Mikilvægt framfaraskref fyrir bændur og neytendur Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 21. mars 2024 15:00 Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á kjötvörum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og ekki hefur verið mögulegt að hagræða frekar í greininni. Afleiðingarnar hafa verið að vöruverð hefur farið hækkandi. Við lifum í heimi sem breytist hratt, fyrir nokkrum árum datt mönnum ekki í hug að árið 2024 yrði stórfelldur innflutningur á kjöti til landsins, hvað þá innflutningur á lambakjöti til Íslands. Raunstaðan í dag er sú að samkeppni í landbúnaði kemur nú fyrst og fremst erlendis frá, og við því þarf að bregðast. Breyting á búvörulögum Til að taka á þessum vanda var í dag samþykkt á Alþingi frumvarp Matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum. Við vinnslu málsins lagði meiri hluti atvinnuveganefndar til nokkrar breytingar á frumvarpinu þegar ljóst var að frumvarpið kæmi ekki til með að ná þeim tilgangi sem lagt var upp með í upphafi. Breytingar sem heimila afurðarstöðvum í landbúnaði að sameinast og eiga með sér aukið samstarf. Nefndin taldi nauðsynlegt að horfa til þess hvernig hægt væri að nálgast frumvarpið betur með það að markmiði að það myndi gagnast fleirum. Að óbreyttu hefði frumvarpið aðeins náð til þriggja fyrirtækja og því var farin sú leið að rýmka skilgreiningu á framleiðendafélögum og bæta inn nýrri grein 71.gr. a. þar sem veitt er almenn undanþága frá samkeppnislögum sem nær til sameininga og jafnframt samninga milli framleiðendafélaga varðandi verkaskiptingu og aðrar aðgerðir sem miða að því að halda kostnaði niðri. Hér er um að ræða nýja grein sem endurspeglar orðalag 71. gr. búvörulaga, nr. 99/1993. Þessum breytingum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu og veitir afurðastöðvum í kjötiðnaði heimild til að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli afurðastöðva hvað varðar framleiðslu einstakra kjötafurða, ásamt því að hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Líkt og fyrr segir hefur staða landbúnaðarins verið erfið um langt skeið. Sú staða hefur leitt til þess að bændur og afurðastöðvar hafa þurft að leita sér utanaðkomandi fjármagns. Með þessum lögum er kjötafurðarstöðvum nú gert kleift að gera samninga og/eða sameinast til að ná fram rekstrarhagræði sem gagnast bæði bændum og neytendum. Skilyrðin Því hefur verið haldið fram að kjötafurðarstöðvum verði með þessu heimilað að sameinast án takmarkana, það er ekki rétt. Framleiðendafélög þurfa að uppfylla fjögur skilyrði til þess að fá að nýta heimildina. Þau eru söfnunarskylda, það er að afurðastöðvum sem hyggjast nýta sér heimildina verður skylt að safna afurðum frá framleiðendum kjötvöru á sömu viðskiptakjörum. Rétt þótti að tryggja að allir framleiðendur væru jafnsettir hvað varðar möguleika á að koma búfé til slátrunar óháð staðsetningu og á sömu viðskiptakjörum. Þá er framleiðendafélögum skylt að selja öðrum vinnsluaðilum afurðir til frekari vinnslu á sömu viðskiptakjörum og vinnsluaðilum sem lúta þeirra stjórn. Með þessu skilyrði er stefnt að því að stuðla að samkeppni og fyrirbyggja að aðrir vinnsluaðilar þurfi að greiða hærra verð fyrir sömu vöru og aðilar sem lúta stjórn framleiðendafélaga. Þá verður ekki heimilt að setja skorður við því að framleiðendur færi viðskipti sín til annars aðila. Er þessu skilyrði ætlað að efla og tryggja samningsstöðu bænda og stuðla að því að samkeppni ríki áfram á markaði. Þá er framleiðendum tryggður réttur til að eiga einungis viðskipti við framleiðendafélag um afmarkaða þætti, svo sem slátrun. Með þessu skilyrði er stuðlað að því að tryggja samningsstöðu bænda og fyrirbyggja hindranir fyrir minni keppinauta í slátrun og vinnslu sem breytingartillagan hefði ella getað skapað. Hér er verið að útbúa leið fyrir þá sem vilja vinna og markaðssetja afurðir sínar sjálfir, enda viljum við halda í fjölbreytileikann og tryggja áframhaldandi sölu beint frá býli. Þessi undanþága tekur tillit til íslenskra aðstæðna. Sé hún borin saman við undanþágur í nágrannalöndum Íslands er ljóst að hún gengur lengra í ákveðnum skilningi og skemur í öðrum. Hún felur í sér undanþágu frá samrunareglum samkeppnislaga með líkum hætti og gildir samkvæmt núgildandi 71. gr. búvörulaga um sameiningu. Þá má benda á að Noregur hefur gengið lengra í öðru tilliti og samþykkt undanþágu fyrir stórar afurðarstöðvar frá banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Hér var ekki gengið jafn langt. Nauðsynlegar breytingar Á undanförnum árum hefur rekstur kjötafurðastöðva í landbúnaði verið sérstaklega erfiður, einkum þó við slátrun og vinnslu sauðfjárafurða. Samkvæmt greiningu Deloitte frá apríl árið 2021 kom fram að skapa mætti umtalsverðan ávinning með hagræðingu og endurskipulagningu á rekstri innlendra sláturleyfishafa í slátrun og kjötvinnslu stórgripa og sauðfjár. Metið var að rekstrarhagræðing við samþjöppun afurðastöðva geti numið á bilinu 0,9–1,5 milljörðum kr. og losað um fjárbindingu og lækkað fjárfestingarþörf til framtíðar. Þá er áætlað að hagræðingin skili sér 40% til bænda, 40% til neytenda og 20% til afurðastöðva. Fyrir þá sem hræðast samþjöppun vil ég segja, vissulega getur samþjöppun haft neikvæð áhrif, en við þurfum að horfa á þessar breytingar út frá stærra sjónarhorni. Hér er ekki verið að leggja upp með einokun og hækkandi vöruverð. Staðreyndin er að innlendur landbúnaður er í harðri samkeppni við innflutning erlendis frá. Þaðan kemur samkeppnin ekki frá innanlandsmarkaði. Um er að ræða harða samkeppni við erlendar landbúnaðarvörur sem bæði njóta ríkra ríkisstyrkja og eru framleiddar á grundvelli undanþágureglna. Með þessum lögum er íslenskum landbúnaði, sem myndar einn smæsta markað með landbúnaðarvörur í Evrópu, veitt færi á að hagræða og vera betur í stakk búinn til að mæta erlendri samkeppni. Neytendur munu njóta góðs af þessum breytingum, því ef bændur standa sig ekki með bættum starfsskilyrðum þá munu neytendur einfaldlega líta fram hjá innlendum landbúnaði og fara í aðrar vörur. Þetta vita bændur og eigendur afurðastöðva hér á landi. Þá er ekki hægt að taka undir þá fullyrðingu að lögin hafi neikvæð árif á forsendur kjarasamninga. Ástæðan fyrir vinnslu frumvarps matvælaráðherra má rekja allt til gerðar lífskjarasamninga sem gerðir voru 2019 þar sem mælt var fyrir nauðsyn hagræðingar í vinnslu og slátrun kjötafurða. Innlend matvælaframleiðsla til framtíðar Ef við horfum til þeirra landa sem við berum okkur saman við þá sést að allar þjóðir eru í dag að reyna að verja sína framleiðslu með einhverjum hætti, hvers vegna ættum við ekki gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja betri starfsskilyrði fyrir greinina? Síðustu tvö ár hafa stjórnvöld brugðist við með 5 milljarða framlagi til þess að treysta stoðir bænda. Þessar breytingar kosta ríkissjóð ekki neitt og verður ekki neytendum baggi að bera. Þá höfum við síðustu ár mótað stefnur, m.a. landbúnaðar – og matvælastefnu en það sem okkur hefur skort eru betri starfsskilyrði fyrir greinina til þess að þróast og takast á við nýjan veruleika. Ef við sem þjóð ætlum að halda áfram að framleiða mat hér til framtíðar, þá er þessi aðgerð einn liður í því að styrkja stoðir innlendrar matvælaframleiðslu um ókomna tíð. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Landbúnaður Matvælaframleiðsla Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á kjötvörum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og ekki hefur verið mögulegt að hagræða frekar í greininni. Afleiðingarnar hafa verið að vöruverð hefur farið hækkandi. Við lifum í heimi sem breytist hratt, fyrir nokkrum árum datt mönnum ekki í hug að árið 2024 yrði stórfelldur innflutningur á kjöti til landsins, hvað þá innflutningur á lambakjöti til Íslands. Raunstaðan í dag er sú að samkeppni í landbúnaði kemur nú fyrst og fremst erlendis frá, og við því þarf að bregðast. Breyting á búvörulögum Til að taka á þessum vanda var í dag samþykkt á Alþingi frumvarp Matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum. Við vinnslu málsins lagði meiri hluti atvinnuveganefndar til nokkrar breytingar á frumvarpinu þegar ljóst var að frumvarpið kæmi ekki til með að ná þeim tilgangi sem lagt var upp með í upphafi. Breytingar sem heimila afurðarstöðvum í landbúnaði að sameinast og eiga með sér aukið samstarf. Nefndin taldi nauðsynlegt að horfa til þess hvernig hægt væri að nálgast frumvarpið betur með það að markmiði að það myndi gagnast fleirum. Að óbreyttu hefði frumvarpið aðeins náð til þriggja fyrirtækja og því var farin sú leið að rýmka skilgreiningu á framleiðendafélögum og bæta inn nýrri grein 71.gr. a. þar sem veitt er almenn undanþága frá samkeppnislögum sem nær til sameininga og jafnframt samninga milli framleiðendafélaga varðandi verkaskiptingu og aðrar aðgerðir sem miða að því að halda kostnaði niðri. Hér er um að ræða nýja grein sem endurspeglar orðalag 71. gr. búvörulaga, nr. 99/1993. Þessum breytingum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu og veitir afurðastöðvum í kjötiðnaði heimild til að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli afurðastöðva hvað varðar framleiðslu einstakra kjötafurða, ásamt því að hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Líkt og fyrr segir hefur staða landbúnaðarins verið erfið um langt skeið. Sú staða hefur leitt til þess að bændur og afurðastöðvar hafa þurft að leita sér utanaðkomandi fjármagns. Með þessum lögum er kjötafurðarstöðvum nú gert kleift að gera samninga og/eða sameinast til að ná fram rekstrarhagræði sem gagnast bæði bændum og neytendum. Skilyrðin Því hefur verið haldið fram að kjötafurðarstöðvum verði með þessu heimilað að sameinast án takmarkana, það er ekki rétt. Framleiðendafélög þurfa að uppfylla fjögur skilyrði til þess að fá að nýta heimildina. Þau eru söfnunarskylda, það er að afurðastöðvum sem hyggjast nýta sér heimildina verður skylt að safna afurðum frá framleiðendum kjötvöru á sömu viðskiptakjörum. Rétt þótti að tryggja að allir framleiðendur væru jafnsettir hvað varðar möguleika á að koma búfé til slátrunar óháð staðsetningu og á sömu viðskiptakjörum. Þá er framleiðendafélögum skylt að selja öðrum vinnsluaðilum afurðir til frekari vinnslu á sömu viðskiptakjörum og vinnsluaðilum sem lúta þeirra stjórn. Með þessu skilyrði er stefnt að því að stuðla að samkeppni og fyrirbyggja að aðrir vinnsluaðilar þurfi að greiða hærra verð fyrir sömu vöru og aðilar sem lúta stjórn framleiðendafélaga. Þá verður ekki heimilt að setja skorður við því að framleiðendur færi viðskipti sín til annars aðila. Er þessu skilyrði ætlað að efla og tryggja samningsstöðu bænda og stuðla að því að samkeppni ríki áfram á markaði. Þá er framleiðendum tryggður réttur til að eiga einungis viðskipti við framleiðendafélag um afmarkaða þætti, svo sem slátrun. Með þessu skilyrði er stuðlað að því að tryggja samningsstöðu bænda og fyrirbyggja hindranir fyrir minni keppinauta í slátrun og vinnslu sem breytingartillagan hefði ella getað skapað. Hér er verið að útbúa leið fyrir þá sem vilja vinna og markaðssetja afurðir sínar sjálfir, enda viljum við halda í fjölbreytileikann og tryggja áframhaldandi sölu beint frá býli. Þessi undanþága tekur tillit til íslenskra aðstæðna. Sé hún borin saman við undanþágur í nágrannalöndum Íslands er ljóst að hún gengur lengra í ákveðnum skilningi og skemur í öðrum. Hún felur í sér undanþágu frá samrunareglum samkeppnislaga með líkum hætti og gildir samkvæmt núgildandi 71. gr. búvörulaga um sameiningu. Þá má benda á að Noregur hefur gengið lengra í öðru tilliti og samþykkt undanþágu fyrir stórar afurðarstöðvar frá banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Hér var ekki gengið jafn langt. Nauðsynlegar breytingar Á undanförnum árum hefur rekstur kjötafurðastöðva í landbúnaði verið sérstaklega erfiður, einkum þó við slátrun og vinnslu sauðfjárafurða. Samkvæmt greiningu Deloitte frá apríl árið 2021 kom fram að skapa mætti umtalsverðan ávinning með hagræðingu og endurskipulagningu á rekstri innlendra sláturleyfishafa í slátrun og kjötvinnslu stórgripa og sauðfjár. Metið var að rekstrarhagræðing við samþjöppun afurðastöðva geti numið á bilinu 0,9–1,5 milljörðum kr. og losað um fjárbindingu og lækkað fjárfestingarþörf til framtíðar. Þá er áætlað að hagræðingin skili sér 40% til bænda, 40% til neytenda og 20% til afurðastöðva. Fyrir þá sem hræðast samþjöppun vil ég segja, vissulega getur samþjöppun haft neikvæð áhrif, en við þurfum að horfa á þessar breytingar út frá stærra sjónarhorni. Hér er ekki verið að leggja upp með einokun og hækkandi vöruverð. Staðreyndin er að innlendur landbúnaður er í harðri samkeppni við innflutning erlendis frá. Þaðan kemur samkeppnin ekki frá innanlandsmarkaði. Um er að ræða harða samkeppni við erlendar landbúnaðarvörur sem bæði njóta ríkra ríkisstyrkja og eru framleiddar á grundvelli undanþágureglna. Með þessum lögum er íslenskum landbúnaði, sem myndar einn smæsta markað með landbúnaðarvörur í Evrópu, veitt færi á að hagræða og vera betur í stakk búinn til að mæta erlendri samkeppni. Neytendur munu njóta góðs af þessum breytingum, því ef bændur standa sig ekki með bættum starfsskilyrðum þá munu neytendur einfaldlega líta fram hjá innlendum landbúnaði og fara í aðrar vörur. Þetta vita bændur og eigendur afurðastöðva hér á landi. Þá er ekki hægt að taka undir þá fullyrðingu að lögin hafi neikvæð árif á forsendur kjarasamninga. Ástæðan fyrir vinnslu frumvarps matvælaráðherra má rekja allt til gerðar lífskjarasamninga sem gerðir voru 2019 þar sem mælt var fyrir nauðsyn hagræðingar í vinnslu og slátrun kjötafurða. Innlend matvælaframleiðsla til framtíðar Ef við horfum til þeirra landa sem við berum okkur saman við þá sést að allar þjóðir eru í dag að reyna að verja sína framleiðslu með einhverjum hætti, hvers vegna ættum við ekki gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja betri starfsskilyrði fyrir greinina? Síðustu tvö ár hafa stjórnvöld brugðist við með 5 milljarða framlagi til þess að treysta stoðir bænda. Þessar breytingar kosta ríkissjóð ekki neitt og verður ekki neytendum baggi að bera. Þá höfum við síðustu ár mótað stefnur, m.a. landbúnaðar – og matvælastefnu en það sem okkur hefur skort eru betri starfsskilyrði fyrir greinina til þess að þróast og takast á við nýjan veruleika. Ef við sem þjóð ætlum að halda áfram að framleiða mat hér til framtíðar, þá er þessi aðgerð einn liður í því að styrkja stoðir innlendrar matvælaframleiðslu um ókomna tíð. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun