Hver sér um okkur á meðan við sjáum um ykkur? Kristrún Vala Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2024 09:30 Klukkan er 7:10 á fimmtudagsmorgni. Það er mars, ég er langt komin með verknámið og önnin er alveg að klárast. Það eru bara nokkrar vikur eftir. Vekjaraklukkan hringir og ég þarf að rífa mig á fætur, sem væri allt í lagi, en ég veit að manneklan er svo mikil á spítalanum að við nemarnir erum settir á sjúklinga sem við eigum svo að bera ábyrgð á. Það má reyndar ekki – en hey, það er bara svo næs að láta okkur sjá um þetta fyrst við erum mætt á annað borð. Það er fátt betra en frír starfskraftur, nema kannski fyrir fría starfskraftinn sjálfan. Á meðan spítalinn sparar, lærum við minna og keyrum okkur út. Málið er að háskólanám er full vinna. Svo mikið er víst. Raunin er þó sú að vinnan verður oft meiri en það sem samsvarar „fullri vinnu“. Sá tími sem ekki fer í fyrirlestra á að fara í lestur, klínískt nám eða verkefnavinnu. Það er gott og blessað þegar góður stuðningur við námsmenn er til staðar, til dæmis í formi námslánakerfis sem styður raunverulega við stúdenta. Svo er þó ekki raunin hér á Íslandi, því miður. Námslánakerfið hefur meira að segja reynst svo stuðningslítið að í kringum 70% stúdenta vinna samhliða námi. Þá er hlutastarf komið ofan á fulla starfið sem stúdentar eru nú þegar að vinna í náminu sjálfu. Það er margt sem gæti útskýrt hvers vegna svo fá nýta þetta kerfi; lánin duga tæplega fyrir leigu og mat, hvað þá ef stúdentar hafa dirfst til að halda uppi markaðinum með afleysingum yfir sumartímann og fá því skert námslán vegna lágs frítekjumarks. Það er blóðugt. Í mörgum námsgreinum á Heilbrigðisvísindasviði er þetta aukna álag ólaunað þrátt fyrir að vera bráðnauðsynlegt fyrir heilbrigðisstofnanir. En við erum að keyra okkur út. Á meðan við fáum ekki launað verknám þurfum við flest öll að vinna líka sem skilar sér í rúmlega 16 tíma vinnudögum á spítalanum, þreytu, vanlíðan og streitu og í ofanálag er námið sjálft sem við þurfum að sinna. Sem á endanum skilar sér í kulnun og heilbrigðiskerfið missir hvern starfskraftinn á eftir öðrum sem skilar sér í enn meiri manneklu sem leiðir af sér enn meira álag og koll af kolli. Við erum föst í vítahring. Það er vel hægt að laga þetta ástand en það þarf vinnu og fjármagn til. Við erum í lykilstöðu til þess að hlúa betur að nemum í heilbrigðisgreinum, en allt of mörg dæmi eru um það að nýútskrifað fólk komi í kulnun út á vinnumarkaðinn. Of há prósenta hjúkrunarfræðinga hætta að vinna við hjúkrun fimm árum eftir útskrift. Það er staðreynd að nemar í heilbrigðisgeiranum halda heilbrigðiskerfinu uppi. Við getum ekki borið alla þá ábyrgð sem á okkur er lögð, ekki ólaunað. Röskva krefst þess fyrir stúdenta í heilbrigðisgreinum og sjúklinga að gerðar verði markvissar breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Heilbrigðiskerfið er undir og það varðar okkur öll. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Klukkan er 7:10 á fimmtudagsmorgni. Það er mars, ég er langt komin með verknámið og önnin er alveg að klárast. Það eru bara nokkrar vikur eftir. Vekjaraklukkan hringir og ég þarf að rífa mig á fætur, sem væri allt í lagi, en ég veit að manneklan er svo mikil á spítalanum að við nemarnir erum settir á sjúklinga sem við eigum svo að bera ábyrgð á. Það má reyndar ekki – en hey, það er bara svo næs að láta okkur sjá um þetta fyrst við erum mætt á annað borð. Það er fátt betra en frír starfskraftur, nema kannski fyrir fría starfskraftinn sjálfan. Á meðan spítalinn sparar, lærum við minna og keyrum okkur út. Málið er að háskólanám er full vinna. Svo mikið er víst. Raunin er þó sú að vinnan verður oft meiri en það sem samsvarar „fullri vinnu“. Sá tími sem ekki fer í fyrirlestra á að fara í lestur, klínískt nám eða verkefnavinnu. Það er gott og blessað þegar góður stuðningur við námsmenn er til staðar, til dæmis í formi námslánakerfis sem styður raunverulega við stúdenta. Svo er þó ekki raunin hér á Íslandi, því miður. Námslánakerfið hefur meira að segja reynst svo stuðningslítið að í kringum 70% stúdenta vinna samhliða námi. Þá er hlutastarf komið ofan á fulla starfið sem stúdentar eru nú þegar að vinna í náminu sjálfu. Það er margt sem gæti útskýrt hvers vegna svo fá nýta þetta kerfi; lánin duga tæplega fyrir leigu og mat, hvað þá ef stúdentar hafa dirfst til að halda uppi markaðinum með afleysingum yfir sumartímann og fá því skert námslán vegna lágs frítekjumarks. Það er blóðugt. Í mörgum námsgreinum á Heilbrigðisvísindasviði er þetta aukna álag ólaunað þrátt fyrir að vera bráðnauðsynlegt fyrir heilbrigðisstofnanir. En við erum að keyra okkur út. Á meðan við fáum ekki launað verknám þurfum við flest öll að vinna líka sem skilar sér í rúmlega 16 tíma vinnudögum á spítalanum, þreytu, vanlíðan og streitu og í ofanálag er námið sjálft sem við þurfum að sinna. Sem á endanum skilar sér í kulnun og heilbrigðiskerfið missir hvern starfskraftinn á eftir öðrum sem skilar sér í enn meiri manneklu sem leiðir af sér enn meira álag og koll af kolli. Við erum föst í vítahring. Það er vel hægt að laga þetta ástand en það þarf vinnu og fjármagn til. Við erum í lykilstöðu til þess að hlúa betur að nemum í heilbrigðisgreinum, en allt of mörg dæmi eru um það að nýútskrifað fólk komi í kulnun út á vinnumarkaðinn. Of há prósenta hjúkrunarfræðinga hætta að vinna við hjúkrun fimm árum eftir útskrift. Það er staðreynd að nemar í heilbrigðisgeiranum halda heilbrigðiskerfinu uppi. Við getum ekki borið alla þá ábyrgð sem á okkur er lögð, ekki ólaunað. Röskva krefst þess fyrir stúdenta í heilbrigðisgreinum og sjúklinga að gerðar verði markvissar breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Heilbrigðiskerfið er undir og það varðar okkur öll. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar