Er endilega sælla að þiggja? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. mars 2024 09:01 Það er ástæða til að fagna því að á dögunum hafi náðst kjarasamningar fyrir stóran hluta launafólks, og það til fjögurra ára. Það er sjaldséður árangur hér á landi. Það er erfitt að setja verðmiða á stöðugleikann sem fylgir vonandi í kjölfarið. Óhætt að segja að hann geti skipt sköpum fyrir fólk og fyrirtæki. Það er hins vegar ástæða til að setja spurningamerki við nýja normið sem aðkoma stjórnvalda er orðin að slíkum samningum. Aðkoma sem endurspeglast í sameiginlegum tilkynningum og myndatökum vegna því sem á að heita samningar aðila vinnumarkaðarins. Það er þó ekki meginefni þessarar greinar. Ekki heldur að hið opinbera telji fjármunum vel varið í að niðurgreiða skólamáltíðir að fullu fyrir börnin mín. Á blaðamannafundi þar sem stjórnvöld og fulltrúi sveitarfélaga kynntu aðgerðir sínar í tengslum við samningana þótti tilefni til að gleðjast sérstaklega yfir fjölgun bótaþega barnabótakerfisins. Stjórnvöld lögðu ríka áherslu á barnafólk í þeim aðgerðum sem kynntar voru og undirrituð tekur heilshugar undir brýna þörf þar. Við þurfum að halda vel utan um barnafjölskyldur sem hafa tekist á við erfiðleika, ekki hvað síst í dagvistunarmálum. Sjálfstæðismenn hafa t.a.m. lagt áherslu á að hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna og er það mjög jákvætt skref. Þakið hefur enda staðið í stað um árabil og er úr takti við laun og verðlag. Millifærsla frá ríkinu í stað skattalækkana Ég fæ reglulega fyrirspurnir og hvatningar frá barnafólki um barna- og vaxtabótakerfið. Ég fæ hins vegar mun færri um lækkun skatta. Hvað veldur því að fólk vill afhenda ríkinu fjármuni til þess að fá þá færða til baka? Eflaust spilar þar margt inn í, m.a. aftenging fólks við greiðsluskatta þar eð þeir eru sjálfkrafa dregnir frá launum fyrir útborgun. Stór ástæða er væntanlega áhersla á og áróður stjórnmálamanna fyrir millifærslukerfi í stað lækkunar og einföldunar skatta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því að beina stuðningi annað en í bótakerfin við litlar og lágstemmdar undirtektir. Ég fagna forgangsröðun stjórnvalda í þágu fjölskyldna og áherslu fjármála- og efnahagsráðherra á aðhald og hagræðingu á móti. Tiltekt í ríkisfjármálunum er enda lykilatriði ef markmiðið er að draga úr verðbólgu. Það væri samt óskandi að fleiri kölluðu eftir yfirráðum sjálfsaflafjár síns í stað þess að komast á millifærslulista ríkisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Efnahagsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að fagna því að á dögunum hafi náðst kjarasamningar fyrir stóran hluta launafólks, og það til fjögurra ára. Það er sjaldséður árangur hér á landi. Það er erfitt að setja verðmiða á stöðugleikann sem fylgir vonandi í kjölfarið. Óhætt að segja að hann geti skipt sköpum fyrir fólk og fyrirtæki. Það er hins vegar ástæða til að setja spurningamerki við nýja normið sem aðkoma stjórnvalda er orðin að slíkum samningum. Aðkoma sem endurspeglast í sameiginlegum tilkynningum og myndatökum vegna því sem á að heita samningar aðila vinnumarkaðarins. Það er þó ekki meginefni þessarar greinar. Ekki heldur að hið opinbera telji fjármunum vel varið í að niðurgreiða skólamáltíðir að fullu fyrir börnin mín. Á blaðamannafundi þar sem stjórnvöld og fulltrúi sveitarfélaga kynntu aðgerðir sínar í tengslum við samningana þótti tilefni til að gleðjast sérstaklega yfir fjölgun bótaþega barnabótakerfisins. Stjórnvöld lögðu ríka áherslu á barnafólk í þeim aðgerðum sem kynntar voru og undirrituð tekur heilshugar undir brýna þörf þar. Við þurfum að halda vel utan um barnafjölskyldur sem hafa tekist á við erfiðleika, ekki hvað síst í dagvistunarmálum. Sjálfstæðismenn hafa t.a.m. lagt áherslu á að hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna og er það mjög jákvætt skref. Þakið hefur enda staðið í stað um árabil og er úr takti við laun og verðlag. Millifærsla frá ríkinu í stað skattalækkana Ég fæ reglulega fyrirspurnir og hvatningar frá barnafólki um barna- og vaxtabótakerfið. Ég fæ hins vegar mun færri um lækkun skatta. Hvað veldur því að fólk vill afhenda ríkinu fjármuni til þess að fá þá færða til baka? Eflaust spilar þar margt inn í, m.a. aftenging fólks við greiðsluskatta þar eð þeir eru sjálfkrafa dregnir frá launum fyrir útborgun. Stór ástæða er væntanlega áhersla á og áróður stjórnmálamanna fyrir millifærslukerfi í stað lækkunar og einföldunar skatta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því að beina stuðningi annað en í bótakerfin við litlar og lágstemmdar undirtektir. Ég fagna forgangsröðun stjórnvalda í þágu fjölskyldna og áherslu fjármála- og efnahagsráðherra á aðhald og hagræðingu á móti. Tiltekt í ríkisfjármálunum er enda lykilatriði ef markmiðið er að draga úr verðbólgu. Það væri samt óskandi að fleiri kölluðu eftir yfirráðum sjálfsaflafjár síns í stað þess að komast á millifærslulista ríkisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun