Utan vallar: Ástæðan fyrir því að Elvar var maður leiksins í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2024 09:30 Elvar Már Friðiksson gaf ekkert eftir þótt á móti blæsi og fann leiðina að sigri með útsjónarsemi og keppnishörku. Vísir/Hulda Margrét Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM mjög vel í gærkvöldi með endurkomusigri á Ungverjum. Það voru margir að skila til liðsins í gær og því ekki auðvelt að velja mann leiksins. Það var þó andlegur styrkur eins manns sem mér fannst standa upp úr. Auðvitað má nefna Martin Hermannsson sem var stigahæstur í endurkomunni með 17 stig, Tryggvi Snær Hlinason var með tvennu (14 stig og 11 fráköst), Kristinn Pálsson kom með frábær 11 stig inn af bekknum og Ægir Þór Steinarsson breytti ákefð varnarleiksins í sinni innkomu. Fleiri lögðu líka til sigursins enda hefur breidd íslenska liðsins aukist að undanförnu. Sá sem stendur þó upp úr í mínum augum er Elvar Már Friðriksson. Stór ástæða fyrir þeirri skoðun minni er að eftir 25 mínútna leik var íslenska liðið níu stigum undir, 38-47, og Elvar búinn að vera hörmulegur. Leikurinn var að renna frá íslenska liðinu og um leið draumurinn um Eurobasket 2025 að fjarlægjast. Tvö stig á tuttugu mínútum Elvar var langt frá sínu besta. Tvö stig og þrettán prósent skotnýting (1 af 8) á tæplega tuttugu mínútum í byrjun þessa leiks. Íslenska liðið hafði líka tapað með 10 stigum þann tíma sem hann var inn á gólfinu. Vísir/Hulda Margrét Allt til alls til að leggja árar á bát, draga sig í hlé og sætta sig við að það komi dagur eftir þennan dag. Þetta var samt eftir allt saman dagurinn hans Elvars. Elvar Már Friðriksson þekkir það ekki að gefast upp eða hætta. Hann er búinn að spila í klikkuninni í Grikklandi í allan vetur og hefur séð ýmislegt á ferlinum. Elvar sagði líka skemmtilega frá hugsunargangi sínum í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Ég fór þá bara að pönkast í honum“ „Ótrúlega erfið fæðing. Ég var að reyna að vera ekki of langt niðri í hálfleik. Ég var að reyna gíra mig upp og þurfti að finna aðrar leiðir. Svo sá ég á stærstu stjörnunni þeirra að hann var að pirra sig á því þegar við vorum að ýta eitthvað í hann og koma við hann,“ sagði Elvar í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu Rúv eftir leikinn. Hann var þar að tala um Ungverjann öfluga Adam Hanga. Hanga var með sjö stig á þessum tímapunkti en skoraði ekki eitt stig það sem eftir var leiksins. Klikkaði á fjórum síðustu skotum sínum. „Ég fór þá bara að pönkast í honum og koma mér inn í leikinn þannig. Ég fékk þá auðvelda körfu, komst á vítalínuna. Það var svo þægilegt að sjá boltann fara ofan í og þá kom sjálfstraustið á núll einni. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Ég var ánægður að geta snúið þessu við því þetta var mjög erfitt í byrjun fyrir mig,“ sagði Elvar. Elvar sá boltann fara ofan í á vítalínunni og kveikti á sér á ný.Vísir/Hulda Margrét Bjó til fleiri stig en Ungverjarnir skoruðu Íslenska liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins með fjórtán stigum eða 32-18. Elvar skoraði 11 stig á þessum lokamínútum og gaf 4 stoðsendingar að auki. Hann bjó samtals til 20 stig fyrir íslenska liðið eða meira en allt ungverska liðið skoraði til samans á lokakafla leiksins. Hann átti líka mikinn þátt í frábærum varnarleik íslenska liðsins á þessum snúningspunkti í leiknum. Á þessum lokamínútum sýndi Elvar svart á hvítu keppnishörku sína, leiklestur og andlegan styrk. Hann hefur þurft að taka á sig miklu meiri ábyrgð í fjarveru Martins og nú þegar við höfum þá saman hlið við hlið á ný er ástæða til að vera bjartsýn á það að íslenska körfuboltalandsliðið komist aftur á stórmót í næstu framtíð. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Utan vallar Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Auðvitað má nefna Martin Hermannsson sem var stigahæstur í endurkomunni með 17 stig, Tryggvi Snær Hlinason var með tvennu (14 stig og 11 fráköst), Kristinn Pálsson kom með frábær 11 stig inn af bekknum og Ægir Þór Steinarsson breytti ákefð varnarleiksins í sinni innkomu. Fleiri lögðu líka til sigursins enda hefur breidd íslenska liðsins aukist að undanförnu. Sá sem stendur þó upp úr í mínum augum er Elvar Már Friðriksson. Stór ástæða fyrir þeirri skoðun minni er að eftir 25 mínútna leik var íslenska liðið níu stigum undir, 38-47, og Elvar búinn að vera hörmulegur. Leikurinn var að renna frá íslenska liðinu og um leið draumurinn um Eurobasket 2025 að fjarlægjast. Tvö stig á tuttugu mínútum Elvar var langt frá sínu besta. Tvö stig og þrettán prósent skotnýting (1 af 8) á tæplega tuttugu mínútum í byrjun þessa leiks. Íslenska liðið hafði líka tapað með 10 stigum þann tíma sem hann var inn á gólfinu. Vísir/Hulda Margrét Allt til alls til að leggja árar á bát, draga sig í hlé og sætta sig við að það komi dagur eftir þennan dag. Þetta var samt eftir allt saman dagurinn hans Elvars. Elvar Már Friðriksson þekkir það ekki að gefast upp eða hætta. Hann er búinn að spila í klikkuninni í Grikklandi í allan vetur og hefur séð ýmislegt á ferlinum. Elvar sagði líka skemmtilega frá hugsunargangi sínum í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Ég fór þá bara að pönkast í honum“ „Ótrúlega erfið fæðing. Ég var að reyna að vera ekki of langt niðri í hálfleik. Ég var að reyna gíra mig upp og þurfti að finna aðrar leiðir. Svo sá ég á stærstu stjörnunni þeirra að hann var að pirra sig á því þegar við vorum að ýta eitthvað í hann og koma við hann,“ sagði Elvar í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu Rúv eftir leikinn. Hann var þar að tala um Ungverjann öfluga Adam Hanga. Hanga var með sjö stig á þessum tímapunkti en skoraði ekki eitt stig það sem eftir var leiksins. Klikkaði á fjórum síðustu skotum sínum. „Ég fór þá bara að pönkast í honum og koma mér inn í leikinn þannig. Ég fékk þá auðvelda körfu, komst á vítalínuna. Það var svo þægilegt að sjá boltann fara ofan í og þá kom sjálfstraustið á núll einni. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Ég var ánægður að geta snúið þessu við því þetta var mjög erfitt í byrjun fyrir mig,“ sagði Elvar. Elvar sá boltann fara ofan í á vítalínunni og kveikti á sér á ný.Vísir/Hulda Margrét Bjó til fleiri stig en Ungverjarnir skoruðu Íslenska liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins með fjórtán stigum eða 32-18. Elvar skoraði 11 stig á þessum lokamínútum og gaf 4 stoðsendingar að auki. Hann bjó samtals til 20 stig fyrir íslenska liðið eða meira en allt ungverska liðið skoraði til samans á lokakafla leiksins. Hann átti líka mikinn þátt í frábærum varnarleik íslenska liðsins á þessum snúningspunkti í leiknum. Á þessum lokamínútum sýndi Elvar svart á hvítu keppnishörku sína, leiklestur og andlegan styrk. Hann hefur þurft að taka á sig miklu meiri ábyrgð í fjarveru Martins og nú þegar við höfum þá saman hlið við hlið á ný er ástæða til að vera bjartsýn á það að íslenska körfuboltalandsliðið komist aftur á stórmót í næstu framtíð.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Utan vallar Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira