Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjóns í kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Mbl.is.
Haft er eftir honum að drengirnir, sem séu í öðrum bekk Laugarnesskóla, hafi sjálfir tilkynnt um myndatökuna.
Nokkur börn undir
Vísir greindi frá því að „alvarlegt atvik“, sem skólastjóri Laugarnesskóla tilkynnti foreldrum barna við skólann um þann 13. október síðastliðinn, væri rannsakað sem kynferðisbrot.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði þá að til stæði að taka skýrslu af nokkrum börnum í Barnahúsi vegna málsins.
„Við í Laugarnesskóla gerum okkur grein fyrir áhyggjum ykkar og höfum fullan skilning á þeim. Ítrekað skal að málið er unnið í samstarfi við foreldra þeirra barna sem áttu í hlut og aðra sem að málinu koma,“ sagði í tölvupósti til foreldra barna í Laugarnesskóla frá Birni Gunnlaugssyni, skólastjóra Laugarnesskóla, á sínum tíma.