Þjóð ofurseld í morðingjahendur Hjálmtýr Heiðdal skrifar 11. mars 2024 11:31 Afstaða stjórnvalda í mörgum vestrænum ríkjum þýðir í raun að þessir aðilar hafa ofurselt þjóð Palestínu í hendur stjórnvalda í Ísrael. Þessi ríki taka afstöðu með Ísrael og segja að landið hafi rétt til að verja sig. Þó sjá allir sem vilja sjá að Ísrael er ekki að verja sig - síonistarnir sem stýra málum eru að verja landrán, kúgun og morð. Þjófar og morðingjar eru aldrei í rétti - nema núna - nú eru þeir studdir til verka. Nú blasir sú staðreynd við að þjóðirnar sem segjast verja mannréttindi og frelsi eru vísvitandi að særa það alþjóðlega réttarkerfi, sem m.a. Alþjóðadómstóllinn er hluti af, holundarsári sem mun veikja það ef ekki drepa. Einnig stefnir í sömu átt varðandi UNRWA. Ísland hefur ásamt fleiri ríkjum rekið rýting í þá stofnun á grundvelli ásakanna sem hafa reynst lygar einar. Ísrael hefur friðhelgi til þess að drepa með öllum ráðum, flugskeytum, sprengjum, fallbyssuskothríð, leyniskyttum og með sviptingu lífsbjargarinnar. Börn deyja úr hungri, heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út, fjölmiðlafólk, læknar, hjúkrunarfólk, skáld og menningarfrömuðir - allt myrt með hnitmiðuðum aðgerðum morðingjahersins. Háskólar, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, barnaskólar, moskur, bókasöfn og íbúðarhús - allt lagt í rúst. Þetta er þjóðarmorð. Almenningur verður að rísa gegn þeim aðilum sem styðja þjóðarmorð - við verðum að stöðva viðskipti við morðingjana - við eigum ekki að syngja með fulltrúum þeirra á sviði - við eigum ekki að leika við þá í íþróttaleikjum - við eigum að útiloka morðingjana og einangra. Ef það tekst þá er mögulegt að brjóta ofurvald Bandaríkjanna og stuðningsríkja þeirra á bak aftur og ná þannig að losa Palestínumenn undan rústunum sem vestrænar ríkisstjórnir bera mikla ábyrgð á. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Afstaða stjórnvalda í mörgum vestrænum ríkjum þýðir í raun að þessir aðilar hafa ofurselt þjóð Palestínu í hendur stjórnvalda í Ísrael. Þessi ríki taka afstöðu með Ísrael og segja að landið hafi rétt til að verja sig. Þó sjá allir sem vilja sjá að Ísrael er ekki að verja sig - síonistarnir sem stýra málum eru að verja landrán, kúgun og morð. Þjófar og morðingjar eru aldrei í rétti - nema núna - nú eru þeir studdir til verka. Nú blasir sú staðreynd við að þjóðirnar sem segjast verja mannréttindi og frelsi eru vísvitandi að særa það alþjóðlega réttarkerfi, sem m.a. Alþjóðadómstóllinn er hluti af, holundarsári sem mun veikja það ef ekki drepa. Einnig stefnir í sömu átt varðandi UNRWA. Ísland hefur ásamt fleiri ríkjum rekið rýting í þá stofnun á grundvelli ásakanna sem hafa reynst lygar einar. Ísrael hefur friðhelgi til þess að drepa með öllum ráðum, flugskeytum, sprengjum, fallbyssuskothríð, leyniskyttum og með sviptingu lífsbjargarinnar. Börn deyja úr hungri, heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út, fjölmiðlafólk, læknar, hjúkrunarfólk, skáld og menningarfrömuðir - allt myrt með hnitmiðuðum aðgerðum morðingjahersins. Háskólar, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, barnaskólar, moskur, bókasöfn og íbúðarhús - allt lagt í rúst. Þetta er þjóðarmorð. Almenningur verður að rísa gegn þeim aðilum sem styðja þjóðarmorð - við verðum að stöðva viðskipti við morðingjana - við eigum ekki að syngja með fulltrúum þeirra á sviði - við eigum ekki að leika við þá í íþróttaleikjum - við eigum að útiloka morðingjana og einangra. Ef það tekst þá er mögulegt að brjóta ofurvald Bandaríkjanna og stuðningsríkja þeirra á bak aftur og ná þannig að losa Palestínumenn undan rústunum sem vestrænar ríkisstjórnir bera mikla ábyrgð á. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar