Færðu forseta Íslands mislita sokka Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2024 14:13 Forseti Íslands með glæsilegum hópi gesta í tilefni alþjóðadags Downs heilkennisins. Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni. Hefð hefur verið fyrir því í forsetatíð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Félag áhugafólks um Downs heilkenni heimsæki forsetann og færi honum mislita sokka að gjöf. Guðjón Gísli Kristinsson myndlistarmaður hannaði sokkana að þessu sinni með Guðjóni Tryggvasyni fatahönnuði.Stöð 2/Sigurjón „Stundum þarf táknrænar leiðir til að vekja athygli á hinu sjálfsagða. Ef það eru skræpóttir sokkar, þá er ég til þjónustu reiðubúinn,“sagði forsetinn glaður í bragði þegar hann bauð nokkra krakka og fullorðna með Downs heilkenni og aðstandendur velkomna á Bessastaði. Að þessu sinni eru sokkarnir íslensk hönnun úr smiðju Guðjóns Tryggvasonar fatahönnuðar og Guðjóns Gísla Kristinssonar listamanns, sem fæddist með Downs heilkenni. Guðmundur Ármann Pétursson formaður áhugafólks um Downs heilkennið segir mjög mikilvægt að eiga þennan dag til að minna á málefnið.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ármann Pétursson formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið segir daginn hafa mikla þýðingu fyrir fólk með Downs heilkenni og aðstandendur þeirra. „Við náum að fá þessa athygli, vekja athygli á hagsmunum fólks með Downs heilkenni. Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir okkur," segir Guðmundur Ármann. Sameinuðu þjóðirnar hafi gert þetta að alþjóðlegum degi Downs heilkennis árið 2011. Guðjón Gísli Kristinsson listamaður sem fæddist með Downs heilkenni afhenti forseta Íslands tvenn pör af mislitum sokkum í dag. Ein fyrir forsetan og önnur fyrir Elizu forsetafrú. Guðjón tryggvason fatahönnuð kom einnig að hönnun sokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Og sögðu þá meðal annars frá því að Downs heilkenni er erfðabreytileiki sem hefur verið með mannkyni alla tíð. Það er ekki eitthvað að eða öðruvísi. Þetta er bara erfðabreytileiki og við erum að fagna því. Við erum að fagna lífinu og því að við viljum búa í fjölbreyttu samfélagi þar sem allir eiga að eiga jafnan aðgang,“ sagði Guðmundur Ármann á Bessastöðum í morgun. Forsetinn lætur ekki nægja að taka á móti hópnum á Bessastöðum. Hann ætlar líka að mæta í partý og dansleik félagsins í Þróttaraheimilinu í kvöld þar sem Herra Hnetusmjör heldur uppi fjörinu. Guðni segir þetta með skemmtilegri embættisverkum hans. En hér væri líka alvara á ferð því með aukinni tækni við fósturskimanir fækkaði fæddum börnum með Downs heilkenni. „Mæður, foreldrar eiga að taka sínar upplýstu ákvarðanir. Hluti af því á að snúast um það að fólk með Downs heilkenni getur átt öflugt, innihaldsríkt og hamingjusamt líf,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson. Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Downs-heilkenni Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Hefð hefur verið fyrir því í forsetatíð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Félag áhugafólks um Downs heilkenni heimsæki forsetann og færi honum mislita sokka að gjöf. Guðjón Gísli Kristinsson myndlistarmaður hannaði sokkana að þessu sinni með Guðjóni Tryggvasyni fatahönnuði.Stöð 2/Sigurjón „Stundum þarf táknrænar leiðir til að vekja athygli á hinu sjálfsagða. Ef það eru skræpóttir sokkar, þá er ég til þjónustu reiðubúinn,“sagði forsetinn glaður í bragði þegar hann bauð nokkra krakka og fullorðna með Downs heilkenni og aðstandendur velkomna á Bessastaði. Að þessu sinni eru sokkarnir íslensk hönnun úr smiðju Guðjóns Tryggvasonar fatahönnuðar og Guðjóns Gísla Kristinssonar listamanns, sem fæddist með Downs heilkenni. Guðmundur Ármann Pétursson formaður áhugafólks um Downs heilkennið segir mjög mikilvægt að eiga þennan dag til að minna á málefnið.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ármann Pétursson formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið segir daginn hafa mikla þýðingu fyrir fólk með Downs heilkenni og aðstandendur þeirra. „Við náum að fá þessa athygli, vekja athygli á hagsmunum fólks með Downs heilkenni. Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir okkur," segir Guðmundur Ármann. Sameinuðu þjóðirnar hafi gert þetta að alþjóðlegum degi Downs heilkennis árið 2011. Guðjón Gísli Kristinsson listamaður sem fæddist með Downs heilkenni afhenti forseta Íslands tvenn pör af mislitum sokkum í dag. Ein fyrir forsetan og önnur fyrir Elizu forsetafrú. Guðjón tryggvason fatahönnuð kom einnig að hönnun sokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Og sögðu þá meðal annars frá því að Downs heilkenni er erfðabreytileiki sem hefur verið með mannkyni alla tíð. Það er ekki eitthvað að eða öðruvísi. Þetta er bara erfðabreytileiki og við erum að fagna því. Við erum að fagna lífinu og því að við viljum búa í fjölbreyttu samfélagi þar sem allir eiga að eiga jafnan aðgang,“ sagði Guðmundur Ármann á Bessastöðum í morgun. Forsetinn lætur ekki nægja að taka á móti hópnum á Bessastöðum. Hann ætlar líka að mæta í partý og dansleik félagsins í Þróttaraheimilinu í kvöld þar sem Herra Hnetusmjör heldur uppi fjörinu. Guðni segir þetta með skemmtilegri embættisverkum hans. En hér væri líka alvara á ferð því með aukinni tækni við fósturskimanir fækkaði fæddum börnum með Downs heilkenni. „Mæður, foreldrar eiga að taka sínar upplýstu ákvarðanir. Hluti af því á að snúast um það að fólk með Downs heilkenni getur átt öflugt, innihaldsríkt og hamingjusamt líf,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson.
Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Downs-heilkenni Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist