Dagur tekur við króatíska landsliðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. febrúar 2024 19:14 Dagur Sigurðsson þjálfaði síðast japanska landsliðið en lét af störfum í byrjun mánaðar eftir Asíumótið. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson verður kynntur sem nýr þjálfari handboltalandsliðs Króatíu á morgun. Hann verður þar með fyrsti útlendingurinn til að stýra liðinu og á ærið verkefni fyrir höndum í umspili um sæti á Ólympíuleikunum. Dagur hætti þjálfun japanska landsliðsins í byrjun þessa mánaðar. Japanska handknattleikssambandið var vonsvikið með ákvörðun Dags, sem var með samning fram yfir Ólympíuleikana sem hann tryggði Japan inn á í sumar. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015. Króatar hafa skipt tvívegis um þjálfara á rétt rúmlega ári, Hrvoje Horvat var rekinn í fyrra eftir slæman árangur á HM, Goran Perkovac tók við af honum en var látinn fara eftir EM 2024. Króatíski fjölmiðilinn 24 Sata greinir svo frá því að Dagur verði á morgun kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins. Dagur verður fyrsti þjálfari liðsins sem er af erlendu bergi brotinn. The Croatian Handball Federation have called for a press conference tomorrow at 11.00, where the new national coach will be announced.According to @24sata_HR it is the Icelandic coach Dagur Sigurdsson (as rumored for several weeks), who reportedly has signed a 4-year contract.…— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 28, 2024 Dagur á ærið verkefni fyrir höndum með Króatíu en strax um miðjan mars hefst undankeppni Ólympíuleikanna, þar er Króatía í riðli með þýskum lærisveinum Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír. Leikið verður í Þýskalandi og tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar. Handbolti Króatía Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Dagur hætti þjálfun japanska landsliðsins í byrjun þessa mánaðar. Japanska handknattleikssambandið var vonsvikið með ákvörðun Dags, sem var með samning fram yfir Ólympíuleikana sem hann tryggði Japan inn á í sumar. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015. Króatar hafa skipt tvívegis um þjálfara á rétt rúmlega ári, Hrvoje Horvat var rekinn í fyrra eftir slæman árangur á HM, Goran Perkovac tók við af honum en var látinn fara eftir EM 2024. Króatíski fjölmiðilinn 24 Sata greinir svo frá því að Dagur verði á morgun kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins. Dagur verður fyrsti þjálfari liðsins sem er af erlendu bergi brotinn. The Croatian Handball Federation have called for a press conference tomorrow at 11.00, where the new national coach will be announced.According to @24sata_HR it is the Icelandic coach Dagur Sigurdsson (as rumored for several weeks), who reportedly has signed a 4-year contract.…— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 28, 2024 Dagur á ærið verkefni fyrir höndum með Króatíu en strax um miðjan mars hefst undankeppni Ólympíuleikanna, þar er Króatía í riðli með þýskum lærisveinum Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír. Leikið verður í Þýskalandi og tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar.
Handbolti Króatía Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira