Skimun bjargar mannslífum Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 19. mars 2024 17:01 Marsmánuði er ætlað að vekja almenning á alþjóðavísu til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein. Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í körlum sem vekur alltaf mikla athygli. Það var því viðeigandi að leggja fram á Alþingi fyrirspurn um framkvæmd skipulagðrar skimunar fyrir ristilkrabbameini og eiga orðastað við heilbrigðisráðherra í marsmánuði. Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Skipulögð hópleit eða skimun þýðir að öllum þegnum þjóðfélagsins á ákveðnu aldursbili er boðið að taka þátt í leit að krabbameini. Rannsóknir hafa sýnt að með skipulegri leit að ristilkrabbameini og forstigi þess hjá einkennalausum einstaklingum 50 ára og eldri er hægt að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins verulega. Forsaga málsins er löng Mikilvægt er að fara yfir forsögu málsins en málið má rekja aftur til 2002 á Alþingi en hefur þó lengur verið til umfjöllunar hjá heilbrigðisyfirvöldum. Árið 2002 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga þingmanns Sjálfstæðisflokksins um skimun fyrir ristilkrabbameini. Úr því varð ekki – en málið var aftur tekið upp og samþykkt var þingsályktun árið 2007 og átti þáverandi heilbrigðisráðherra að undirbúa skimun sem hefjast átti árið 2008. Í krabbameinsáætlun sem framlengd var til 2030 kemur svo fram að skimun hafi átt að hefjast 2017. Í frétt frá árinu 2022 var sagt að skimun myndi hefjast í upphafi 2023. Það var í fyrra og enn er ekki skimunin hafin. Undirbúningur skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefur því verið í fullum gangi í yfir tvo áratugi. Vandasamt verk Fara þarf eftir ráðlögðum skimunarleiðbeiningum sérfræðinga og uppfylla þarf skilgreind gæðaviðmið og sömuleiðis verður að tryggja að tæknilegir innviðir séu til staðar. Þá þarf einnig að undirbúa alla framkvæmdarferla og semja við þjónustuveitendur, og tryggja fjármagn til framkvæmdarinnar, sem Alþingi ákveður með fjárlögum. En ég veit ekki til þess að framkvæmdin hafi staðið á Alþingi sem hefur í reynd tvívegis samþykkt þingsályktunartillögu til að reyna að hrinda af stað þessari framkvæmd. Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem hljóta að hafa verið teknar á þessum tíma. Ég fagna því að ráðherra lýsti því yfir að ekkert standi því í vegi að skimun geti hafist við lok þessa árs, en sporin hræða í þessum efnum. Það er fullt tilefni til að halda ráðherra vel við efnið og ég heiti því að ef ekki verði þetta komið til framkvæmda að ári þá mun ég leggja fram aðra samhljóða fyrirspurn á Alþingi. Dræm mæting veldur áhyggjum Reglubundin hópleit eftir krabbameini hefur sannað sig sem gríðarlega mikilvæg forvarnaraðgerð af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Það veldur mér miklum áhyggjum að aðeins helmingur þeirra kvenna sem fengu boð í brjóstaskimun árið 2022 mættu í skimun. Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er svo mun lakari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Tilefni er því hér að ráðast í alvöru átak til að hvetja konur til að fara í skimun, jafnvel skoða kostnaðarþátttökuna, kynna á fleiri tungumálum en íslensku og skoða hvernig má ná betur til ólíkra hópa. Ég vona svo innilega að okkur takist að hífa upp þátttökuna og hefja reglubundna skimun á ristilkrabbameini. Því skimun getur bjargað mannslífum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skimun fyrir krabbameini Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Marsmánuði er ætlað að vekja almenning á alþjóðavísu til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein. Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í körlum sem vekur alltaf mikla athygli. Það var því viðeigandi að leggja fram á Alþingi fyrirspurn um framkvæmd skipulagðrar skimunar fyrir ristilkrabbameini og eiga orðastað við heilbrigðisráðherra í marsmánuði. Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Skipulögð hópleit eða skimun þýðir að öllum þegnum þjóðfélagsins á ákveðnu aldursbili er boðið að taka þátt í leit að krabbameini. Rannsóknir hafa sýnt að með skipulegri leit að ristilkrabbameini og forstigi þess hjá einkennalausum einstaklingum 50 ára og eldri er hægt að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins verulega. Forsaga málsins er löng Mikilvægt er að fara yfir forsögu málsins en málið má rekja aftur til 2002 á Alþingi en hefur þó lengur verið til umfjöllunar hjá heilbrigðisyfirvöldum. Árið 2002 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga þingmanns Sjálfstæðisflokksins um skimun fyrir ristilkrabbameini. Úr því varð ekki – en málið var aftur tekið upp og samþykkt var þingsályktun árið 2007 og átti þáverandi heilbrigðisráðherra að undirbúa skimun sem hefjast átti árið 2008. Í krabbameinsáætlun sem framlengd var til 2030 kemur svo fram að skimun hafi átt að hefjast 2017. Í frétt frá árinu 2022 var sagt að skimun myndi hefjast í upphafi 2023. Það var í fyrra og enn er ekki skimunin hafin. Undirbúningur skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefur því verið í fullum gangi í yfir tvo áratugi. Vandasamt verk Fara þarf eftir ráðlögðum skimunarleiðbeiningum sérfræðinga og uppfylla þarf skilgreind gæðaviðmið og sömuleiðis verður að tryggja að tæknilegir innviðir séu til staðar. Þá þarf einnig að undirbúa alla framkvæmdarferla og semja við þjónustuveitendur, og tryggja fjármagn til framkvæmdarinnar, sem Alþingi ákveður með fjárlögum. En ég veit ekki til þess að framkvæmdin hafi staðið á Alþingi sem hefur í reynd tvívegis samþykkt þingsályktunartillögu til að reyna að hrinda af stað þessari framkvæmd. Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem hljóta að hafa verið teknar á þessum tíma. Ég fagna því að ráðherra lýsti því yfir að ekkert standi því í vegi að skimun geti hafist við lok þessa árs, en sporin hræða í þessum efnum. Það er fullt tilefni til að halda ráðherra vel við efnið og ég heiti því að ef ekki verði þetta komið til framkvæmda að ári þá mun ég leggja fram aðra samhljóða fyrirspurn á Alþingi. Dræm mæting veldur áhyggjum Reglubundin hópleit eftir krabbameini hefur sannað sig sem gríðarlega mikilvæg forvarnaraðgerð af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Það veldur mér miklum áhyggjum að aðeins helmingur þeirra kvenna sem fengu boð í brjóstaskimun árið 2022 mættu í skimun. Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er svo mun lakari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Tilefni er því hér að ráðast í alvöru átak til að hvetja konur til að fara í skimun, jafnvel skoða kostnaðarþátttökuna, kynna á fleiri tungumálum en íslensku og skoða hvernig má ná betur til ólíkra hópa. Ég vona svo innilega að okkur takist að hífa upp þátttökuna og hefja reglubundna skimun á ristilkrabbameini. Því skimun getur bjargað mannslífum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar