Húsið stendur við Skjólbraut 18 í Kópavogi og var hannað af Jörundi Pálssyni arkitekt árið 1964. Húsið er skráð 305,2 fermetrar og skiptist í 147 fermetra íbúið, tvo bílskúra sem eru 40 og 52,5 fermetrar, og vínkjallarann sem er 65,7 fermetrar.
Stækkun var gerð á húsinu árið 2010, en það var þá sem vínkjallarinn, auk seinni bílskúrs, kom til sögunnar.
„Húsið er klætt að utan með mjög vandaðari álklæðningu og harðvið. Hellulagður/gras garður er ofan á þaki bílskúrs með stórkostlegu útsýni og steinhleðsla við lóð hússins setur fallegan svip á eignina. Eftisótt staðsetning í Vesturbæ Kópavogs þar sem sundlaug og skólar eru í göngufæri,“ segir um eignina á fasteignavef Vísis, sem líkt og áður sagði hefur þegar verið seld með fyrirvara.
Ásett verð eignarinnar á fasteignavefnum var 164,9 milljónir króna, eða rúmlega 540 á fermetrann, en ekki liggur fyrir á hvaða verði eignin var seld.
