Hver sér um okkur á meðan við sjáum um ykkur? Kristrún Vala Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2024 09:30 Klukkan er 7:10 á fimmtudagsmorgni. Það er mars, ég er langt komin með verknámið og önnin er alveg að klárast. Það eru bara nokkrar vikur eftir. Vekjaraklukkan hringir og ég þarf að rífa mig á fætur, sem væri allt í lagi, en ég veit að manneklan er svo mikil á spítalanum að við nemarnir erum settir á sjúklinga sem við eigum svo að bera ábyrgð á. Það má reyndar ekki – en hey, það er bara svo næs að láta okkur sjá um þetta fyrst við erum mætt á annað borð. Það er fátt betra en frír starfskraftur, nema kannski fyrir fría starfskraftinn sjálfan. Á meðan spítalinn sparar, lærum við minna og keyrum okkur út. Málið er að háskólanám er full vinna. Svo mikið er víst. Raunin er þó sú að vinnan verður oft meiri en það sem samsvarar „fullri vinnu“. Sá tími sem ekki fer í fyrirlestra á að fara í lestur, klínískt nám eða verkefnavinnu. Það er gott og blessað þegar góður stuðningur við námsmenn er til staðar, til dæmis í formi námslánakerfis sem styður raunverulega við stúdenta. Svo er þó ekki raunin hér á Íslandi, því miður. Námslánakerfið hefur meira að segja reynst svo stuðningslítið að í kringum 70% stúdenta vinna samhliða námi. Þá er hlutastarf komið ofan á fulla starfið sem stúdentar eru nú þegar að vinna í náminu sjálfu. Það er margt sem gæti útskýrt hvers vegna svo fá nýta þetta kerfi; lánin duga tæplega fyrir leigu og mat, hvað þá ef stúdentar hafa dirfst til að halda uppi markaðinum með afleysingum yfir sumartímann og fá því skert námslán vegna lágs frítekjumarks. Það er blóðugt. Í mörgum námsgreinum á Heilbrigðisvísindasviði er þetta aukna álag ólaunað þrátt fyrir að vera bráðnauðsynlegt fyrir heilbrigðisstofnanir. En við erum að keyra okkur út. Á meðan við fáum ekki launað verknám þurfum við flest öll að vinna líka sem skilar sér í rúmlega 16 tíma vinnudögum á spítalanum, þreytu, vanlíðan og streitu og í ofanálag er námið sjálft sem við þurfum að sinna. Sem á endanum skilar sér í kulnun og heilbrigðiskerfið missir hvern starfskraftinn á eftir öðrum sem skilar sér í enn meiri manneklu sem leiðir af sér enn meira álag og koll af kolli. Við erum föst í vítahring. Það er vel hægt að laga þetta ástand en það þarf vinnu og fjármagn til. Við erum í lykilstöðu til þess að hlúa betur að nemum í heilbrigðisgreinum, en allt of mörg dæmi eru um það að nýútskrifað fólk komi í kulnun út á vinnumarkaðinn. Of há prósenta hjúkrunarfræðinga hætta að vinna við hjúkrun fimm árum eftir útskrift. Það er staðreynd að nemar í heilbrigðisgeiranum halda heilbrigðiskerfinu uppi. Við getum ekki borið alla þá ábyrgð sem á okkur er lögð, ekki ólaunað. Röskva krefst þess fyrir stúdenta í heilbrigðisgreinum og sjúklinga að gerðar verði markvissar breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Heilbrigðiskerfið er undir og það varðar okkur öll. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Sjá meira
Klukkan er 7:10 á fimmtudagsmorgni. Það er mars, ég er langt komin með verknámið og önnin er alveg að klárast. Það eru bara nokkrar vikur eftir. Vekjaraklukkan hringir og ég þarf að rífa mig á fætur, sem væri allt í lagi, en ég veit að manneklan er svo mikil á spítalanum að við nemarnir erum settir á sjúklinga sem við eigum svo að bera ábyrgð á. Það má reyndar ekki – en hey, það er bara svo næs að láta okkur sjá um þetta fyrst við erum mætt á annað borð. Það er fátt betra en frír starfskraftur, nema kannski fyrir fría starfskraftinn sjálfan. Á meðan spítalinn sparar, lærum við minna og keyrum okkur út. Málið er að háskólanám er full vinna. Svo mikið er víst. Raunin er þó sú að vinnan verður oft meiri en það sem samsvarar „fullri vinnu“. Sá tími sem ekki fer í fyrirlestra á að fara í lestur, klínískt nám eða verkefnavinnu. Það er gott og blessað þegar góður stuðningur við námsmenn er til staðar, til dæmis í formi námslánakerfis sem styður raunverulega við stúdenta. Svo er þó ekki raunin hér á Íslandi, því miður. Námslánakerfið hefur meira að segja reynst svo stuðningslítið að í kringum 70% stúdenta vinna samhliða námi. Þá er hlutastarf komið ofan á fulla starfið sem stúdentar eru nú þegar að vinna í náminu sjálfu. Það er margt sem gæti útskýrt hvers vegna svo fá nýta þetta kerfi; lánin duga tæplega fyrir leigu og mat, hvað þá ef stúdentar hafa dirfst til að halda uppi markaðinum með afleysingum yfir sumartímann og fá því skert námslán vegna lágs frítekjumarks. Það er blóðugt. Í mörgum námsgreinum á Heilbrigðisvísindasviði er þetta aukna álag ólaunað þrátt fyrir að vera bráðnauðsynlegt fyrir heilbrigðisstofnanir. En við erum að keyra okkur út. Á meðan við fáum ekki launað verknám þurfum við flest öll að vinna líka sem skilar sér í rúmlega 16 tíma vinnudögum á spítalanum, þreytu, vanlíðan og streitu og í ofanálag er námið sjálft sem við þurfum að sinna. Sem á endanum skilar sér í kulnun og heilbrigðiskerfið missir hvern starfskraftinn á eftir öðrum sem skilar sér í enn meiri manneklu sem leiðir af sér enn meira álag og koll af kolli. Við erum föst í vítahring. Það er vel hægt að laga þetta ástand en það þarf vinnu og fjármagn til. Við erum í lykilstöðu til þess að hlúa betur að nemum í heilbrigðisgreinum, en allt of mörg dæmi eru um það að nýútskrifað fólk komi í kulnun út á vinnumarkaðinn. Of há prósenta hjúkrunarfræðinga hætta að vinna við hjúkrun fimm árum eftir útskrift. Það er staðreynd að nemar í heilbrigðisgeiranum halda heilbrigðiskerfinu uppi. Við getum ekki borið alla þá ábyrgð sem á okkur er lögð, ekki ólaunað. Röskva krefst þess fyrir stúdenta í heilbrigðisgreinum og sjúklinga að gerðar verði markvissar breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Heilbrigðiskerfið er undir og það varðar okkur öll. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun