Er þetta eðlilegt? Guðrún Árnadóttir, Guðrún Tara Sveinsdóttir, Hekla Kollmar og Þorgerður Jörundsdóttir skrifa 27. mars 2024 08:01 Hvað fær ungan mann til að klifra utan á þingpöllunum frammi fyrir fullum þingsal? Hver er það sem hrópar: Þið hafið steinhjarta? Og af hverju? Undanfarna 7 mánuði hefur rúmur tugur flóttamanna dvalið í neyðarskýli Rauða krossins. Flest hafa þau búið á Íslandi um árabil. Mörg hafa stundað nám, lært íslensku, eignast vini, fest hér einhverskonar rætur eftir rótlaust líf á flótta undan ofbeldi, stríði, ofsóknum og neyð. Þegar ný útlendingalög tóku gildi í ágúst 2023 var þessum hópi vísað á götuna. Fólkið átti það sameiginlegt að vera hvergi með hæli og að ekki var hægt að brottvísa því til heimalandsins þar sem ekki er framsalssamningur á milli allra landa. Nýju lögin gerðu yfirvöldum kleift að svipta fólkið allri grunnþjónustu. Svipta þau húsnæði, framfærslu, læknisþjónustu - öllu. - Á hverjum morgni pökkum við saman og tæmum herbergin. Ferðbúin. -Þú gengur sama hringinn allan daginn. Frá klukkan tíu, þegar þú yfirgefur skýlið og þangað til klukkan fimm þegar það opnar aftur. Gengur bara og gengur, hring eftir hring. -Einn okkar var fárveikur í þrjá daga núna í vetur. Hann þurfti samt að fara út eins og við hin. Fyrir klukkan tíu. Alla daga. -Ég þarf lyf og ég neyðist til að betla fyrir þeim. -Við förum á klósettið undir eftirliti. Öryggisvörðurinn opnar fyrir okkur og bíður fyrir utan dyrnar á meðan. -Ég er búin að vera á blæðingum frá því í desember, kviðverkirnir eru alltaf þarna en bráðavaktin vísaði mér frá. -Vilja þau að við seljum okkur - aftur? -Hægt og bítandi verðum við vitstola, það berast hróp og öskur um gangana á nóttunni. Við erum öll hætt að sofa. Uppi á svölum þingsalarins sitja þrír ungir menn sem allir dvelja í neyðarskýlinu. Þeir heita Ali, Boulbi og Lamin. Þeir eru hér til að hlusta á umræður um útlendingalög. Lög sem snerta þá. Fyrst og fremst eru þeir hér til að sjá ráðherrann, konuna sem tekur ákvarðanir um líf þeirra og örlög. Örlög sem nú þegar hanga á bláþræði. „Við vorum búnir að lesa fréttir um nýju búðirnar, fangelsin, og fórum á Alþingi klukkan þrjú. Bara til að hlusta. Þegar Guðrún (dómsmálaráðherra) byrjaði að tala í þriðja sinn brast eitthvað innra með okkur. Í okkar huga stendur hún fyrir allan þennan hrylling sem við erum að ganga í gegnum og þegar við sáum hana stíga aftur í pontu vissum við að hún myndi skaða okkur enn meira. Það var ekkert plan, við byrjuðum bara að kalla. Þið hafið steinhjarta! Þetta bara gerðist einhvern veginn. Mér flaug í hug: ef ég segist ætla að stökkva næ ég kannski athygli einhverra um stund og þá get ég reynt að sýna þessu fólki hvernig mér líður. Kannski hlustar einhver. Þið hafið steinhjarta! Ég hef aldrei gert svona. Aldrei verið svona. Þegar ég sá mig á myndbandinu trúði ég því ekki að þetta væri ég.“ Ali stökk ekki. Hann var færður á lögreglustöðina og svo aftur í neyðarskýlið. Hann dreymir enn um framtíð, fjölskyldu, vinnu. „Mig langar að hjálpa fólki í minni stöðu.“ Lamin hikar: „Ég vona ennþá.“ Hann vonar að hann fái að vera. Að hann fái að nýta Tækniskólanámið og starfa sem smiður. Boulbi þráir að vinna. „En þetta land er búið að brjóta mig. Ég get ekki hugsað um framtíðina. Framtíðarplön eru forréttindi.“ Þau búa hér. Anda, lifa, ganga um bæinn á meðal okkar og með okkur. Við mætum þeim en horfum fram hjá. Sjáum þau ekki. Viljum ekki sjá þau. Viljum ekki muna eftir því sem við höfum gert. En það erum við sem komum þeim í þessar kringumstæður. Það er engum vafa undirorpið að í þessu samfélagi voru samþykkt lög sem heimila okkur að senda fólk allslaust á götuna. Við höfum ýtt þeim eins langt frá okkur og við mögulega getum. Þannig höfum við reynt svo á líkama þeirra og sál að þau eru óþekkjanleg í eigin augum og þora ekki lengur að láta sig dreyma. En við sinnum okkar hversdegi eins og allt sé eðlilegt. Eins og það sé fullkomlega eðlilegt að svipta fólk öllu. Fullkomlega eðlilegt að sýna ekki samúð og meðalhóf. Fullkomlega eðlilegt að hér skjótum við ekki skjólshúsi yfir þolendur mansals og börn á flótta. Fullkomlega eðlilegt að hér hafi fólk búið í áraraðir án þess að fá skjól. Fólkið í neyðarskýli Rauða krossins er hérna enn. Þau hafa ekkert farið, ekki horfið eða gengið í björg. Þau eru af holdi og blóði og innan seilingar. Við gætum gert svo miklu betur. Það er ekkert eðlilegt við þetta. Höfundar: Guðrún Árnadóttir, Guðrún Tara Sveinsdóttir, Hekla Kollmar og Þorgerður Jörundsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Hvað fær ungan mann til að klifra utan á þingpöllunum frammi fyrir fullum þingsal? Hver er það sem hrópar: Þið hafið steinhjarta? Og af hverju? Undanfarna 7 mánuði hefur rúmur tugur flóttamanna dvalið í neyðarskýli Rauða krossins. Flest hafa þau búið á Íslandi um árabil. Mörg hafa stundað nám, lært íslensku, eignast vini, fest hér einhverskonar rætur eftir rótlaust líf á flótta undan ofbeldi, stríði, ofsóknum og neyð. Þegar ný útlendingalög tóku gildi í ágúst 2023 var þessum hópi vísað á götuna. Fólkið átti það sameiginlegt að vera hvergi með hæli og að ekki var hægt að brottvísa því til heimalandsins þar sem ekki er framsalssamningur á milli allra landa. Nýju lögin gerðu yfirvöldum kleift að svipta fólkið allri grunnþjónustu. Svipta þau húsnæði, framfærslu, læknisþjónustu - öllu. - Á hverjum morgni pökkum við saman og tæmum herbergin. Ferðbúin. -Þú gengur sama hringinn allan daginn. Frá klukkan tíu, þegar þú yfirgefur skýlið og þangað til klukkan fimm þegar það opnar aftur. Gengur bara og gengur, hring eftir hring. -Einn okkar var fárveikur í þrjá daga núna í vetur. Hann þurfti samt að fara út eins og við hin. Fyrir klukkan tíu. Alla daga. -Ég þarf lyf og ég neyðist til að betla fyrir þeim. -Við förum á klósettið undir eftirliti. Öryggisvörðurinn opnar fyrir okkur og bíður fyrir utan dyrnar á meðan. -Ég er búin að vera á blæðingum frá því í desember, kviðverkirnir eru alltaf þarna en bráðavaktin vísaði mér frá. -Vilja þau að við seljum okkur - aftur? -Hægt og bítandi verðum við vitstola, það berast hróp og öskur um gangana á nóttunni. Við erum öll hætt að sofa. Uppi á svölum þingsalarins sitja þrír ungir menn sem allir dvelja í neyðarskýlinu. Þeir heita Ali, Boulbi og Lamin. Þeir eru hér til að hlusta á umræður um útlendingalög. Lög sem snerta þá. Fyrst og fremst eru þeir hér til að sjá ráðherrann, konuna sem tekur ákvarðanir um líf þeirra og örlög. Örlög sem nú þegar hanga á bláþræði. „Við vorum búnir að lesa fréttir um nýju búðirnar, fangelsin, og fórum á Alþingi klukkan þrjú. Bara til að hlusta. Þegar Guðrún (dómsmálaráðherra) byrjaði að tala í þriðja sinn brast eitthvað innra með okkur. Í okkar huga stendur hún fyrir allan þennan hrylling sem við erum að ganga í gegnum og þegar við sáum hana stíga aftur í pontu vissum við að hún myndi skaða okkur enn meira. Það var ekkert plan, við byrjuðum bara að kalla. Þið hafið steinhjarta! Þetta bara gerðist einhvern veginn. Mér flaug í hug: ef ég segist ætla að stökkva næ ég kannski athygli einhverra um stund og þá get ég reynt að sýna þessu fólki hvernig mér líður. Kannski hlustar einhver. Þið hafið steinhjarta! Ég hef aldrei gert svona. Aldrei verið svona. Þegar ég sá mig á myndbandinu trúði ég því ekki að þetta væri ég.“ Ali stökk ekki. Hann var færður á lögreglustöðina og svo aftur í neyðarskýlið. Hann dreymir enn um framtíð, fjölskyldu, vinnu. „Mig langar að hjálpa fólki í minni stöðu.“ Lamin hikar: „Ég vona ennþá.“ Hann vonar að hann fái að vera. Að hann fái að nýta Tækniskólanámið og starfa sem smiður. Boulbi þráir að vinna. „En þetta land er búið að brjóta mig. Ég get ekki hugsað um framtíðina. Framtíðarplön eru forréttindi.“ Þau búa hér. Anda, lifa, ganga um bæinn á meðal okkar og með okkur. Við mætum þeim en horfum fram hjá. Sjáum þau ekki. Viljum ekki sjá þau. Viljum ekki muna eftir því sem við höfum gert. En það erum við sem komum þeim í þessar kringumstæður. Það er engum vafa undirorpið að í þessu samfélagi voru samþykkt lög sem heimila okkur að senda fólk allslaust á götuna. Við höfum ýtt þeim eins langt frá okkur og við mögulega getum. Þannig höfum við reynt svo á líkama þeirra og sál að þau eru óþekkjanleg í eigin augum og þora ekki lengur að láta sig dreyma. En við sinnum okkar hversdegi eins og allt sé eðlilegt. Eins og það sé fullkomlega eðlilegt að svipta fólk öllu. Fullkomlega eðlilegt að sýna ekki samúð og meðalhóf. Fullkomlega eðlilegt að hér skjótum við ekki skjólshúsi yfir þolendur mansals og börn á flótta. Fullkomlega eðlilegt að hér hafi fólk búið í áraraðir án þess að fá skjól. Fólkið í neyðarskýli Rauða krossins er hérna enn. Þau hafa ekkert farið, ekki horfið eða gengið í björg. Þau eru af holdi og blóði og innan seilingar. Við gætum gert svo miklu betur. Það er ekkert eðlilegt við þetta. Höfundar: Guðrún Árnadóttir, Guðrún Tara Sveinsdóttir, Hekla Kollmar og Þorgerður Jörundsdóttir.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun