„Litli bróðir bara spenntur að taka á móti litlu systur í ágúst. Mamma og pabbi eru enn að undirbúa sig fyrir önnur 2-3 ár af bleyjum og tímaleysi en spennt á sama tíma,“ segir í sameiginlegri færslu parsins.
Fyrir eiga þau einn dreng sem fæddist 9. október 2022. . Ingó greindi frá því að von væri á barni þegar meiðyrðamál hans gegn Sindra Þór Sigríðarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí sama ár.
Ingó og Alexandra opinberuðu samband sitt í júní 2021.