Blendnar tilfinningar á frumsýningu Oppenheimer í Japan Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2024 10:58 Myndin var frumsýnd í Tokyo í dag. AP Stórmyndin Oppenheimer var frumsýnd í Japan í dag, rúmum átta mánuðum eftir að hún var heimsfrumsýnd. Skiptar skoðanir eru meðal japanskra bíógesta á myndinni. Oppenheimer fjallar, eins og frægt er orðið, um samnefndan eðlisfræðing sem kom að þróun fyrstu kjarnorkuvopnanna, sem notast var við í kjarnorkuárásunum í Hiroshima og Nagasaki í seinni heimsstyrjöldinni. Sprengingin ekki sýnd Fréttaveitan Associated Press ræddi við mann sem lifði kjarnorkuárásina af og hafði lagt sér leið í bíó. Toshiyuki Mimaki var þriggja ára gamall þegar árásirnar voru gerðar og situr nú í stjórn bandalags Japana sem lifðu af sprengingarnar tvær. Í samtali við blaðamann AP sagðist hann hrifinn af sögunni um Robert J. Oppenheimer, sem hefur verið kallaður faðir kjarnorkusprengjunnar. „Hvað voru Japanarnir að hugsa, að gera þessa árás á Pearl Harbor og byrja þar með stríð sem þeir áttu aldrei tækifæri á að sigra,“ segir Mimaki. Hann segir frá því að hafa séð myndina á forsýningu, og beðið eftir atriðinu þegar Hiroshima var sprengd, sem kom síðan aldrei. Skiptar skoðanir Þrátt fyrir að bíómyndin snúist að miklu leyti um árásirnar tvær fjallar hún að mestu leyti um Oppenheimer sjálfan og persónuleg vandamál hans. Takashi Hiraoka, fyrrverandi borgarstjóri Hiroshima, flutti ræðu á forsýningunni þar sem hann gagnrýndi myndina og það sem kom fram í henni, eða ekki. „Frá sjónarhorni Hiroshima var sá hryllingur sem þessi kjarnorkuvopn höfðu í för með sér ekki sýndur nægilega vel,“ höfðu japanskir miðlar eftir honum. „Myndin var gerð til þess að staðfesta þá niðurstöðu að kjarnorkusprengjan hafi verið notuð til að bjarga lífum Bandaríkjamanna,“ bætti hann við. AP náði tali af tveimur öðrum bíógestum sem gáfu myndinni mikið lof. Einn þeirra sagði myndina frábæra, enda mikið áhugaefni Japana þrátt fyrir að vera í leiðinni viðkvæmt málefni fyrir marga. Annar sagðist agndofa yfir atriðunum sem fjalla um innri óróa Oppenheimer. Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Japan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besta karlleikara í aðalhlutverki. 11. mars 2024 06:07 Oppenheimer raðaði inn BAFTA verðlaunum Breski leikstjórinn Christopher Nolan fékk sín allra fyrstu BAFTA verðlaun í gærkvöldi fyrir leikstjórn myndarinnar Oppenheimer. Myndin fékk langflest verðlaun að þessu sinni eða sjö talsins. Á óvart kom að Barbie fékk engin verðlaun. 19. febrúar 2024 10:00 Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Oppenheimer fjallar, eins og frægt er orðið, um samnefndan eðlisfræðing sem kom að þróun fyrstu kjarnorkuvopnanna, sem notast var við í kjarnorkuárásunum í Hiroshima og Nagasaki í seinni heimsstyrjöldinni. Sprengingin ekki sýnd Fréttaveitan Associated Press ræddi við mann sem lifði kjarnorkuárásina af og hafði lagt sér leið í bíó. Toshiyuki Mimaki var þriggja ára gamall þegar árásirnar voru gerðar og situr nú í stjórn bandalags Japana sem lifðu af sprengingarnar tvær. Í samtali við blaðamann AP sagðist hann hrifinn af sögunni um Robert J. Oppenheimer, sem hefur verið kallaður faðir kjarnorkusprengjunnar. „Hvað voru Japanarnir að hugsa, að gera þessa árás á Pearl Harbor og byrja þar með stríð sem þeir áttu aldrei tækifæri á að sigra,“ segir Mimaki. Hann segir frá því að hafa séð myndina á forsýningu, og beðið eftir atriðinu þegar Hiroshima var sprengd, sem kom síðan aldrei. Skiptar skoðanir Þrátt fyrir að bíómyndin snúist að miklu leyti um árásirnar tvær fjallar hún að mestu leyti um Oppenheimer sjálfan og persónuleg vandamál hans. Takashi Hiraoka, fyrrverandi borgarstjóri Hiroshima, flutti ræðu á forsýningunni þar sem hann gagnrýndi myndina og það sem kom fram í henni, eða ekki. „Frá sjónarhorni Hiroshima var sá hryllingur sem þessi kjarnorkuvopn höfðu í för með sér ekki sýndur nægilega vel,“ höfðu japanskir miðlar eftir honum. „Myndin var gerð til þess að staðfesta þá niðurstöðu að kjarnorkusprengjan hafi verið notuð til að bjarga lífum Bandaríkjamanna,“ bætti hann við. AP náði tali af tveimur öðrum bíógestum sem gáfu myndinni mikið lof. Einn þeirra sagði myndina frábæra, enda mikið áhugaefni Japana þrátt fyrir að vera í leiðinni viðkvæmt málefni fyrir marga. Annar sagðist agndofa yfir atriðunum sem fjalla um innri óróa Oppenheimer.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Japan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besta karlleikara í aðalhlutverki. 11. mars 2024 06:07 Oppenheimer raðaði inn BAFTA verðlaunum Breski leikstjórinn Christopher Nolan fékk sín allra fyrstu BAFTA verðlaun í gærkvöldi fyrir leikstjórn myndarinnar Oppenheimer. Myndin fékk langflest verðlaun að þessu sinni eða sjö talsins. Á óvart kom að Barbie fékk engin verðlaun. 19. febrúar 2024 10:00 Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besta karlleikara í aðalhlutverki. 11. mars 2024 06:07
Oppenheimer raðaði inn BAFTA verðlaunum Breski leikstjórinn Christopher Nolan fékk sín allra fyrstu BAFTA verðlaun í gærkvöldi fyrir leikstjórn myndarinnar Oppenheimer. Myndin fékk langflest verðlaun að þessu sinni eða sjö talsins. Á óvart kom að Barbie fékk engin verðlaun. 19. febrúar 2024 10:00
Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52