Lán úr óláni Ísleifur Arnórsson skrifar 17. mars 2024 10:30 Ein helsta forsendan fyrir jöfnu aðgengi allra að námi hefur um langa tíð verið námslánakerfið. Nú er þetta kerfi í basli með að rækja hlutverk sitt og virðist ganga gegn sjálfri hugsjóninni sem stendur því að baki: að tryggja stúdentum fjárhagslega burði til að stunda nám. Samkvæmt könnun SHÍ á fjárhagsstöðu stúdenta sem gerð var í apríl síðastliðnum segja tæplega 65% nemenda að námslánin þeirra dugi ekki til að framfleyta þeim og um 60% myndu hætta í vinnu ef námslán væru hagstæðari. Það er því greinilegt að eitthvað er að, en hvað nákvæmlega er það og hvernig liti betra námslánakerfi út? Námslánum er úthlutað úr Menntasjóði námsmanna (MSNM). Honum er sett ákveðin sjálfbærniskrafa sem segir einfaldlega að hann verði að standa undir sér – það á ekki að fara meira fé til lánþega en þeir geta greitt til baka. Ein afleiðing sjálfbærniskröfunnar er sú að öll afföll námslána leggjast á aðra námslánataka í formi vaxtahækkana. En ef sjóðurinn er leið ríkisins til að hjálpa borgurum sínum í gegnum háskólanám, hví lendir það á lánþegum að tryggja hag sjóðsins? Ef markmið sjóðsins væri það að vera sem hagstæðastur fyrir ríkið, þá stæði hann sig frábærlega - en eins og áður var getið er það ekki hugsjónin að baki MSNM. Eins og frægt er þá er veitt 30% niðurfelling á námslánum MSNM ef námi er lokið á tilsettum tíma, en þetta er í mörgum tilfellum óraunhæf krafa. Ýmislegt getur tafið námsframvindu, t.d. persónuleg áföll eða vandkvæðin sem fylgja því að vinna meðfram námi. Námslánakerfið tekur ekki nægilegt tillit til aðstæðna nemenda og við í Röskvu viljum því að það sé sniðið eftir norskri fyrirmynd þar sem niðurfellingar upp á 40% eru veittar í lok hverrar annar. Það myndi veita nemendum nauðsynlegt svigrúm og gefa okkur færi á að ljúka náminu á eigin forsendum. Nú er sóknarfæri til þess að bæta lagarammann í kringum lánasjóðinn, endurskoðun á lögunum verður ekki gerð aftur í bráð og það er nauðsynlegt að rödd stúdenta setji tóninn í því samtali. Síðastliðin sjö ár hefur Röskva náð talsverðum árangri, og nú er sérstaklega brýnt að skýr sýn með hagsmuni framtíðarinnar í fyrirrúmi ráði för við endurskoðun laga um Menntasjóðinn. Við í Röskvu ætlum, eins og við höfum ávallt gert, að berjast fyrir réttlátara háskólasamfélagi, þar sem jafnrétti er ekki bara hugsjón, heldur raunveruleiki. Til þess þurfum við þitt umboð, kæri stúdent: kjósum Röskvu á Uglunni þann 20. og 21. mars! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Hugvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ein helsta forsendan fyrir jöfnu aðgengi allra að námi hefur um langa tíð verið námslánakerfið. Nú er þetta kerfi í basli með að rækja hlutverk sitt og virðist ganga gegn sjálfri hugsjóninni sem stendur því að baki: að tryggja stúdentum fjárhagslega burði til að stunda nám. Samkvæmt könnun SHÍ á fjárhagsstöðu stúdenta sem gerð var í apríl síðastliðnum segja tæplega 65% nemenda að námslánin þeirra dugi ekki til að framfleyta þeim og um 60% myndu hætta í vinnu ef námslán væru hagstæðari. Það er því greinilegt að eitthvað er að, en hvað nákvæmlega er það og hvernig liti betra námslánakerfi út? Námslánum er úthlutað úr Menntasjóði námsmanna (MSNM). Honum er sett ákveðin sjálfbærniskrafa sem segir einfaldlega að hann verði að standa undir sér – það á ekki að fara meira fé til lánþega en þeir geta greitt til baka. Ein afleiðing sjálfbærniskröfunnar er sú að öll afföll námslána leggjast á aðra námslánataka í formi vaxtahækkana. En ef sjóðurinn er leið ríkisins til að hjálpa borgurum sínum í gegnum háskólanám, hví lendir það á lánþegum að tryggja hag sjóðsins? Ef markmið sjóðsins væri það að vera sem hagstæðastur fyrir ríkið, þá stæði hann sig frábærlega - en eins og áður var getið er það ekki hugsjónin að baki MSNM. Eins og frægt er þá er veitt 30% niðurfelling á námslánum MSNM ef námi er lokið á tilsettum tíma, en þetta er í mörgum tilfellum óraunhæf krafa. Ýmislegt getur tafið námsframvindu, t.d. persónuleg áföll eða vandkvæðin sem fylgja því að vinna meðfram námi. Námslánakerfið tekur ekki nægilegt tillit til aðstæðna nemenda og við í Röskvu viljum því að það sé sniðið eftir norskri fyrirmynd þar sem niðurfellingar upp á 40% eru veittar í lok hverrar annar. Það myndi veita nemendum nauðsynlegt svigrúm og gefa okkur færi á að ljúka náminu á eigin forsendum. Nú er sóknarfæri til þess að bæta lagarammann í kringum lánasjóðinn, endurskoðun á lögunum verður ekki gerð aftur í bráð og það er nauðsynlegt að rödd stúdenta setji tóninn í því samtali. Síðastliðin sjö ár hefur Röskva náð talsverðum árangri, og nú er sérstaklega brýnt að skýr sýn með hagsmuni framtíðarinnar í fyrirrúmi ráði för við endurskoðun laga um Menntasjóðinn. Við í Röskvu ætlum, eins og við höfum ávallt gert, að berjast fyrir réttlátara háskólasamfélagi, þar sem jafnrétti er ekki bara hugsjón, heldur raunveruleiki. Til þess þurfum við þitt umboð, kæri stúdent: kjósum Röskvu á Uglunni þann 20. og 21. mars! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Hugvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar