„Sýnir bara hvað við viljum og að okkur langar að vinna“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. febrúar 2024 22:08 Hjalti er sáttur með sínar konur þessa dagana Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Vals hafði ærna ástæðu til að brosa í leikslok eftir góðan sigur á Þór í Subway-deild kvenna. Lokatölur á Hlíðarenda 90-84. Liðin voru jöfn í efsta sæti B-deildarinnar fyrir leikinn og fyrri hálfleikur var einnig hnífjafn. Í seinni hálfleik sigu Valskonur hægt og bítandi fram úr og lönduðu að lokum nokkuð sanngjörnum sigri. Hjalti sagði að lykillinn að sigrinum hefði verið að halda áfram. „Við í rauninni bara héldum áfram. Byggðum á því sem við gerðum í fyrri hálfleik jú og skutum aðeins betur. Þær náttúrulega byrjuðu að hitta vel og héldu í við okkur. Í seinni hálfleik voru þær ekki að setja þessi skot í byrjun og við náðum strax forystunni.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að hann hefði smá áhyggjur af sóknarfráköstum Þórs, en þegar öllu var á botninn hvolft tóku Valskonur aðeins einu sóknarfrákasti minna en gestirnir en bæði lið voru með 13 stig eftir sóknarfráköst. „Ég hafði miklar áhyggjur af sóknarfráköstunum okkar megin, þær voru með 17 en kom mér smá á óvart að við náðum 16 á móti þeim. Það er bara frábært. Það sýnir bara hvað við viljum og okkur langar að vinna. Við förum á eftir sigrinum með því að ná í lausu boltana og molana sem eru til staðar.“ Eydís Eva Þórisdóttir átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði stig í öllum regnbogans litum. Hún endaði með 18 stig en það kom Hjalta ekkert á óvart. „Eydís er náttúrulega bara frábær leikmaður. Frábært skotmaður og frábær sóknarmaður. Flott varnarmlega líka. Það hefur verið bara eitthvað hik á henni undanfarið, í undarförnum leikjum. Nú bara lét hún vaða. Þetta er bara það sem hún á að gera í þessu liði, bara láta vaða og hún setur þetta niður.“ Það er kannski lykillinn að breyttu gengi liðsins, að leikmenn eru hættir að hika og láta bara vaða? „Algjörlega. Mér fannst þetta bara mjög gott mestmegnis sóknarlega í dag. Vorum rosalega ákveðnar og réðumst á þær. Sérstaklega í seinni hálfleik, þá fórum við að henda honum út og fá opnu skotin. Við endum náttúrulega bara með frábæra skotnýtingu eftir leikinn en í hálfleik vorum við ekki að skjóta vel.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það myndi kannski ekki skipta öllu máli hvort liðið endaði í 1. eða 2. sæti B-deildarinnar, en viðurkenndi þó fúslega að sigurinn væri sætur og mikilvægur fyrir sjálfstraust leikmanna. „Það er alltaf skemmtilegra að vinna, það er bara svoleiðis. Það er alltaf léttara yfir öllu ef maður vinnur. Þetta var náttúrulega rosalega þungt orðið í vetur. Maður fann það bara, gleðina vantaði ekki, en maður fann hvað það var orðið þungt í leikmönnum. Það er allt annað að vinna, einn sigur og tveir og þrír. Það gerir rosalega mikið fyrir íþróttamenn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Liðin voru jöfn í efsta sæti B-deildarinnar fyrir leikinn og fyrri hálfleikur var einnig hnífjafn. Í seinni hálfleik sigu Valskonur hægt og bítandi fram úr og lönduðu að lokum nokkuð sanngjörnum sigri. Hjalti sagði að lykillinn að sigrinum hefði verið að halda áfram. „Við í rauninni bara héldum áfram. Byggðum á því sem við gerðum í fyrri hálfleik jú og skutum aðeins betur. Þær náttúrulega byrjuðu að hitta vel og héldu í við okkur. Í seinni hálfleik voru þær ekki að setja þessi skot í byrjun og við náðum strax forystunni.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að hann hefði smá áhyggjur af sóknarfráköstum Þórs, en þegar öllu var á botninn hvolft tóku Valskonur aðeins einu sóknarfrákasti minna en gestirnir en bæði lið voru með 13 stig eftir sóknarfráköst. „Ég hafði miklar áhyggjur af sóknarfráköstunum okkar megin, þær voru með 17 en kom mér smá á óvart að við náðum 16 á móti þeim. Það er bara frábært. Það sýnir bara hvað við viljum og okkur langar að vinna. Við förum á eftir sigrinum með því að ná í lausu boltana og molana sem eru til staðar.“ Eydís Eva Þórisdóttir átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði stig í öllum regnbogans litum. Hún endaði með 18 stig en það kom Hjalta ekkert á óvart. „Eydís er náttúrulega bara frábær leikmaður. Frábært skotmaður og frábær sóknarmaður. Flott varnarmlega líka. Það hefur verið bara eitthvað hik á henni undanfarið, í undarförnum leikjum. Nú bara lét hún vaða. Þetta er bara það sem hún á að gera í þessu liði, bara láta vaða og hún setur þetta niður.“ Það er kannski lykillinn að breyttu gengi liðsins, að leikmenn eru hættir að hika og láta bara vaða? „Algjörlega. Mér fannst þetta bara mjög gott mestmegnis sóknarlega í dag. Vorum rosalega ákveðnar og réðumst á þær. Sérstaklega í seinni hálfleik, þá fórum við að henda honum út og fá opnu skotin. Við endum náttúrulega bara með frábæra skotnýtingu eftir leikinn en í hálfleik vorum við ekki að skjóta vel.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það myndi kannski ekki skipta öllu máli hvort liðið endaði í 1. eða 2. sæti B-deildarinnar, en viðurkenndi þó fúslega að sigurinn væri sætur og mikilvægur fyrir sjálfstraust leikmanna. „Það er alltaf skemmtilegra að vinna, það er bara svoleiðis. Það er alltaf léttara yfir öllu ef maður vinnur. Þetta var náttúrulega rosalega þungt orðið í vetur. Maður fann það bara, gleðina vantaði ekki, en maður fann hvað það var orðið þungt í leikmönnum. Það er allt annað að vinna, einn sigur og tveir og þrír. Það gerir rosalega mikið fyrir íþróttamenn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira