu eftir Meiri Mjódd, betri Mjódd. Þannig er kominn tími til að eigendavettvangur Mjóddar, fasteignaeigendur taki sig saman og leggi metnað sinn í að búa til metnaðarfullt borgarumhverfi við og undir einu yfirbyggðu göngugötu landsins. Tryggið betri lýsingu við innganga, hugið að hellulögn, breikkið göngustíga, setjið fleiri örugg svæði fyrir fjölbreytta ferðamáta, fleiri bekki, meira grænt og vænna umhverfi fyrir börn. Við viljum versla í heimabyggð, halda í bestu fiskbúð austur-borgarinnar, kaupa nýbakað bakkelsi í bakaríinu, fara með föt í hreinsun, skerða lokkinn í klippingu, kaupa úr og skart í fermingagjöf eða náttföt handa betri helmingnum. Meira mannlíf og metnað í Mjódd. Höfundur er búsettur í Breiðholti, sækir þjónustu til Mjóddar og er formaður íbúaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Aðalskipulag Reykjavíkur AR2040, skilgreinir Mjódd sem eitt skipulagsvæði en reiturinn kallast M12. Við sem sækjum þjónustu í Mjódd tölum um Suður-Mjódd, Mjódd og svo Norður-Mjódd. Í Suður-Mjódd er íþróttasvæði ÍR, íbúðir eldra fólks við Árskóga og nýja svæði Garðheima. Mjódd er það svæði sem nær frá Breiðholtsbraut að stoppistöð Strætó með einu yfirbyggð göngugötu landsins og að lokum er Norður-Mjódd, svæðið frá stoppistöð strætó að Aktu taktu sem áður þekktist sem Staldrið. Fjárfesting fyrir hundruði milljóna króna Síðustu tvö kjörtímabil fjárfesti Reykjavíkurborg fyrir hundruði milljóna í umbreytingu almenningssvæða til að fegra ásýnd Mjóddar, gera hana meira aðlaðandi. Svæðin sem voru gerð upp eru torgið fyrir framan Breiðholtskirkju, rýmið bakvið Bíóhúsið og að lokum torgið fyrir framan Þangbakka, syðri inngang göngugötunnar. Sett var upp falleg lýsing, bekkir, gróður og blóm til að lífga upp á svæðið. Metnaðarleysi fasteignaeigenda í Mjódd dapurlegt Metnaðarleysi eigendavettvangs svæðisins er seinn áberandi og dapurlegt. Það er sérstakt að bjóða fjölmennasta hverfi borgarinnar með 23 þúsund íbúum, með fjölsóttustu skiptistöð landsins með 7000 farþega á dag, að ótöldum öllum þeim sem hjóla og ganga framhjá allan ársins hring, upp á jafn hirðulaust og afskipt umhverfi og raun ber vitni. Ætla myndi að félög sem sérhæfa sig í fasteignum, fjármálaþjónustu, leigu á atvinnuhúsnæði og fjárfestingu myndu átta sig á mikilvægi þess að tryggja öryggi, gott aðgengi, aðlaðandi umhverfi viðskiptavina að fjölbreyttri þjónustu. Langar mig að nefna lélega og brotakenna lýsingu á bílastæðum og við gangstéttir þannig að öryggi fólks sérstaklega kvenna er ógnað - jafnvel um hábjartan dag. Viðhaldi er ábótavant, misfellur og brotnar hellur á göngustígum inni á eignasvæði lóðarhafa eru hættulegar öllum vegfarendum en þó sérstaklega eldra fólki og fólki með skerta hreyfigetu. Bílastæði eru geymslustæði fyrir atvinnubíla, vinnuvélar, snjómoksturstæki, vöru- og sendiferðabíla, ferðahýsi og önnur atvinnutæki. Rusl er ekki týnt, gangstéttir ekki sópaðar og veggjakrot ekki þrifið. Spónaplötur festar í staðinn fyrir brotnar rúður, engin hjóla- eða hlaupahjólastæði eru fyrir þau sem sækja svæðið á virkum ferðamátum. Nákvæmlega ekkert er gert til að gera svæðið aðlaðandi fyrir fólk, fyrir þau sem sækja þjónustu í Mjódd eða eiga leið þar í gegn. Þrátt fyrir Tenerife stemningu í göngugötunni, tækifæri séu til staðar að laða að mannlíf allan ársins hring er meðvirkni fyrir ástandi svæðinu orðin vandræðalega áberandi, eiginlega til skammar. Ekkert gert til að laða að iðandi mannlíf, fleira fólk til að sækja frábæra fjölbreytta þjónustu sem finnst í Mjódd. Langar mig að hvetja rekstraraðila í Mjódd til að standa saman og þrýsta á fasteignaeigendur til úrbóta. Íbúar hverfisins kalla eftir Meiri Mjódd, betri Mjódd. Við sem sækjum þjónustu í Mjóddina gerum kröfu á að þið sem eigið fasteignirnar og rekið ykkar starfsemi, hugið að okkur sem viljum sækja þjónustu í heimabyggð, hjólandi, gangandi eða akandi. Á íbúafundi borgarstjóra í Breiðholtsskóla fyrir stuttu kom skýr vilji fundargesta um breytta ásýnd svæðisins fram. Íbúarnir kölluðu eftir Meiri Mjódd, betri Mjódd. Þannig er kominn tími til að eigendavettvangur Mjóddar, fasteignaeigendur taki sig saman og leggi metnað sinn í að búa til metnaðarfullt borgarumhverfi við og undir einu yfirbyggðu göngugötu landsins. Tryggið betri lýsingu við innganga, hugið að hellulögn, breikkið göngustíga, setjið fleiri örugg svæði fyrir fjölbreytta ferðamáta, fleiri bekki, meira grænt og vænna umhverfi fyrir börn. Við viljum versla í heimabyggð, halda í bestu fiskbúð austur-borgarinnar, kaupa nýbakað bakkelsi í bakaríinu, fara með föt í hreinsun, skerða lokkinn í klippingu, kaupa úr og skart í fermingagjöf eða náttföt handa betri helmingnum. Meira mannlíf og metnað í Mjódd. Höfundur er búsettur í Breiðholti, sækir þjónustu til Mjóddar og er formaður íbúaráðs Breiðholts.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar