Hvatning frá Reykjalundi: Nálgumst offitu með faglegum hætti Árdís Björk Ármannsdóttir og Pétur Magnússon skrifa 4. mars 2024 09:00 Í dag, 4. mars, er alþjóðadagur offitu. Algengi offitu hefur aukist mjög í hinum vestræna heimi síðustu áratugi, meðal annars hér á Íslandi. Er nú talið að tæp 30% fullorðinna og 7% barna hér á landi séu með offitu en til samanburðar voru það um 12% fyrir aðeins tuttugu árum síðan. Á þessu sama tímabili hefur viðhorf til offitu breyst mikið. Þar vegur þyngst að offita er nú viðurkenndur efnaskiptasjúkdómur og þekking á honum ásamt meðferðarúrræðum hefur tekið miklum framförum. Viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu og fordómar fara minnkandi, þó þar sé enn nokkuð í land. En samt sem áður er þessi aukning á algengi offitu uggvænleg þróun fyrir samfélagið og nauðsynlegt er að gera betur, ekki síst varðandi forvarnir og meðferð. Þar spilar heilbrigðisstarfsfólk stórt hlutverk. Nálgast þarf þennan sjúkdóm af virðingu og fagmennsku, líkt og í tilfelli annarra sjúkdóma. Einföld skilaboð um að hreyfa sig meira og borða minna virka einfaldlega ekki í þessum tilfellum. Reykjalundur sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla. Sérstakt meðferðarteymi sem sinnir offitu hefur verið starfrækt frá árinu 2001 á Reykjalundi. Meðferðarteymið sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla hennar og í teyminu situr hópur sérmenntaðs heilbrigðisstarfsfólks með ólíkan bakgrunn. Þetta eru læknar, hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafi og íþróttafræðingur. Meðferðin er í stöðugri þróun í takt við þarfir hverju sinni og í samræmi við nýjustu rannsóknir og klínískar leiðbeiningar. Markmið teymisins er að bæta heilsu og lífsgæði einstaklinga með offitu og unnið er markvisst að því að hjálpa einstaklingum að bæta lífshætti sína, líðan og neysluvenjur. Meðferðin felst í atferlismeðferð, fræðslu, kennslu um næringu, hreyfingu og góðar venjur. Líkamleg þjálfun skipar stóran sess í meðferðinni. Unnið er með sjálfsstyrkingu, sálfélagslega þætti, slökun og skipulag daglegs lífs. Um 170 manns njóta þjónustunnar árlega en því miður er biðlistinn þreföld þessi tala og fer stækkandi. Sérfræðingar Reykjalundar í meðferð offitu hafa undanfarið kallað á almenna vitundarvakningu í samfélaginu, ekki síst meðal heilbrigðisstarfsfólks. Í tilefni alþjóðadagsins hefur Reykjalundur boðið til fræðsluráðstefnu fyrir heilbrigðisstarfsfólk í dag undir nafninu „Offita – Fagleg nálgun á samfélagstengdum sjúkdómi.“ Á dagskrá er fjöldi áhugaverðra fyrirlestra frá ýmsum starfsstéttum heilbrigðisþjónustunnar sem vinna að málefnum offitu. Markmiðið er að vinna að bættri meðferð einstaklinga með offituen fjallað verður um þær miklu framfarir sem hafa orðið í þekkingu á offitusjúkdómi og þróun í meðferðarúrræðum. Áhuginn er mikill sem er ánægjuefni og vonumst við á Reykalundi eftir að ráðstefnan verði ekki einstakur viðburður heldur upphaf að frekari og aukinni samvinnu heilbrigðisstarfsfólks í málaflokknum. Meðferð offitu er mikilvægt samfélagslegt verkefni að þarf að vinna og við heilbrigðisstarfsfólk gegnum þar lykilhlutverki. Árdís Björk Ármannsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 4. mars, er alþjóðadagur offitu. Algengi offitu hefur aukist mjög í hinum vestræna heimi síðustu áratugi, meðal annars hér á Íslandi. Er nú talið að tæp 30% fullorðinna og 7% barna hér á landi séu með offitu en til samanburðar voru það um 12% fyrir aðeins tuttugu árum síðan. Á þessu sama tímabili hefur viðhorf til offitu breyst mikið. Þar vegur þyngst að offita er nú viðurkenndur efnaskiptasjúkdómur og þekking á honum ásamt meðferðarúrræðum hefur tekið miklum framförum. Viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu og fordómar fara minnkandi, þó þar sé enn nokkuð í land. En samt sem áður er þessi aukning á algengi offitu uggvænleg þróun fyrir samfélagið og nauðsynlegt er að gera betur, ekki síst varðandi forvarnir og meðferð. Þar spilar heilbrigðisstarfsfólk stórt hlutverk. Nálgast þarf þennan sjúkdóm af virðingu og fagmennsku, líkt og í tilfelli annarra sjúkdóma. Einföld skilaboð um að hreyfa sig meira og borða minna virka einfaldlega ekki í þessum tilfellum. Reykjalundur sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla. Sérstakt meðferðarteymi sem sinnir offitu hefur verið starfrækt frá árinu 2001 á Reykjalundi. Meðferðarteymið sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla hennar og í teyminu situr hópur sérmenntaðs heilbrigðisstarfsfólks með ólíkan bakgrunn. Þetta eru læknar, hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafi og íþróttafræðingur. Meðferðin er í stöðugri þróun í takt við þarfir hverju sinni og í samræmi við nýjustu rannsóknir og klínískar leiðbeiningar. Markmið teymisins er að bæta heilsu og lífsgæði einstaklinga með offitu og unnið er markvisst að því að hjálpa einstaklingum að bæta lífshætti sína, líðan og neysluvenjur. Meðferðin felst í atferlismeðferð, fræðslu, kennslu um næringu, hreyfingu og góðar venjur. Líkamleg þjálfun skipar stóran sess í meðferðinni. Unnið er með sjálfsstyrkingu, sálfélagslega þætti, slökun og skipulag daglegs lífs. Um 170 manns njóta þjónustunnar árlega en því miður er biðlistinn þreföld þessi tala og fer stækkandi. Sérfræðingar Reykjalundar í meðferð offitu hafa undanfarið kallað á almenna vitundarvakningu í samfélaginu, ekki síst meðal heilbrigðisstarfsfólks. Í tilefni alþjóðadagsins hefur Reykjalundur boðið til fræðsluráðstefnu fyrir heilbrigðisstarfsfólk í dag undir nafninu „Offita – Fagleg nálgun á samfélagstengdum sjúkdómi.“ Á dagskrá er fjöldi áhugaverðra fyrirlestra frá ýmsum starfsstéttum heilbrigðisþjónustunnar sem vinna að málefnum offitu. Markmiðið er að vinna að bættri meðferð einstaklinga með offituen fjallað verður um þær miklu framfarir sem hafa orðið í þekkingu á offitusjúkdómi og þróun í meðferðarúrræðum. Áhuginn er mikill sem er ánægjuefni og vonumst við á Reykalundi eftir að ráðstefnan verði ekki einstakur viðburður heldur upphaf að frekari og aukinni samvinnu heilbrigðisstarfsfólks í málaflokknum. Meðferð offitu er mikilvægt samfélagslegt verkefni að þarf að vinna og við heilbrigðisstarfsfólk gegnum þar lykilhlutverki. Árdís Björk Ármannsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun