Dagur tekur við króatíska landsliðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. febrúar 2024 19:14 Dagur Sigurðsson þjálfaði síðast japanska landsliðið en lét af störfum í byrjun mánaðar eftir Asíumótið. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson verður kynntur sem nýr þjálfari handboltalandsliðs Króatíu á morgun. Hann verður þar með fyrsti útlendingurinn til að stýra liðinu og á ærið verkefni fyrir höndum í umspili um sæti á Ólympíuleikunum. Dagur hætti þjálfun japanska landsliðsins í byrjun þessa mánaðar. Japanska handknattleikssambandið var vonsvikið með ákvörðun Dags, sem var með samning fram yfir Ólympíuleikana sem hann tryggði Japan inn á í sumar. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015. Króatar hafa skipt tvívegis um þjálfara á rétt rúmlega ári, Hrvoje Horvat var rekinn í fyrra eftir slæman árangur á HM, Goran Perkovac tók við af honum en var látinn fara eftir EM 2024. Króatíski fjölmiðilinn 24 Sata greinir svo frá því að Dagur verði á morgun kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins. Dagur verður fyrsti þjálfari liðsins sem er af erlendu bergi brotinn. The Croatian Handball Federation have called for a press conference tomorrow at 11.00, where the new national coach will be announced.According to @24sata_HR it is the Icelandic coach Dagur Sigurdsson (as rumored for several weeks), who reportedly has signed a 4-year contract.…— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 28, 2024 Dagur á ærið verkefni fyrir höndum með Króatíu en strax um miðjan mars hefst undankeppni Ólympíuleikanna, þar er Króatía í riðli með þýskum lærisveinum Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír. Leikið verður í Þýskalandi og tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar. Handbolti Króatía Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í handbolta Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Dagur hætti þjálfun japanska landsliðsins í byrjun þessa mánaðar. Japanska handknattleikssambandið var vonsvikið með ákvörðun Dags, sem var með samning fram yfir Ólympíuleikana sem hann tryggði Japan inn á í sumar. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015. Króatar hafa skipt tvívegis um þjálfara á rétt rúmlega ári, Hrvoje Horvat var rekinn í fyrra eftir slæman árangur á HM, Goran Perkovac tók við af honum en var látinn fara eftir EM 2024. Króatíski fjölmiðilinn 24 Sata greinir svo frá því að Dagur verði á morgun kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins. Dagur verður fyrsti þjálfari liðsins sem er af erlendu bergi brotinn. The Croatian Handball Federation have called for a press conference tomorrow at 11.00, where the new national coach will be announced.According to @24sata_HR it is the Icelandic coach Dagur Sigurdsson (as rumored for several weeks), who reportedly has signed a 4-year contract.…— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 28, 2024 Dagur á ærið verkefni fyrir höndum með Króatíu en strax um miðjan mars hefst undankeppni Ólympíuleikanna, þar er Króatía í riðli með þýskum lærisveinum Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír. Leikið verður í Þýskalandi og tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar.
Handbolti Króatía Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í handbolta Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira