Vandi fylgir vegsemd hverri: Biskupsforval í höndum fámennrar stéttar Skúli S. Ólafsson skrifar 7. mars 2024 10:30 Framundan er forval til biskupskjörs. Hópur vígðra þjóna kirkjunnar, alls 164 einstaklingar, tilnefnir einhvern þeirra sjö sem hafa „rétt upp hönd“ til að gefa kost á sér í sjálfu biskupskjörinu. Mikil ábyrgð er lögð á herðrar þessa fólks og hefur þetta fyrirkomulag sætt gagnrýni sem vel má taka undir. Það orkar tvímælis að setja svo mikil völd í hendur þeirra sem starfa í innsta kjarna Þjóðkirkjunnar. Má færa rök fyrir því að slíkt forval stangist ekki eingöngu á við grunnreglur lýðræðis um val á forystufólki, heldur sé það á skjön við sjálft eðli Þjóðkirkjunnar. Í lögum um Þjóðkirkjuna (77/2021) segir: „Þjóðkirkjunni ber að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni“ (3. gr.). Hér er með öðrum orðum kveðið á um það að Þjóðkirkjan hafi skyldum að gegna út fyrir þann hóp 225.902 eintaklinga sem nú tilheyra trúfélaginu. Hér erum við komin að kjarna þess sem kalla má „Þjóðkirkjuhugsjónina“. Þar er átt við þá köllun að vinna landi og þjóð gagn í krafti kærleiksboðskapar Jesú Krists í nafni jafnréttis og velferðar. Í þeirri þjónustu gegnir biskup lykilhlutverki. Biskup þarf að geta talað til fólks, á stundum mótlætis, þegar þjóðin fagnar tyllidögum eða stendur frammi fyrir álitamálum. Annað meginhlutverk biskups er að gegna forystu í þeim hópi sem veitir kirkjulega þjónustu. Sá flokkur er að sönnu fjölbreyttur. Þar ber vitanlega að nefna téðan hóp vígðra þjóna kirkjunnar, en þar er þó ekki öll sagan sögð. Á vegum kirkjunnar starfar fjöldi launaðra starfsmanna auk enn stærri hóps sjálfboðaliða. Starfsemi Þjóðkirkjunnar fellur undir óhagnaðardrifinn rekstur. Því er mikilvægt að skilgreina markmið og stefnu sem birtist ekki nema að takmörkuðu leyti í niðurstöðum ársreikninga. Þessu þarf biskupinn að sinna og umfram allt stuðla að því að fólkið sem vinnur í anda Þjóðkirkjuhugsjónarinnar, starfi sem einn hópur. Tilnefningarvaldið fellur í skaut aðeins lítils hluta þess samfélags sem þjónar á vettvangi kirkjunnar. Hér gildir hið fornkveðna, að vandi fylgir vegsemd hverri. Mikilvægt er að tilnefnendur horfi út fyrir þrönga stéttarhagsmuni þegar ákvörðun er tekin. Fólk hlýtur að meta hvort og þá hvernig einstaklingar úr hópi þessara sjö hafa tjáð sig á opinberum vettvangi og miðlað forystu. Með því móti einu verður hægt að segja að tilnefnendur hafi axlað þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framundan er forval til biskupskjörs. Hópur vígðra þjóna kirkjunnar, alls 164 einstaklingar, tilnefnir einhvern þeirra sjö sem hafa „rétt upp hönd“ til að gefa kost á sér í sjálfu biskupskjörinu. Mikil ábyrgð er lögð á herðrar þessa fólks og hefur þetta fyrirkomulag sætt gagnrýni sem vel má taka undir. Það orkar tvímælis að setja svo mikil völd í hendur þeirra sem starfa í innsta kjarna Þjóðkirkjunnar. Má færa rök fyrir því að slíkt forval stangist ekki eingöngu á við grunnreglur lýðræðis um val á forystufólki, heldur sé það á skjön við sjálft eðli Þjóðkirkjunnar. Í lögum um Þjóðkirkjuna (77/2021) segir: „Þjóðkirkjunni ber að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni“ (3. gr.). Hér er með öðrum orðum kveðið á um það að Þjóðkirkjan hafi skyldum að gegna út fyrir þann hóp 225.902 eintaklinga sem nú tilheyra trúfélaginu. Hér erum við komin að kjarna þess sem kalla má „Þjóðkirkjuhugsjónina“. Þar er átt við þá köllun að vinna landi og þjóð gagn í krafti kærleiksboðskapar Jesú Krists í nafni jafnréttis og velferðar. Í þeirri þjónustu gegnir biskup lykilhlutverki. Biskup þarf að geta talað til fólks, á stundum mótlætis, þegar þjóðin fagnar tyllidögum eða stendur frammi fyrir álitamálum. Annað meginhlutverk biskups er að gegna forystu í þeim hópi sem veitir kirkjulega þjónustu. Sá flokkur er að sönnu fjölbreyttur. Þar ber vitanlega að nefna téðan hóp vígðra þjóna kirkjunnar, en þar er þó ekki öll sagan sögð. Á vegum kirkjunnar starfar fjöldi launaðra starfsmanna auk enn stærri hóps sjálfboðaliða. Starfsemi Þjóðkirkjunnar fellur undir óhagnaðardrifinn rekstur. Því er mikilvægt að skilgreina markmið og stefnu sem birtist ekki nema að takmörkuðu leyti í niðurstöðum ársreikninga. Þessu þarf biskupinn að sinna og umfram allt stuðla að því að fólkið sem vinnur í anda Þjóðkirkjuhugsjónarinnar, starfi sem einn hópur. Tilnefningarvaldið fellur í skaut aðeins lítils hluta þess samfélags sem þjónar á vettvangi kirkjunnar. Hér gildir hið fornkveðna, að vandi fylgir vegsemd hverri. Mikilvægt er að tilnefnendur horfi út fyrir þrönga stéttarhagsmuni þegar ákvörðun er tekin. Fólk hlýtur að meta hvort og þá hvernig einstaklingar úr hópi þessara sjö hafa tjáð sig á opinberum vettvangi og miðlað forystu. Með því móti einu verður hægt að segja að tilnefnendur hafi axlað þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun